DROPS OF GLOW

FÖRÐUNSÝNIKENNSLA

Ég var að eignast um daginn svo ótrúlega fallegan highlighter sem ég verð bara að deila með ykkur. Þetta er alveg nýr highlighter frá The Body Shop en hann er í vökva formi og ástetjarinn er dropateljari, sem mér finnst ótrúlega skemmtileg hönnun og auðveldar manni hann í notkun. Mér finnst nafnið líka ótrúlega skemmtileg því þetta er bókstaflega dropar af ljóma.

 

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Það hægt að blanda dropunum við uppáhalds farðan sinn, nota þetta sem farðagrunn undir farða eða setja bara beint á húðina. Síðan er algjör snilld að nota þetta undir púður highlighter til þess að gera þá ennþá ýktari. Þessi formúla gefur ótrúlega fallegan ljóma og blandast vel við aðrar vörur.

HOW TO:

Ég set bara nokkra dropa á kinnbeinin og á þá staði sem ég vil draga fram því næst blanda ég öllu út með svampi. Ég mæli með að setja þetta áður en maður setur púður yfir andlitið vegna þess að púður og vökvi eiga ekki alltaf samleið og gæti allt farið í klessu.

Ljóminn er svo ótrúlega fallegur og “náttúrulegur”. Mér finnst þetta fullkomið á sumrin og húðin verður svo ótrúlega falleg þegar sólin skín á hana.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Lífrænt fyrir líkamann

Ég Mæli MeðHúð

Eitthvað sem allar konur ættu að vera með í sturtunni er góður skrúbbur. Hann er algjörlega nauðsynlegur til að halda áferð líkamans fallegri. Við þurfum að hjálpa líkamanum okkar að losa sig við t.d. dauðar húðfrumur. Sérstaklega þegar við erum með þurra húð, áferð húðarinnar verður aldrei jöfn nema með hjálp góðra skrúbba. Svo er auðvitað ómissandi að nota góðan skrúbb áður en þið berið á ykkur sjálfbrúnkukrem ;)

Ég fékk þessar vörur sendar frá Lavera fyrir svolitlu síðan, ég er búin að vera að nota þær núna í nokkrar vikur og ég er virkilega ánægð með þær. Lavera er komið í miklu meiri dreyfingu en það var og það er ekkert smá flott úrval t.d. í Hagkaup í Skeifunni. Ég hef áður prófað hárvörur frá merkinu og ég var sérstaklega hrifin af hárnæringunni – hárið varð svo svakalega mjúkt og áferðafallegt.

laveralíkami

Það sem heillaði mig fyrst við vörurnar voru innihaldsefnin! Grænt kaffi, grænt te, vínber og rósmarín… og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þær ilma vel. En annað sem heillaði mig við innihaldsefnin var virkni þeirra, kaffi og grænt te eru auðvitað mjög frískandi efni sem mér finnast hjálpa húðinni minni að vakna – svo hef ég alltaf verið mjög skotin í rósmarín, ilmurinn er svo nærandi fyrir vitin.

Skrúbburinn er mjög grófur og það er gott að nota hann hann inniheldur nánast bara korn í einhvers konar gelkenndu kremi. Það dreifist fallega úr því yfir líkamann og það þarf lítið í hvert sinn. Ég persónulega skrúbba alltaf líkamann einu sinni í viku. Það fjarlægir dauðar húðfrumur, frískar uppá líkamann og mér finnst það örva blóðflæði svo áferð húðarinnar verður líka fallegri. Kremið er mjög mjúkt og fallegt, húðin verður sannarlega þéttari við notkun svo húðin verður svona stinn við snertingu ef þið skiljið. Mér finnst þó alveg nauðsynlegt að nota þessar vörur saman því maður fær jú alltaf bestu virknina þegar maður notar fleiri en eina vöru úr sömu vörulínu á sama tíma. Það ætti þó kannski að segja sér sjálft.

Að nota skrúbb á slitför eftir meðgöngu t.d. er líka mjög sniðugt, slitin eru nefninlega oft frekar þur og með því að skúbba þau vel örvið þið blóðblæðið og þannig flýtið þið fyrir því að þau lýsist upp – smá svona mömmutips í lokin, en ekki misskilja ég elska slitin mín en þetta getur mögulega hjálpað einhverjum :)

EH

Vörunar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ljómandi fallegar varir

BourjoisÉg Mæli MeðLífið MittNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS15Varir

Á fallegum sumardegi setti ég upp nýtt gloss frá Bourjois á varirnar. Glossið fannst mér fullkomið í fallega umhverfinu sem einkennir garðinn minn og ég heillaðist alveg uppúr skónnum og hef gengið með það í töskunni síðan. Glossið er nefninlega ekki beint venjulegt gloss – það heldur í alla bestu eiginleika glossins en kemur samt á óvart.

glansandivarir2

Glossið er mjög létt og og það er rakamikið. Formúlan virðist vera allt öðruvísi við fyrstu sýn. Það er borið á með svampbursta og ég hélt það væri allt öðruvísi en það er alveg silkimjúkt og svo svakalega létt og þægilegt að vera með það á vörunum. Formúlan er þunn en samt ekki þannig að það sé eins og það sé ekki þarna til staðar heldur þannig að það er bara ekki að fara að leka til, það er ekki að fara að renna útfyrir útlínur varanna svo varablýantur er óþarfi.

