fbpx

Gullpenninn special edition

Ég Mæli MeðHyljariMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumYSL

Gullpenninnn frá Yves Saint Laurent er án efa ein þekktasta förðunarvara í heimi og ég held að þær séu fáar konurnar sem vita ekki hvaða snyrtivara þetta er og við höfum flestar líklega prófað hann.

Gullpenninn var búinn til af förðunarfræðingnum Terry de Gunzburg árið 1992. Terry gegndi þá starfi Creative Director fyrir merkið sem hún gerði í samtals 20 ár. Penninn er fyrstur sinnar tegundar í heiminum og er enn í dag sú snyrtivara sem konur tengja við merkið. Einu sinni á ári kemur út sérstök útgáfa af pennanum – í útgáfu ársins í ár er penninn þakinn upphleytptu hlébarðamunstri og flottari en nokkru sinni áður!

gullpenni

Gullpenninn er fyrsti ljómahyljarinn sem ég kynntist og hann var á sínum tíma ein af fyrstu snyrtivörunum sem ég keypti mér sjálf. Hyljarinn nýtir ljósendurkaststækni til að vinna á móti þreytu í húðinni og til að eyða dökkum litum og gefa húðinni ómótstæðilega glóð. Penninn er á sinn hátt fyrsti highlighterinn og uppfrá komu hans var mun einfaldara að móta andlit fyrir allar konur. Gullpenninn heitir réttu nafni Touche Éclat og hann er nú líka fáanlegur í formi farða – það er s.s. til léttur farði sem nýtist við sömu hugsun og gullpenninn.

Gullpennann hef ég skrifað um áður og bendi ykkur því á þessa færslu til að afla ykkur upplýsinga um hvernig ætti að nota hann.

gullpenni2

„In 92’ I came up with this click pen, Touche Éclat and the term, ‘Éclat’ did not exist in vocabulary of the cosmetics industry, it was coverage, perfection, matte, sheer, iridescent, but not glow. I invented the word ‘glow’ in this industry. It sounds ridiculous but it’s true. I always believed even when I was a makeup artists that glow is much more interesting than perfection. My focus was to get the glow. Who wants to be perfect but completely flat.I prefer to pretend we have imperfection but with a natural face.“

– Terry de Gunzburg

Ég veit ekki með ykkur en það eru þessir hlutir sem heilla mig við förðunarvörur – litlu sögurnar á bakvið vörurnar. Þær ná að á einhvern hátt að tengja mig við förðunarvörurnar og búa til sterk bönd okkar á milli. Ég kýs mun frekar vöru sem ég heillast af vegna tækninnar, sögunnar og gæðanna heldur en t.d. sambærilega ódýrari vöru þar sem mér finnst söguna vanta.

Gullpenninn er nú fáanlegur í hátíðarlúkkinu á öllum sölustöðum Yves Saint Laurent á Íslandi og þetta er gripur sem á heima hjá öllum aðdándum pennans. Svo ætti maður ekki að henda þessum þó hann klárist heldur eiga hann sem minningu um einstaka förðunarvöru og svo eru umbúðirnar auðvitað annað atriði sem spilar inní það að varðveita hann.

EH

Gullpennann fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

#dolcesumar sigurmyndirnar!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1