fbpx

Annað dress: blóma kimono

FallegtFashionLífið MittNýtt í Fataskápnum

Ég er alveg sjúk í kimonoa þessa dagana ef þið hafið mögulega ekki tekið eftir því. Fataskápurinn er orðin ansi mettur af þessari tegund af flík en ég sé reyndar mikið notagildi í þeim sérstaklega á fallegum sumardegi og svo er snilld að henda einum yfir plain svartan kjól þegar ég fer út að vera menningarleg á tónleikum eða í leikhús.

Þessi fylgdi mér heim úr vikulegri heimsókn í Smáralindina á föstudaginn…

Þrátt fyrir mikinn vind á höfuðborgarsvæðinu í gær þá ákvað ég nú samt að klæða mig aðeins upp og reyna að njóta þess sem eftir er af sumrinu í nýja kimono-inum mínum.

blómakimono3 blómakimono2

Kimono: Vero Moda, hann er frá merkinu Only sem er eitt af undirmerkjum Vero Moda. Það er langt síðan ég hef keypt mér einhverja flík frá Only en á stuttum tíma hafa tvær flíkur bæst í fataskápinn minn frá merkinu. Þessi kimono og síður bolakjóll með marmaraprinti – hann kom mér skemmtilega á óvart en ég nældi mér í hann á enduropnun Vero Moda í Kringlunni. Kimono-inn heitir Rae og kostar 7990kr.

Bolur: Þennan fallega bol keypti ég líka á enduropnun Vero Moda – þið sjáið allt um hann HÉR. Ég á bæði svartan og hvítan og þeir eru mikið notaðir – held alveg örugglega að þeir séu uppseldir í Kringlunni en þeir voru til í Smáralind núna á föstudaginn þegar ég kíkti þar við til að kaupa kimonoinn.

Buxur: VILA – en ekki hvað! Nútt buxnasnið úr uppáhalds búðinni sem ég elska, þarf endilega að næla mér í fleiri liti af þessum elskum!

Skór: Nike Free, þið trúið því eflaust ekki en þessa fínu skó fékk ég gefins frá samstarfskonu minni sem keypti þá í USA. Henni fannst þeir svo óþægilegir (trúið þið því!) að hún gaf mér þá. Þessir eru alveg að redda mér í framkvæmdum – þægilegir skór eru möst í þannig stússi.

blómakimono

Á meðan pabbinn neyddist til að taka myndir af mömmunni fyrir utan Nauthól þar sem við höfðum nýlokið við að gæða okkur á dýrindis brunch hljóp sonurinn um alsæll og skemmti sér konunglega.

Vona innilega að þið séuð búnar að njóta helgarinnar ykkar og ég hlakka bara til alls sem er framundan núna eftir þessa helgi. Það er einhvern veginn eins og haustið fari af stað eftir Verslunarmannahelgi. Þannig er það alla vega hjá mér – mörg óendanlega spennandi verkefni framundan í vinnu, einkalífinu og svo er smá leyniverkefni í gangi sem tengist mínu elskulega Reykjavík  Makeup Journal – neibb það er sko ekki gleymt og langt frá því að vera hætt – bara að breytast smá :)

EH

Gullpenninn special edition

Skrifa Innlegg