glansandivarir5

Rouge Edition Aqua Lacque í litnum Rosé on the Rocks nr. 02 frá Bourjois

Liturinn sem ég valdi mér er fallegur bleikur litur með svona hint af nude litatón útí sem gerir litinn mjög áferðafallegan og hlýjan. Helstu kostirnir við formúluna eru þeir að hún er mjög jöfn og liturinn dreifist jafnt yfir varirnar. Glansinn er virkilega heilbrigður og fallegur, glossið er alls ekki klístrað og það er ekki þykkt en samt alveg þannig að það sjáist – hér er alveg búið að fullkomna mjög flotta formúlu. Formúlan er mjög rakamikil og áferð varanna verður fallegri með notkun á glossinum, þær verða þéttari og rakameiri.

glansandivarir

Hér er á ferðinni vara sem gefur vörunum heilbrigðan og fallegan ljóma sem færir fegurð yfir andlitið, gefur því hlýjan blæ og mjúka áferð. Glossið er auðvelt að nota án þess einu sinni að vera með spegil. Ég held að glossið væri líka mjög fallegt yfir aðra varaliti til að gefa meiri glans og fegurð.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Náttúrulegt með nýjungum…

Bobbi BrownÉg Mæli MeðLífið MittNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS15

Ég var að fá tvær alveg æðislegar nýjungar frá Bobbi Brown sem mig langaði að sýna ykkur, þessar eru mjög klassískar og eru nú strax komnar inní dagförðunar rútínuna mína. Endilega ef ykkur langar að sjá hvernig ég mála mig þessa dagana þá finnið þið einföld sýnikennsluvideo í dag inná snapchat rásinni minni ernahrundrfj ;)

En það er reyndar bara önnur nýjungin sem er komin í búðir og hún er fyrir augabrúnirnar. Mótunarpúðrin eru væntanleg í næstu viku en þau eru partur af sumarlúkkinu frá Bobbi Brown – Sandy Nudes, svo ég ætla að segja ykkur betur frá því þegar þar að kemur þó þið sjáið vöruna reyndar hér fyrir neðan ;)

natural3

Hér er dagförðunin mín, á venjulegum degi er það léttur fljótandi farði eða litað stafrófskrem með góðri sólarvörn, fljótandi hyljari, contour púður, kinnalitur, highlighter, maskari, varasalvi og smá í augabrúnirnar en ég ætla einmitt að sýna ykkur smá skref fyrir skref myndir fyrir þær…

natural21

Ég elska svona basic vörur frá Bobbi Brown – ég hef ósjaldan sagt að hún sé ókrýnd drottning grunnförðunarvara og alltaf sannar hún það fyrir mér aftur og aftur!

Hér fyrir ofan sjáið þið Face & Body Bronzing Duo í litunum Antigua og Golden Light, ég nota brúna litinn í skyggingar og plómulitinn í kinnarnar. Ég er með þessa liti í förðuninni á myndunum í færslunni.

Svo er það Perfectly Defined Long-Wear Brow Pencil í litnum Saddle. Varan er tvöföld í öðrum endanum er liturinn og hinum megin er svona hrein augabrúnagreiða…

natural18

Það sem ég kann helst að meta við vöruhönnunina er lögunin á litnum sjálfum. Með svona skáskornum oddi er ekkert mál að móta augabrúnirnar, ramma þær inn og ná að þétta lit þeirra með léttum strokum. Liturinn fer auðveldlega og jafnt á augabrúnirnar. Mér finnst nefinilega stundum eins og maður þurfi að þrýsta litum svo fast í augabrúnirnar og þá verða línurnar svo skarpar en þessi formúla er rosalega mjúk og púðurkennd svo áferðin verður miklu náttúrulegri.

Eins og ég hef svo oft sagt þá er ég ekki mikið fyrir ofa mótaðar augabrúnir og ég helst fylli bara svona aðeins inní mínar eigin. Ég lagði plokkaranum nú fyrir ári síðan og í dag elska ég augabrúnirnar mína útaf lífinu þær eru svo glæsilegar og mér þykir voða gaman hvað ég fæ mikið af hrósum fyrir þær. Mínar eru kannski ekki allra en ég elska þær og það er það sem skiptir mestu máli að okkur líði vel í okkar eigin skinni…

natural11

Svona eru mínar alveg náttúrulegar, ég hef aldrei litað þær og eins og ég segi hér fyrir ofan þá eru þessar aldrei plokkaðar þessa dagana. En þegar mér finnst tilefni til þá móta ég þær aðeins og fylli inní þær bara til að þétta þær smá…

Ég vel mér lit sem tónar við litinn á augabrúnunum mínum, ég vel mér alltaf kaldan lit því mér finnst hann hæfa mínu litarhafti betur, yfirleitt er mælt með því að dökkhærðar konur velji sér kaldan lit og ljóshærðar hlýjan lit. En það er alltaf um að gera að prófa litina og velja það sem ykkur þykir fara ykkar litarhafti betur. Saddle sem er liturinn minn í þessum blýanti er með örlítið gráan undirtín sem hentar mér mjög vel því hann tónar við minn eigin lit. Plís ekki velja ykkur of dökkan lit reynið að hafa hann sem mest eins og ykkar eigin. Augabrúnir breyta svo miklu varðandi okkar eigin andlitsdrætti og vitlaus litur t.d. of dökkur getur gert okkur grimmar í framan en það viljum við nú ekki. Hér sjáið þið hvernig ég geri þetta með nýja litnum frá Bobbi Brown.

