fbpx

Gullpenninn

Ég Mæli MeðHúðHyljarimakeupMakeup ArtistSnyrtibuddan mín

Ég leyfi mér að fullyrða að margar ykkar vitið nákvæmlega hvaða vöru ég er að vísa í í heiti færslunnar.

Gullpenninn frá Yves Saint Laurent – eða Touche Éclat – fagnaði 20 ára afmæli sínu fyrir ári síðan og er því einungis 3 árum yngri en ég. En ólíkt mér þá hefur penninn lítið sem ekkert breyst á þessum rúmu 20 árum – formúlan er ennþá sú sama sem segir allt sem segja þarf því það er erfitt að breyta einhverju sem virkar og er fullkomið. Það má segja að í hverjum vöruflokki sé ein fullkomin vara og svo eru margar sem reyna að ná henni. Eins og það að besta sólarpúðrið er án vafa frá Guerlain þá er besti hyljara highlighterinn frá YSL. Ég hef prófað marga svona penna og sá sem mér finnst komast næst YSL pennanum er Lumi penninn frá L’Oreal.

Hyljarinn er með ljómandi áhrifum svo um leið og hann hylur þá lýsir hann líka upp svæði í andlitinu og gefur því ferskt yfirbragð. Á facechartinu hér fyrir ofan sjáið þið leiðbeiningar um hvernig þið getið notað pennann – dags daglega nota ég minn svona. Ég nota lit nr 2 – litur 1 er eiginlega alveg gegnsær svo hann er hægt að nota bara sem highlighter – nr 2 inniheldur meiri lit svo hann hylur líka.Ég er svo ánægð að það er ekki búið að taka Yves nafnið úr snyrtivörumerkinu – ég sakna þess mikið úr nafni fatalínunnar og stundum bara fatta ég ekki hvað í ósköpunum fólk talar um þegar það minnist á merkið Saint Laurent;) Ég verð eiginlega að eignast „ain’t saint laurent without yves“ bol sem fyrst.

Gullpenninn er snyrtivara sem ég vona að við getum enn átt kost að kaupa eftir 20 ár í viðbót og helst með nákvæmlega sömu 20 ára formúlunni sem við getum keypt í dag. Að mínu mati hentar hún öllum húðtýpum og öllum aldri!

EH

Helgin Mín

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. áslaug

  2. June 2013

  búin að prufa pennan frá esté lauder. Hann er mikið betri higlighter að mínu mati, ekki eins þykkur

 2. Anon

  2. June 2013

  Finnst Sensai bestur

 3. Hildur Ingadóttir

  4. June 2013

  ohh… ég elska þennan penna.
  Hann hefur bjargað mér í gegnum árin.
  Ég vann hér áður sem flugfreyja og gat ekki farið í flug öðru vísi en að vera með pennann í veskinu.

 4. Harpa

  5. June 2013

  Virkar hann líka á bauga?