fbpx

Topp 10 listinn fyrir Tax Free

Á ÓskalistanumÉg Mæli MeðLífið MittSnyrtibuddan mín

Jæja það eru enn á ný Tax Free dagar í Hagkaupum. Nú er tækifæri til að fylla á snyrtibuddurnar og mögulega kaupa nýju vöruna sem þig er búið að langa í í dáldinn tíma. Ég veit ekki með ykkur en ég á auðvelt með að falla fyrir nýjum vörum á Tax Free því það er erfitt að neita sér um smá glaðning þegar verðið er extra gott. Ég ætla einmitt að næla mér í tvær vörur núna um helgina sem mig er búið að langa í lengi – segi ykkur betur frá þeim seinna.

En ég ákvað að taka saman þær vörur sem mig langar endilega að hvetja ykkur til að skoða betur…

taxfreefeb15

1. Photo Finish Primer Water frá Smashbox – þennan æðislega létta primer hef ég notað nánast uppá hvern dag síðan ég fékk hann. Ég nota hann ekkert endilega bara sem primer líka bara yfir daginn til að fríska aðeins uppá andlitið og vitin. Hann ilmar dásamlega og fær mín allra bestu meðmæli.

2. Illuminating Moisture Balm frá Bobbi Brown – ef þið eruð í leit að rakamikilli vöru sem færir húðinni frískandi ljóma þá er þessi fyrir ykkur. Dásamlegt rakakrem sem dregur fram innri ljóma húðarinnar og gefur henni auk þess enn meiri ljóma. Grunnförðunarvörudrottningin Bobbi Brown hefur gert æðislega grunnvöru enn á ný!

3. Green Tea Honey Drops Body Balm frá Elizabeth Arden – mitt all time uppáhalds líkamskrem. Ekkert sem ég hef prófað hefur látið mér og húðinni minni líða jafn vel. Frábær og einstök næring með hunangi og grænu tei. Þetta er önnur af tveimur vörunum sem ég ætla að fá mér á Tax Free. Það er alltof langt síðan ég hef átt svona svo mig langar aðeins að gleðja sjálfa mig.

4. Diorskin Nude Air Sérum de Teint frá Dior – glænýji farðinn sem ég skrifaði um í gær. Farði sem er bæði förðunarvara og húðvara í senn. Farðinn er dásamlegur hann er fisléttur og gefur húðinni fallega og létta áferð en mjög góða og flotta þekju.

5. Baby Glow úr vorlínu Guerlain – ég elska allt sem ljómar og þessi vara heillar mig alveg uppúr skónnum. Mig er búið að langa í hana síðan ég las um hana fyrst og ég bara verð ég verð ég verð að eignast þetta krem. Ég veit ég er ólétt og er með einhvern svoleiðis ljóma sem ég túlka meira sem svita því ég er orðin frekar þung á mér svo ég vil svona ekta ljóma og því er þetta krem á mínum Tax Free innkaupalista.

6. Diorshow Kohl úr vorlínu Dior – þessir augnskuggablýantar heilluðu mig við fyrstu sýn. Þeir eru flauelsmjúkir og gefa þéttan og flottan lit. Merkið notaði vorlínuna sem tækifæri til að kynna þessa föstu nýjung hjá merkinu en reyndar er í vorlúkkinu litur sem er one shot annars fara hinir í fast úrval. Ég valdi mér bláan og brúnan og hlakka til að sýna ykkur förðun með vörunum eftir helgi.

7. 5 Couleurs augnskuggapalletta í litnum House of Greens – hér sjáið þið eina af tveimur augnskuggapallettunum úr vorlínunni frá Dior. Litirnir finnst mér dásamlegir og þó grænn sé litur sem margar forðist þá eru þessir með mjúkri áferð og svo fallegum litum til að blanda með. Þessir litir heilla mig uppúr skónnum sem á svo sem við alla vorlínuna frá Dior.