natural10

Ég byrja alltaf á því að ákveða hvar þær eiga að enda og móta alveg fremst í augabrúnunum. Í raun finnst mér ég mest þurfa á því að halda að þétta þær aðeins þarna fremst, af því þau vaxa upp hárin alveg fremst í augabrúnunum þá verða þau dáldið svona útum allt og ekki alveg þétt svo þá finnst mér gott að fylla aðeins þar inní. Ég nota oddinn á blýantinum og strýk honum létt eftir húðinni, svo set ég hann aðeins yfir hárin þarna fremst með mjög léttum strokum til að fá ekki of mikinn lit á húðina svo ég nái að halda þeim náttúrulegum. Ég strýk svo smá lit bara yfir augabrúnirnar þar sem þær eru þéttastar til að liturinn tóni saman yfir allar brúnirnar. Svo laga ég þær aðeins þarna í endann sem þið sjáið ef þið berið saman myndirnar tvær hér fyrir ofan.

natural7
Næst nudda ég litinn og geri áferð hans mýkri, stundum nota ég fingruna, stundum nota ég Real Techniques augabrúnapensil og stundum nota ég eyrnapinna. Hér notaði ég fingurna. Ég er í raun bara að mýkja litinn og nudda hann létt fram og til baka svo það sé engin skörp áferð neins staðar yfir brúninni.

natural5

Lokatouchið er svo bara að greiða yfir hárin með greiðunni hinum megin á litnum til að jafna brúnirnar. Hér væri líka hægt að setja kannski augabrúnagel til að festa hárin í sínum sporum en ég gerði það ekki.

natural2

Svona vil ég helst vera alltaf. Ég mála mig reyndar mjög sjaldan en mér þykir það þó alveg gaman svona þegar ég nenni því. Hér eru augabrúnirnar mínar í fókus sem þær eru nú reyndar oftast þar sem þær eru mjög áberandi vegna þykktarinnar ;)

Ég get alla vega sagt að ég mæli algjörlega með nýja litnum frá Bobbi Brown en hann er til í fullt af litum og hann er bara svakalega auðveldur í notkun.

Njótið dagsins – coming up er ný dressfærsla þar sem kúlan sem er að verða 28 vikna á morgun fær svo sannarlega að njóta sín!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Lífrænar hárvörur prófaðar!

Ég Mæli MeðHárLífið Mitt

Loksins, loksins hef ég lokið við að prófa lífrænar hárvörur frá þremur flottum merkjum. Ég sagði frá tilrauna starfseminni minni á Instagram fyrir nokkru síðan en úlnliðsbrotið setti ansi stórt strik í reikninginn en nú er ég loks búin og langar að segja ykkur frá því hvernig tilraunin heppnaðist og hvernig hárvörurnar fóru með mitt hár.

Ég ákvað að gefa mér nægan tíma í prófanirnar og fannst ég þurfa að gefa hverri hárvöru lágmark 5 þvotta, ég vona að það sé ásættanlegur fjöldi í ykkar huga en mér fannst ég vera komin með ágætis tilfinningu fyrir vörunum eftir þann tíma. Ég er algjör auli og þríf hárið mitt almennt alltof mikið en mér hefur tekist með mikilli þrjósku að ná að lengja tímann á milli smám saman síðustu vikur og það var helst með hjálp eins af sjampóunum hér fyrir neðan sem það tókst loks.

lífrænthár3

Hér sjáið þið vörurnar sem ég prófaði…

Lavera hárvörurnar fást t.d. í Heilsuhúsinu, vörurnar hennar Sóleyjar fást líka þar eins líka í sumum Hagkaupsverslunum. Vörurnar frá Yarok eru nýjar hér á Íslandi og fást í í netversluninni freyjaboutique.is.

lífrænthár4

Tilraunin hófst með hárvörunum frá Lavera. Mér fannst hárið mitt vera í smá tíma að taka þessum vörum opnum örmum en ég er frekar á því að það hafi verið vegna þess að ég var að skipta í lífrænt og rek það því ekki beint til hárvaranna. Ég valdi mér Volume sjampóið sem ilmar sjúklega vel og frískandi – appelsínurnar ilma dásamlega ég er að segja ykkur það. Mér fannst það ekki freyða neitt sérstaklega vel þegar ég setti það í blautt hárið en svo fékk ég gott tips frá Fíu minni með að bleyta það eftir að það væri komið í hárið og nudda svo – það virkaði og fór að freyða betur og þar af leiðandi freyddi það betur. Mér fannst ég reyndar að lágmarki verða að þrífa hárið oft þrisvar í hverri ferð með þessu til að ná því alveg hreinu, mögulega er hárið mitt of þykkt fyrir það. En ég elska ilminn af því!

