fbpx

DIY: NÆRANDI VARASKRÚBBUR

DEKURSAMSTARFSNYRTIVÖRURVARIR
*Færslan er í samstarfi við The Body Shop

Halló!

Ég bjó til ofur einfaldan varamaska um daginn. Það var nefnilega að koma ný vara frá The Body Shop sem er 100% shea butter og er gerð úr 192 shea hnetum. Þetta er ótrúlega hrein og nærandi vara sem hægt er að nota á marga vegu. Það er hægt að nota þessa vöru eina og sér, á húðina, í hárið og blanda við aðrar vörur, því þetta er algjörlega hrein vara. Það heillar mig mjög mikið hvað þessi vara er hrein og tær. Síðan er algjör snilld hvað hægt er að nota hana í mikið. Það er magnað að koma við þessa vöru og bera hana á húðina en þetta bráðnar við húðina, eins og smjör (eins og nafnið gefur til kynna haha).

Ég ákvað að prófa mig áfram með þessa undra vöru og bjó til varaskrúbb. Það eru einungis tvö hráefni í þessum varaskrúbb, sykur og shea butter. Það er oftast notaður sykur í varaskrúbba en sykurinn skrúbbar í burtu dauðar húðfrumur og shea butter-ið nærir varirnar vel. vara er 100% vegan og náttúruleg. Það er nánast engin lykt af henni og held ég því að þessi vara sé æðisleg fyrir viðkvæma húð.

 

Fallegar og stílhreinar umbúðir sem þægilegt er að geyma

Það er hægt að nota gróft salt eða sykur í varaskrúbbinn en ég myndi samt fara varlega í að nota gróft salt. Sykurinn er frekar mildur og góður fyrir varirnar. Ég myndi samt alltaf fara varlega með allt svona heimatilbúið en sykur er oft notaður í varaskrúbba og er shea butter-ið alveg hreint.

HOW TO: Þetta er ofur einfalt en maður blanda shea butter-inu og sykrinum saman. Ég blandaði bara þangað til ég var ánægð með útkomuna. Ég vildi hafa skrúbbinn svolítið grófan, þannig ég setti mikið af sykri.

Það er einnig hægt að búa til líkamsskrúbb og fleira en þá er eflaust betra að nota sjávarsalt eða kaffikorg.

Síðan tekur maður bara smá í einu og skrúbbar varirnar. Tekur síðan skrúbbinn af með volgun þvottapoka. Ótrúlega djúsí og góður! Síðan eftir að maður er búin að skrúbba varirnar þá er gott að setja shea butter yfir varirnar til þess að næra þær ennþá meira eftir skrúbbinn. Varaskrúbbur er ótrúlega góður undirbúningur fyrir varaliti.

Ég hvet ykkur til þess að prófa og hugsa að þetta sé líka mjög sniðug gjöf handa einhverjum. Það er alltaf svo gaman að fá eitthvað sem er persónulega búið til handa manni!

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SKIPULAG FYRIR LITLAR ÍBÚÐIR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Helgi Ómars

    15. February 2019

    Þetta er ÆÐI!! En skemmtilegra að geta útfært skrúbb sjálf/ur!!