8. 007 Femme – ég hef lengi mælt með herrailmunum frá 007 og mér þykja það einu bestu herrailmirnir á markaðnum því þeir höfða til svo breiðs hóps karlmanna. Ilmirnir eru líka á mjög góðu verði. Ég var því virkilega kát þegar ég fékk að heyra leyndarmál á síðasta ári sem var að dömuilmur væri væntanlegur. Þessi er í stöðugri notkun hjá mér og ég hef varla lagt hann frá mér síðan ég fékk sýnishornið. Ilmurinn var að koma í verslanir og ég segi ykkur nánar frá honum innan skamms.

9. Grandiose maskarinn frá Lancome – ég varð samstundis hrifin af þessum maskara þegar ég fékk hann á síðasta ári. Maskarinn endist svo vel – ég er enn á mínum fyrsta og samt nota ég hann mikið og þetta er maskarinn sem ég gríp venjulega fyrst í. Ég gef honum mín bestu meðmæli – hann smitar hvorki né hrynur yfir daginn og er einn af þessum möskurum sem verður legendary eftir smátíma.

10. Aquasource Nutrition frá Biotherm – eitt af tveimur nýjum kremum frá Biotherm og þetta krem inniheldur næringarríkar og græðandi olíur. Kremið er þétt í sér og gefur húðinni mikla næringu og þægilega tilfinningu. Fullkomið krem fyrir okkur með þurru viðkvæmu húðina og þar sem kremið er án alls svona auka þá hef ég meirað segja heyr af konum sem hafa verið að nota þetta á kuldaexem hjá börnunum sínum. Ég ætla alla vega eð leyfa Tinna Snæ að prófa þetta næst þegar hann verður slæmur.

Þar hafið þið það – þetta eru vörurnar 10 sem mér finnst ómissandi að benda ykkur á fyrir Tax Free og ég hvet ykkur til að nýta ykkur afsláttinn sem er út 16. febrúar svo það eru enn nokkrir dagar til stefnu.

EH

Þessar fá að gleðja með Armani

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Linda María

  14. February 2015

  Hvort mælir þú með Fine liner brush eða Silicone liner brush frá Real Techniques til að nota í gel eyeliner? :)

 2. Eva

  14. February 2015

  Hæ, veistu hvort að Hagkaup selji svona varaskrúbb frá einhverju merki eða eitthvað til þess að bera á mjög þurrar varir :)?

 3. Gulla

  16. February 2015

  Hæ.
  Ekki vill svo vel til að þú getir sagt mèr hvar ég fæ naglabandakremið frá dior?

 4. Auður

  24. February 2015

  Ég mæli með því að prófa meikið í búðinni og vera með það í svolítinn tíma á sér. Mig fór að klæja allsvakalega og fékk þurrkublett eftir þetta “tækniundur” og var mikið fegin að hafa prófað þetta vel og vandlega áður. Hef aldrei fundið fyrir svona viðbrögðum við neinu meiki og hef átt talsvert mörg.

  • Reykjavík Fashion Journal

   24. February 2015

   Það er leitt að heyra, getur verið að þú hafir fengið ofnæmisviðbrögð fórstu yfir innihaldslýsinguna kannski? Það þarf ekkert að vera að þó svo að þú hafir aldrei fengið svona viðbrögð við öðrum farða að þetta hafi ekki verið ofnæmi, ég hef sjálf þróað með mér ofnæmi við vörum sem ég gat annars notað áður með besta móti og einmitt fengið þurrk í húðina eftir notkun – get ekki lengur notað eitt af mínum uppáhalds CC kremum, húðin sagði einn daginn bara nei… ofboðslega leiðinlegt og fyrsta og eina CC kremið sem hefur valdið svona einkennum hjá mér. Svona getur húðin verið óútreiknanleg – en þó ég hafi þróað með mér ofnæmi við því þá þýðir það ekki að það gildi um alla. Ég nota þennan farða nánast á hverjum degi og ég dýrka hann í botn og finn ekki fyrir neinu :)

   mínar bestu!
   EH