*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn
Ég var að eignast um daginn svo ótrúlega fallegan highlighter sem ég verð bara að deila með ykkur. Þetta er alveg nýr highlighter frá The Body Shop en hann er í vökva formi og ástetjarinn er dropateljari, sem mér finnst ótrúlega skemmtileg hönnun og auðveldar manni hann í notkun. Mér finnst nafnið líka ótrúlega skemmtileg því þetta er bókstaflega dropar af ljóma.
Það hægt að blanda dropunum við uppáhalds farðan sinn, nota þetta sem farðagrunn undir farða eða setja bara beint á húðina. Síðan er algjör snilld að nota þetta undir púður highlighter til þess að gera þá ennþá ýktari. Þessi formúla gefur ótrúlega fallegan ljóma og blandast vel við aðrar vörur.
HOW TO:
Ég set bara nokkra dropa á kinnbeinin og á þá staði sem ég vil draga fram því næst blanda ég öllu út með svampi. Ég mæli með að setja þetta áður en maður setur púður yfir andlitið vegna þess að púður og vökvi eiga ekki alltaf samleið og gæti allt farið í klessu.
Ljóminn er svo ótrúlega fallegur og “náttúrulegur”. Mér finnst þetta fullkomið á sumrin og húðin verður svo ótrúlega falleg þegar sólin skín á hana.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg