fbpx

Gæði og verð fara ekki endilega saman

Ég Mæli MeðGoshNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Gæði og verð fara ekki endilega saman… – þetta hef ég oft og mörgum sinnum sagt og ég leyfi hverjum sem er að hafa þessi orð eftir mér. Þegar ég prófa nýjar snyrtivörur reyni ég eftir fremsta megni að horfa á þær með hlutlausum augum. Ég skrifa aldrei útfrá verði eða merkjum heldur eingöngu hvernig ég upplifi hverja vöru fyrir sig. Nú hugsa eflaust margar afhverju ég lofa þá allar vörur sem ég skrifa um en svarið er einfalt ég er heilluð af snyrti- og förðunarvörum og ég einmitt met hverja vöru fyrir það sem hún stendur fyrir en ekki endilega hæpið í kringum hana. Annað er að vörurnar sem ég skrifa um á síðunni minni eru allt vörur sem ég myndi sjálf mæla með og ég hef góða reynslu af – annars myndi ég ekki skrifa um hana.

Mig langaði aðeins að skrifa þessi orð hér fyrir ofan áður en ég kæmi mér að því sem ég vildi skrifa um sem er sú snyrtivara sem er ein af þeim sem hefur komið mér mest á óvart á síðustu vikum. Varan er líka það CC krem sem hefur komið mér langmest á óvart þrátt fyrir að ver mögulega ekki þetta típíska CC krem.

Gosh er danskt merki sem ég þekki ekki beint alveg út og inn. Ég hef þó á undanförnum árum kynnst því nokkuð vel. Fyrir stuttu síðan fékk ég sent sýnishorn af nýju CC kremi frá merkinu – ég var samstundis ástfangin. Umbúðirnar eru ekki beint eitthvað sem ég veit að margar myndu laðast að – kannski af því þær grípa ekki beint augað – þær falla meira bara inní. En ekki láta einfaldar umbúðir blekkja því ég hef eiginlega lært það að því einfaldari umbúðir þeim mun meiri gæði eru í innihaldi þeirra.

Í allt sumar hef ég notað fátt annað en CC krem á húðina mína. CC kremin finnast mér léttari og náttúrulegri en BB kremin sem henta að mínu mati kannski aðeins betur fyrir veturna nema þau séu sérstaklega hugsuð til sumarnotkunar (há SPF eða ljómi). CC kremið frá Gosh er ofurþunnt og það í raun myndar fallega húð yfir minni húð og fullkomnar gjörsamlega áferð húðarinnar. Mín húð er ekki búin að vera uppá sitt besta þar sem ég er að vinna í því að djúphreinsa hana vel og þá koma alls kyns óhreinindi upp. Svo síðustu vikur hefur húðin einkennst af skemmtilegum rauðum lýtum. Þegar ég er með þetta CC krem þá gleymi ég lýtunum því það er eins og þau hverfi.

04CC_Cream_SandNE1299

Kremið er ofurþunnt og gefur fallegan ljóma (ég féll því fyrir áferðinni samstundis!). Það gefur miðlungsþekju sem er einfalt að þétta með því að setja fleiri umferðir af kreminu. Ég elska þegar grunnförðunarvörur eins og CC kremin eru létt – þau eru það nú yfirleitt öll. En það gerir það að verkum að förðunin verður mun náttúrulegri þar sem það er ekki þykkt lag af grunnfarða á húðinni. Þá gefa nefninlega förðunarvörurnar sem koma ofan á mun náttúrulegri áferð á húðina en klessast ekki til. Heildarförðunin mín er alltaf flott með þessu CC kremi.

Á myndinni sem þið sjáið hér er ég t.d. með þetta CC krem – áferðin á húðinni er nánast lýtalaus með kreminu en ég er líka með smá hyljara í kringum augu og nef eins og ég geri venjulega.

goshcckrem

Svo eins og ég byrja þessa færslu á – gæði og verð fara ekki alltaf saman saman – þó að vara sé dýr þýðir það ekki endilega að hún sé betri en sambærilegar ódýrari vörur – yfirleitt þýðir það að ódýrari varan kemur bara í ódýrari pakkningum. Ég er samt alls ekki að segja að dýrar snyrtivörur sé verri en þær ódýrari bara að hvetja ykkur til að vera með gott bland af vörum í snyrtibuddunni :)

Gosh CC krem er krem sem ég mæli eindregið með – þetta er í uppáhaldi þessa dagana og verður það á næstunni líka. Þið sjáið þetta á topplistanum mínum fyrir júlí sem birtist nú á næstu dögum og þið munið líka sjá þá á Topp 10 CC krema listanum sem er í vinnslu – þetta verður ofarlega ;)

EH

CC kremið sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Annað dress: blóma kimono

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

 1. Bryndís Gunnlaugsdóttir

  4. August 2014

  Hvaða BB/CC kremi myndir þú mæla með fyrir feita húð (olíumikla)?

  • CC krem myndi ég segja aquasource bb gelið frá biotherm en bb krem væri það bláa frá maybelline:) annars þykja kremin frá garnier alltaf best;)

 2. Inga

  4. August 2014

  Hvaða litatón ertu að nota í Gosh cc kreminu? :)

  • Ljósasta :) en ég er ekki svona brún eins og á myndinni þetta er bara náttúrulega lýsingin sem var heima:)

 3. Inga

  4. August 2014

  Myndi þetta cc krem alveg virka fyrir feitari/olíumikla húð?:)

  • Margar konur með olíumikla húð meika ekki ljóma því hann minnir þær á glans frá olíunni í húðinni – þetta gefur ljóma svo ef þú vilt hann ekki farðu þá frekar í garnier eða maybelline kremin. Ef þú vilt ljómann þá er ekkert sem segir að þú getir ekki notað þetta:)

 4. Harpa

  4. August 2014

  Berðu það á með puttunum eða notaru bursta/svamp? :)

 5. Harpa

  25. September 2014

  Ég keypti mér cc kremið í ljósasta litnum (porcelain), loksins fann ég farða sem er nógu ljós fyrir mig.. En nú er ég í vandræðum að finna nógu ljósan hyljara sem passar við (Vantar að hylja roða). Einhverjar hugmyndir að svona svakalega ljósum hyljara sem hylur vel og endist lengi?

  • Reykjavík Fashion Journal

   26. September 2014

   True Match litli (ekki penninn) hyljarinn frá L’Oreal hann er í uppáhaldi hjá mér sem og Healthy Mix Concealer frá Bourjois ;)