Það er ekki til hárnæring í sömu gerð og sjampóið frá merkinu svo ég notaði þessa sem er fyrir viðkvæma húð. Mér líkar virkilega vel við þessa hárnæringu, hún er mjúk og þétt í sér og fer virkilega vel í hárið og mýkir það og gefur því fallega áferð. Ég var ánægð með hversu drjúg hún var, formúlan er þétt í sér og því þarf lítið sem ekkert af henni í hvert sinn.

lífrænthár2

Ég er mikill aðdáandi varanna frá Sóley, ég hafði ekki fengið tækifæri til að prófa hárvörurnar fyr en nú en ég elska þær alveg jafn mikið og allar hinar! Lind sjampóið finnst mér dásamlegt í alla staði, ég mæli eindregið með því en ilmurinn af því er æðislegur, sjampóið hreinsar hárið svo ótrúlega vel og mér finnst þetta eitt það besta sem ég hef prófað. Hárið verður ótrúlega mjúkt eftir notkun og mér finnst það hreinsa það vel að ég þurfti að þvo hárið mun sjaldnar á því tímabili sem ég var að nota það.

lífrænthár5

Birkir sjampóið og líkamssápan frá Sóley gefur Lind lítið eftir þegar kemur að gæðum. Ég var reyndar mjög sjúk í bæði svo Lind fór í hárið og þetta fór á líkamann. Formúlurnar eru báðar mjög svipaðar og hreinsa hárið ótrúlega vel. Báðar vörurnar þykja mér líka hafa sérstaklega nærandi áhrif á hársvörðinn sem er mikill kostur.

lífrænthár

Eins og ég kem inná hér fyrir ofan eru hárvörurnar frá Yarok nýjar hér á Íslandi. Merkið er mjög skemmtilegt á margan hátt, tvennt stendur þó uppúr en hárvörurnar eru þróaðar í samstarfi við notendur þeirra og því fer engin nú týpa af vöru frá merkinu á þess að fá góðvild frá ákveðnum hópi sem skilar sér í enn betri gæðum. Annað er að fyrirtækið skuldbindur sig til að gefa fastan hluta af gróða sínum á hverju ári til góðgerðarmála – svo í hvert sinn sem þið kaupið vörur frá merkinu þá eruð þið að gefa til baka!

Ég fékk nokkrar prufur frá merkinu og mig langar svo sannarlega að prófa meira. Þetta er líka það merki þar sem ég var að prófa meira en bara sjampó og hárnæringu. Ég er ástfangin af hitavörninni og hárseruminu (sem er reyndar ekki á myndinni) og krullukremið reyndist líka mjög vel. Ég náði kannski ekki að prófa hreinsivörurnar alveg eins vel og þær frá Sóley og Lavera en ég komst alveg á bragðið með vörurnar og langar að prófa meira og betur. En ég get sannarlega mælt með hitavörninni sem leynist þarna fyrir aftan. Sjampóið fannst mér samt hreinsa hárið mitt mjög vel, það ilmar alveg dásamlega eins og aðrar vörur frá merkinu og ég kann virkilega vel við umbúðirnar – þær eru svona mest stylish þessar frá Yarok af þessum þremur merkjum finnst mér. Kíkið endilega á úrvalið frá merkinu HÉR.

Mig langar að taka fram að þetta er eingöngu mín upplifun af hárvörunum. Ég er með frekar þykkt og mikið hár, það er dáldið þurrt á köflum, mjög sítt og svo er ég að sjálfsögðu með permanent ennþá í hárinu sem er að endast svona svakalega vel.

Af þessum hárvörum fannst mér Lind sjampó frá Sóley best, hárið mitt geislaði í hvert sinn sem notaði það, það var svo gott að nota það og mér fannst það haldast hreint lengst þegar ég notaði það. Ilmurinn er dásamlegur og þetta er sjampó sem ég mæli eindregið með fyrir ykkur sem eruð með eins hárgerð og ég. Allar þessar hárvörur eiga þó eitt sameiginlegt og það er að þær ilma allar dásamlega! Það er eitthvað við þessi náttúrulegu efni og ilminn af þeim sem gerir mig alveg vitlausa í vörurnar og fangar athyglina frá fyrstu notkun. Ég elska t.d. að spreyja hitavörninni frá Yarok í hárið því þá finn ég ilminn af því allt í kringum mig.

Núna stendur yfir prófun á þessum nýju hárvörum frá Trevor Sorbie sem eru sérstaklega fyrir sítt hár. Ég er búin að prófa vörurnar tvisvar núna og líst svaka vel á þær en þær fá betri færslu og dóm eftir smá tíma!

Náttúrulegar hárvörur – alla vega þessar hér fyrir ofan – gefa öðrum lítið sem ekkert eftir og ég fagna því að það sé svona ofboðslega gott og mikið úrval af þeim hér á landi. Það er svo gaman að hafa úr mörgu að velja til að geta fundið einmitt það sem hentar hverjum og einum. Eins og gildir um húðina okkar þá eru engir tveir með eins hár og dásamlegt að það sé gott úrval fyrir okkur öll!

