fbpx

Ljómandi fallegar varir

BourjoisÉg Mæli MeðLífið MittNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS15Varir

Á fallegum sumardegi setti ég upp nýtt gloss frá Bourjois á varirnar. Glossið fannst mér fullkomið í fallega umhverfinu sem einkennir garðinn minn og ég heillaðist alveg uppúr skónnum og hef gengið með það í töskunni síðan. Glossið er nefninlega ekki beint venjulegt gloss – það heldur í alla bestu eiginleika glossins en kemur samt á óvart.

glansandivarir2

Glossið er mjög létt og og það er rakamikið. Formúlan virðist vera allt öðruvísi við fyrstu sýn. Það er borið á með svampbursta og ég hélt það væri allt öðruvísi en það er alveg silkimjúkt og svo svakalega létt og þægilegt að vera með það á vörunum. Formúlan er þunn en samt ekki þannig að það sé eins og það sé ekki þarna til staðar heldur þannig að það er bara ekki að fara að leka til, það er ekki að fara að renna útfyrir útlínur varanna svo varablýantur er óþarfi.

glansandivarir5

Rouge Edition Aqua Lacque í litnum Rosé on the Rocks nr. 02 frá Bourjois

Liturinn sem ég valdi mér er fallegur bleikur litur með svona hint af nude litatón útí sem gerir litinn mjög áferðafallegan og hlýjan. Helstu kostirnir við formúluna eru þeir að hún er mjög jöfn og liturinn dreifist jafnt yfir varirnar. Glansinn er virkilega heilbrigður og fallegur, glossið er alls ekki klístrað og það er ekki þykkt en samt alveg þannig að það sjáist – hér er alveg búið að fullkomna mjög flotta formúlu. Formúlan er mjög rakamikil og áferð varanna verður fallegri með notkun á glossinum, þær verða þéttari og rakameiri.

glansandivarir

Hér er á ferðinni vara sem gefur vörunum heilbrigðan og fallegan ljóma sem færir fegurð yfir andlitið, gefur því hlýjan blæ og mjúka áferð. Glossið er auðvelt að nota án þess einu sinni að vera með spegil. Ég held að glossið væri líka mjög fallegt yfir aðra varaliti til að gefa meiri glans og fegurð.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Strandakrullur með saltspreyi!

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Ragnhildur Guðmannsdóttir

    3. July 2015

    Hvaða farða ertu með á húðinni á þessum myndum?

  2. Rakel

    8. July 2015

    Hvar fást Bourjois vörurnar?