Njótið dagsins!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

FW14 Förðunartrend #1

Ég Mæli MeðFallegtFashionFW2014Makeup ArtistStíllTrend

Ætli það sé nú ekki kominn tími til að fara aðeins yfir hvaða förðunartrend spekingarnir útí heimi og ég erum sammála um að verði áberandi núna í vetur. Ég hef þó komist að því að það er alls ekki alltaf að marka tískusýningarnar þegar kemur að förðunartrendum heldur eru þær meira svona vísbendingar fyrir það sem koma skal. Ástæðan fyrir því held ég að sé einfaldlega sú að við þurfum aðeins að fá að venjast þessum förðunartrendum :)

En eitt trend held ég að allir séu sammála um og það eru flottar og villtar augabrúnir. Ég held við séum margar búnar að læra það af reynslunni að það að plokka augabrúnirnar of mikið er ekki besta hugmynd í heimi og að hætta því er besta ákvörðun sem ég hef tekið. Stundum gríp ég hann þó þegar mér finnst augabrúnirnar mínar orðnar grunsamlega nánar um mitt andlit – það vil ég bara eiginlega alls ekki;)

Auðvitað er smekkur manna misjafn og það sama má segja um augabrúnirnar. Trend haustsins er ekki ein tegund af augabrúnum heldur er trendið að ýkja og styrkja helstu einkenni þinna augabrúna.

Vegna áframhaldandi vinsælda fyrirsætna eins og Cöru Delevingne hafa flottar augabrúnir náð að festa sig sem trend og í dag er orðinn ómissandi partur af förðunarútínu margra kvenna að móta og þétta augabrúnirnar sínar. Öllu má þó ofgera og ég persónulega heillast ekki af of mótuðum augabrúnum. Mögulega af því það fer mér ekki ég verð eins og skessa í framan og hræði fólk í kringum mig. En með hjálp réttu tækninnar og réttu varanna þá er leikur einn að ýkja ykkar náttúrulegu augabrúnir.

Hafið þessi atriði í huga:

  • Þegar þið kaupið ykkur vöru til að móta augabrúnirnar passið þá uppá litaval. Hugsið er tónninn í litnum réttur fyrir mig og mitt litarhaft? Oft stendur valið á milli kaldra og heitra tóna og það getur farið illa ef þið hittið á vitlausan tón. Fáið að bera tester á handabakið ykkar og berið upp við andlitið og sjáið hvort tónninn hæfir ykkur.
  • Ef þið notið t.d. blýant til að móta augbrúnirnar notið þá eyrnapinna til að má út útlínur augabrúnanna sem þið mótið. Nuttið honum létt yfir augabrúnirnar til að draga úr litnum og mýkja hann. Augabrúnirnar ykkar verða þéttari og náttúrulegri og gefa mjúka áferð yfir andlitið.
  • Ef þið notið púðurliti til að móta augabrúnirnar ykkar þá mæli ég með því að þið notið skáskorin þunnan eyelinerpensil í verkið. Pensillinn gefur svo fallega mótun og þeir eru svo þægilegir í notkun. Ég myndi þó reyndar alltaf líka vera með eyrnapinna við hönd til að mýkja útlínurnar en kannski er það bara ég.
  • Ekki nota alltof dökkan litatón. Ef þið eruð með ljósar augabrúnir og viljið bara rétt ýkja þær svona dags daglega þá ættuð þið að skoða að nota eins ljósbrúnan blýant og þið getið. Í dag er sem betur fer frábært úrval af augabrúnavörum fyrir sem flestar konur og merki eru yfirleitt með sérstakar augabrúnavörur fyrir ljóshærðar, dökkhærðar og rauðhærðar konur.

Að lokum eru hér nokkrar af mínum uppáhalds augabrúna vörum til að mögulega gefa ykkur nokkrar hugmyndir.

augabrúnirFleiri trend verða tilkynnt á næstunni… – en mér fannst þó best að byrja á þessu þar sem ég er einn helsti aðdáandi Brooke Shields augabrúnanna sem mér er að takast loksins að safna í og þá eru þær akkurat í tískunni:)

Annars er ég mjög spennt að segja ykkur í næstu viku frá vöru sem hraðar vexti augnháranna – en frá sama merki er væntanleg vara sem fær augabrúnirnar til að vaxa hraðar. Þetta eru eflaust gleðifréttir fyrir margar konur sem eru með hægan hárvöxt í augabrúnunum og vilja þétta augnhárin – nú getið þið losað ykkur við gyllinæðakremið og prófað vöru sem kemur á óvart.

EH

Gæði og verð fara ekki endilega saman

Ég Mæli MeðGoshNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Gæði og verð fara ekki endilega saman… – þetta hef ég oft og mörgum sinnum sagt og ég leyfi hverjum sem er að hafa þessi orð eftir mér. Þegar ég prófa nýjar snyrtivörur reyni ég eftir fremsta megni að horfa á þær með hlutlausum augum. Ég skrifa aldrei útfrá verði eða merkjum heldur eingöngu hvernig ég upplifi hverja vöru fyrir sig. Nú hugsa eflaust margar afhverju ég lofa þá allar vörur sem ég skrifa um en svarið er einfalt ég er heilluð af snyrti- og förðunarvörum og ég einmitt met hverja vöru fyrir það sem hún stendur fyrir en ekki endilega hæpið í kringum hana. Annað er að vörurnar sem ég skrifa um á síðunni minni eru allt vörur sem ég myndi sjálf mæla með og ég hef góða reynslu af – annars myndi ég ekki skrifa um hana.

Mig langaði aðeins að skrifa þessi orð hér fyrir ofan áður en ég kæmi mér að því sem ég vildi skrifa um sem er sú snyrtivara sem er ein af þeim sem hefur komið mér mest á óvart á síðustu vikum. Varan er líka það CC krem sem hefur komið mér langmest á óvart þrátt fyrir að ver mögulega ekki þetta típíska CC krem.

Gosh er danskt merki sem ég þekki ekki beint alveg út og inn. Ég hef þó á undanförnum árum kynnst því nokkuð vel. Fyrir stuttu síðan fékk ég sent sýnishorn af nýju CC kremi frá merkinu – ég var samstundis ástfangin. Umbúðirnar eru ekki beint eitthvað sem ég veit að margar myndu laðast að – kannski af því þær grípa ekki beint augað – þær falla meira bara inní. En ekki láta einfaldar umbúðir blekkja því ég hef eiginlega lært það að því einfaldari umbúðir þeim mun meiri gæði eru í innihaldi þeirra.

Í allt sumar hef ég notað fátt annað en CC krem á húðina mína. CC kremin finnast mér léttari og náttúrulegri en BB kremin sem henta að mínu mati kannski aðeins betur fyrir veturna nema þau séu sérstaklega hugsuð til sumarnotkunar (há SPF eða ljómi). CC kremið frá Gosh er ofurþunnt og það í raun myndar fallega húð yfir minni húð og fullkomnar gjörsamlega áferð húðarinnar. Mín húð er ekki búin að vera uppá sitt besta þar sem ég er að vinna í því að djúphreinsa hana vel og þá koma alls kyns óhreinindi upp. Svo síðustu vikur hefur húðin einkennst af skemmtilegum rauðum lýtum. Þegar ég er með þetta CC krem þá gleymi ég lýtunum því það er eins og þau hverfi.

04CC_Cream_SandNE1299

Kremið er ofurþunnt og gefur fallegan ljóma (ég féll því fyrir áferðinni samstundis!). Það gefur miðlungsþekju sem er einfalt að þétta með því að setja fleiri umferðir af kreminu. Ég elska þegar grunnförðunarvörur eins og CC kremin eru létt – þau eru það nú yfirleitt öll. En það gerir það að verkum að förðunin verður mun náttúrulegri þar sem það er ekki þykkt lag af grunnfarða á húðinni. Þá gefa nefninlega förðunarvörurnar sem koma ofan á mun náttúrulegri áferð á húðina en klessast ekki til. Heildarförðunin mín er alltaf flott með þessu CC kremi.

Á myndinni sem þið sjáið hér er ég t.d. með þetta CC krem – áferðin á húðinni er nánast lýtalaus með kreminu en ég er líka með smá hyljara í kringum augu og nef eins og ég geri venjulega.

goshcckrem

Svo eins og ég byrja þessa færslu á – gæði og verð fara ekki alltaf saman saman – þó að vara sé dýr þýðir það ekki endilega að hún sé betri en sambærilegar ódýrari vörur – yfirleitt þýðir það að ódýrari varan kemur bara í ódýrari pakkningum. Ég er samt alls ekki að segja að dýrar snyrtivörur sé verri en þær ódýrari bara að hvetja ykkur til að vera með gott bland af vörum í snyrtibuddunni :)

Gosh CC krem er krem sem ég mæli eindregið með – þetta er í uppáhaldi þessa dagana og verður það á næstunni líka. Þið sjáið þetta á topplistanum mínum fyrir júlí sem birtist nú á næstu dögum og þið munið líka sjá þá á Topp 10 CC krema listanum sem er í vinnslu – þetta verður ofarlega ;)

EH

CC kremið sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Annað Dress: Sýning Hildar Yeoman

Annað DressDiorFashionGarnierHárÍslensk HönnunLífið MittlorealLúkkMACMakeup ArtistSnyrtibuddan mínYSL

Ég vinn með alveg einstakri konu sem var að byrja í móttökunni á auglýsingastofunni sem ég vinn á – hún Sigga mín er einstök og með best klæddu konum landsins. Ef þið hafið fylgst með íslenskum tískubloggum í gegnum árin ættuð þið að muna eftir henni Siggu en dætur hennar Alexandra Ásta og Ingunn Embla ásamt vinkonu sinni Snædísi héldu úti skemmtilegu tískubloggi. Hún Sigga var fastagestur í færslum frá systrunum sem urðu á stuttum tíma einar af vinsælustu færslunum. Ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna á morgnanna og sjá hverju hún Sigga klæðist þann daginn – hún er alltaf flott og er með einstakan stíl. Ég stakk uppá því við hana um daginn að ég fengi að taka myndir af henni í vinnunni og birta inná síðunni hjá mér – vonandi er hún game!

En ástæðan fyrir því að ég byrja þessa færslu á því að skrifa um Siggu mína er sú að hún kom færandi hendi þegar ég var að hugsa í hverju ég ætti að vera á sýningu Hildar Yeoman á föstudagskvöldið. Ég hafði ákveðið að vera í nýju buxunum mínum frá JÖR og vantaði eitthvað við þær. Þá mætti Sigga mín með poka sem innihélt glænýja peysu frá Kenzo sem hún hafði verið að kaupa sér – hún tók ekki annað í mál en að ég myndi fá hana að láni og klæðast um kvöldið – við buxurnar og svarta pinnahæla. Ég hlýddi að sjálfsögðu og klæddist mjög hamingjusöm þessari gullfallegu lánspeysu um kvöldið!

annaðdressyeoman4

Mér finnst liturinn alveg fullkominn – þessi er á óskalistanum!

annaðdressyeoman2

Peysa: Kenzo – úr fataskápnum hennar Siggu
Buxur: JÖR by Guðmundur Jörundsson
Hælar: Zara – þessir hafa reynst mér vel, þæginlegir og það er must að eiga eina svona í skóskápnum.

annaðdressyeoman3

Förðunin var sú einfaldasta og eins náttúruleg og ég gat – auðvitað er þetta hellingur af förðunarvörum sem ég er búin að koma vandlega fyrir á húðinni minni. En það vill auðvitað oftast vera þannig að maður leggur ekkert minna í náttúrulegu farðanirnar en þær sem eru meira áberandi. Hér er ég með nýja Garnier primerinn sem grunn (hann er á leiðinni til Íslands), DiorSkin Nude BB kremið sem grunn og Infallible 24H farðann frá L’Oreal yfir. Ég notaði bæði True Match hyljarann frá L’Oreal og Gullpennann frá YSL fyrir hyljara – annann til að fela og hinn til að lýsa upp. Sólarpúðrið er frá Dior og kinnaliturinn er Coralisa frá Benefit og nóg af honum. Á augunum er ég svo með ljósan augnskuggaprimer frá Dior bara til að matta augnsvæðið og Haute & Naughty maskarann frá MAC. Í augabrúnirnar setti ég matta staka Chocolate Chic augnskuggann frá Maybelline.

Í hárinu er Sassoon hárfroðan góða sem hárið mitt er að elska þessa dagana ;)

annaðdressyeomanLitli maðurinn minn pósaði svo rosalega skemmtilega á einni mynd með mömmu sinni áður en hún fór. Sætara myndavélabros hef ég ekki séð og greinilegt að drengurinn sé að læra af mömmu sinni :D

Sýningin hennar Hildar Yeoman var alveg stórkostleg og ég mun sýna ykkur fleiri myndir baksviðs seinna í dag!

Að lokum vil ég þakka Siggu minni innilega fyrir lánið á þessari fallegu peysu sem fæst í Gottu á Laugaveginum ;)

EH

Augabrúnirnar hennar Brooke Shields

Fræga FólkiðLífið MittTrend

Það hafa eflaust einhverjir rekið augun í algjörlega óplokkuðu og villtu augabrúnirnar mínar á myndum undanfarna daga. En ég er enn einu sinni að safna almennilegum og þykkum augabrúnum. Alltaf hef ég gefist upp og ekki nennt að standa í þessu almennilega. Mér hefur nú reyndar smám saman tekist að þykkja þær en ég er bara eiginlega ekki neitt sérstaklega hrifin af of mótuðum eða skörpum augabrúnum – alla vega ekki fyrir sjálfa mig.

Ég vil eiginlega bara grófar og þykkar 80’s/90’s augabrúnir eða svona Brooke Shields augabrúnir. Ég gjörsamlega dýrka augabrúnirnar hennar sem hafa þó breyst aðeins í gegnum árin en hún heldur samt alltaf í náttúrulegu þykktina.

a761a5935d52a59c962a8b05aa58e2f6 32358f17d701d5eeb2f7ac01d6b0940b 678e213e6da39a98ef6193db4da050ad38908016b17e1aa27c4ac36d65b35355 185c9902de03629a0eea6e21115a2502 803f1999ed7db2a96b6ed77f746c8029c33977e9fd9d28ec2d6956371534a495 6ea496a98ce25193ae8f8ed2eb7303cd c06ad9837eed99242e2f57107d0d2caa b5dbaf67217450a223a5a316fbd0a09a f67f33b59dcae5cadde0d1429328f430

Ég er nú svo lukkuleg að ég þarf ekki að lita á mér augabrúnirnar svo nú ætla ég bara að leyfa þeim að vaxa almennilega, taka hárin sem standa aðeins útfrá náttúrulegu mótun þeirra og móta og greiða úr augabrúnunum með uppáhalds Brow Drama maskaranum frá Maybelline ;)

Ég veit ég er kannski ekki alveg inní aðal makeup trendinu sem er að vera með vel mótaðar brúnir og með highlighter undir þeim til að lyfta upp. Mér finnst það alveg flott en passar mér kannski ekki alveg – svo ég ætla að copy-a þessa fallegu konu sem er að mínu mati með flottustu augabrúnirnar – þykkar, grófar og náttúrulegar!

EH

Steinefnaríkar förðunarvörur

Ég Mæli MeðFarðarLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minni

Steinefnaförðunarvörur og þá sérstaklega steinefnapúðurfarðar verða sífellt vinsælli. Það eru til nokkur merki á Íslandi sem bjóða uppá steinefnaförðunarvörur og fleiri merki bjóða uppá stakar steinefnaförðunarvörur í merkjunum sínum. Ég fékk að prófa nokkrar vörur frá einu þessara merkja sem nefnist Youngblood.

Ef þið eruð með viðkvæma húð eða t.d. húð sem er þur en fær samt mikið af bólum þá myndi ég hiklaust mæla með steinefnaförðunarvörum og sérstaklega steinefnaförðum. Farðarnir frá Youngblood eru án allra rotvarnarefna og ilmefna og innihalda náttúruleg innihaldsefni. Annar kostur við vörurnar er sá að þær eru svo náttúrulegar, þær gefa svo náttúrulega áferð á húðina og það má kannski lýsa því þannig að t.d. farðarnir draga fram það fallega í andlitinu. Þeir hylja vel og gefa fallega áferð en þeir eru alls ekki þungir.

Nú er mikið af fermingum framundan og þó ég sé endilega ekki fylgjandi því að stelpur séu farnar að farða sig dags daglega svona ungar þá veit ég af eigin reynslu að á þessum degi langar mann að fá að prófa að vera með förðunarvörur. Ég mæli því eindregið með að ungar stúlkur noti steinefnaförðunarvörur, þær munu fara vel með svona unga húð. Svo er annað en ég myndi halda mig við brúna tóna í förðuninni svo húð aðlagist litarhafti stelpnanna betur. Við erum öll með einhvers konar brúnan tón í húðinni svo brúntóna förðunarvörur verða alltaf náttúrulegri.

Ég skellti í eitt lúkk með vörum frá Youngblood sem þið sjáið hér…youngblood5Eins og þið sjáið þá laðaðist ég að náttúrulegu tónunum frá Youngblood – ég er með brúna liti í kringum augun, meirað segja maskarinn er brúnn. 
youngblood13Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði, nánari vörulýsingu sjáið þið aðeins neðar.youngbloodyoungblood3Ég byrjaði á því að bera gott rakakrem frá Ole Henriksen á húðina, eftir að hafa gefið því nokkrar mínútur til að fara vel inní húðina setti ég Mineral Primer yfir alla húðina. Primerinn jafnar áferð húðarinnar, fyllir uppí augljósar svitaholur, ör og fínar línur. Næst ber ég svo Mineralize Radiance Moisture Tint sem er rakamikill fljótandi farði, yfir alla húðina. Farðinn er uppáhalds varan mín frá merkinu eftir notkun síðustu daga. Hann er ótrúlega léttur og náttúrulegur og minnir mig á Pure Mineral farðann sem var til hjá Maybelline en er nú hættur. Hann var í miklu uppáhaldi en ég notaði hann í nánast öllum myndatökum – þessi tekur mögulega við af honum. Loks setti ég létt af Natural Mineral Powder, laus steinefnafarði, yfir alla húðina. Ég notaði bara léttan púðurbursta en ef ég myndi nota t.d. kabuki bursta við að bera farðann á húðina þá yrði það nóg eitt og sér. En steinefnapúðrið bráðnar nánast saman við húðina svo áferðin verður fullkomin og náttúruleg en mött. Svo setti ég loks smá lit í kinnarnar, Pressed Mineral Blush í litnum Blossom.

Næst eru það augun, ég hafði þetta nú frekar einfalt en mig langaði mikið að prófa lausu augnskuggana. Ég fann mér ótrúlega eigulegan lit sem heitir Granite en augnskugginn heitir Natural Mineral Eyeshadow. Ég dustaði honum bara létt yfir húðina með blöndunarbursta og jafnaði áferðina, ég vildi bara fá örlitla umgjörð utan um augun. Svo tók ég eyelinerblýant og setti í kringum augun og smudge-aði hann til þar til hann blandaðist mjúklega saman við augnskuggann. Ég notaði Eye Liner Pencil í litnum Slate, aftur mjög eigulegur litur, steypugrár og gefur alls ekki of mikla skerpingu. Loks notaði ég brúnan maskara á augnhárin í takt við mjúku augnförðunina. Maskarinn sem ég notaði heitir Outrageous Lashes Mineral Lengthening Mascara og ég setti mjög létt af honum, bara eina umferð og passaði að þekja alveg augnhárin.

Loks bar ég varalit í litnum Smolder á varirnar – ég var pínku skotin í honum því hann minnti mig á ekta 90’s varalit. Það skemmir alls ekki fyrir þegar maður er með jafn þurrar varir og ég er almennt með að nota steinefnaríka varaliti:)

youngbloodcollage youngblood6Mín fyrstu kynni af þessu mekri eru mjög góð, næst á óskalistanum er að prófa sólarpúður, fleiri augnskugga og augabrúnamótunarvörurnar frá merkinu sem eru gríðarlega vinsælar. Það sem er líka mjög sniðugt við merkið er að það er hægt að kaupa svona pakka af förðunarvörum sem þið getið notað til að gera fallega grunnförðun. Það er mögulega flott fyrir fermingarstelpurnar.

Annað varðandi fermingarfarðanir ef ég má koma með eitt tips í viðbót en það er að þið haldið ykkur frá svörtum förðunarvörum. Þær geta hreinlega verið of hvassar fyrir svona unga húð með fínum andlitsdráttum. Haldið ykkur við mjúka og náttúrulega tóna. Loks finnst mér að áður en stelpur byrja að nota förðunarvörur þá þurfa þær að læra hvernig þær eiga að þrífa þær af – það er í boði að senda þær í kennslu til mín, en ég hef einmitt gert sýnikennslumyndbönd um þetta efni :)

EH