MÆLI MEÐ Á TAX FREE

BURSTARHÁRNaglalakkSNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er ekki kostuð 
Það er Tax Free í verslunum Hagkaupa og mig langaði að deila með ykkur nokkrum vörum sem ég mæli með.

1. FLOWER FUSHION SHEET MASK – ORIGINS

Ég fékk að prófa þessa maska um daginn og get 100% mælt með þeim. Þetta eru nýju “sheet” maskarnir frá Origins og eru ótrúlega rakagefandi. Það eru til nokkrar týpur og hægt að finna einhvern sem hentar sér.

 

2. MONSIEUR BIG – LANCOME

Ég er búin að vera nota þennan maskara frá LANCOME í rúman mánuð núna og hann er æðislegur. Hann þykkir augnhárin ótrúlega vel og endist lengi á augnhárunum.

 

3. SAHARIENNES BRONZING STONE – YSL

Ótrúlega fallegt sólarpúður úr nýju sumarlínunni frá YSL. Þetta sólarpúður gefur ótrúlega fallega hlýju og fullkomið fyrir sumarið.

 

4. SCULPTING SET – REAL TECHNIQUES

LOKSINS er þetta sett komið til Íslands en þetta er eitt af mínum uppáhalds settum frá RT. Þetta sett er æðislegt til þess að skyggja húðina og gefa húðinni fallegan ljóma. Síðan fylgir ótrúlega fallegt hvítt box með flestum af nýjustu settunum frá RT. Ég skrifaði einmitt færslu um nýjungarnar hér ef þið viljið skoða það nánar.

5. BRONZING GEL – SENSAI

Ég keypti mér þetta bronzing gel frá SENSAI um daginn og sé sko ekki eftir því! Ég var búin að sjá ótrúlega marga mæla með þessu og varð bara að prófa. Þetta er létt krem sem gefur fallegan ljóma og gefur húðinni smá lit, fullkomið í sumar ef maður vill ekki nota farða.

 

6. SUMMER COLLECTION – ESSIE

Mér finnst alltaf gaman að skoða ný naglalökk og sérstaklega nýju sumarlínurnar. Þetta er sumarlínan frá Essie og er ótrúlega sæt.

 

7. PERFECT WORLD – ORIGINS

 

Þetta krem frá Origins er ég búin að nota í allt sumar og er algjört “must” fyrir mig sem flugfreyju. Þetta krem inniheldur hvítt te, verndar húðina frá rauðum geislum og er með 40 í sólarvörn. Þetta er því æðislegt krem fyrir sumar og ferðalagið. Síðan er æðisleg lykt af þessu!

8. COLOR RISTA – L’ORÉAL

Ég hef reyndar ekki prófað þessa vöru en hef heyrt ótrúlega góða hluti og ætla ég sjálf að kaupa þessa vöru á Tax Free. Þetta er Color Rista frá L’oréal og er litasprey fyrir hárið. Mig langar ótrúlega mikið að spreyja endana á hárinu bleika í sumar. Þetta er algjör snilld fyrir sumarið og skemmtileg tilbreyting!

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

 

10 UPPÁHALDS SNYRTIVÖRUR Í AUGNABLIKINU:

LISTIUPPÁHALDSWANT

readyy11//1. Highlight & Contour Pro Palette frá NYX fæst í Hagkaup. 2. YSL Fusion Ink Cushion Foundation fæst í Hagkaup. 3. Naked Smokey Eyeshadow Palette fæst í Hagkaup. 4. Strobe of Genius Illuminating Palette frá NYX fæst í Hagkaup. 5. Laura Mercier Translucent Loose Setting Powder fæst í Sephora & inn á Sephora.com. 6. Ofra Beverly Hills Highlighter fæst í Fotia & inn á Fotia.is. 7. Exposed frá Kylie Cosmetics fæst inn á Kyliecosmetics.com. 8. Misha augnhár frá KoKo Lashes fást í Fotia & inn á Fotia.is. 9. Mario Badescu Facial Spray fæst í Fotia & inn á Fotia.is. 10. Nars concealer fæst í Sephora & inn á Sephora.com.

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
trendnet

10 HLUTIR Á ÓSKALISTANUM FRÁ URBAN DECAY:

UPPÁHALDSWANT

Nú fer Urban Decay að opna á Íslandi en laugardaginn næsta þann 5.nóvember opnar Urban Decay í Hagkaup í Smáralind. Í tilefni þess ákvað ég að henda í smá wishlist frá Urban Decay.

Öllum er boðið að mæta á opnun Urban Decay sem verður næsta laugardag en búðin opnar kl.10 & fyrstu 120 sem versla fá glaðning frá Urban Decay.

// Sjáumst á laugardaginn!

ready

// 1. Naked2 Eyeshadow Palette. 2. Naked3 Eyeshadow Palette. 3. Naked Ultimate Basics Eyeshadow Palette. 4. Naked Illuminated Trio Shimmering Powder For Face And Body. 5. All Night Long Lasting Makeup Setting Spray. 6. UD Pro Large Tapered Powder Brush. 7. Naked Skin Weightless Complete Coverage Concealer. 8. Naked Skin Color Correcting Fluid. 9. UD Pro Diffusing Highlighter Brush. 10. De-Slick Oil-Control Makeup Setting Spray.

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
trendnet

Topp 10 á Tax Free

Ég Mæli MeðMakeup Artist

Vörurnar sem ég mæli með hér hef ég annað hvort fengið sem gjöf eða keypt sjálf. Allt sem ég skrifa er komið frá sjálfri mér og skrifað af hreinskilni og einlægni. 

Veiveivei!! Það er komið Tax Free í Hagkaup sem er frá deginum í dag og út mánudag. Ef ykkur vantar hugmyndir að nýjum snyrtivörum til að fegra snyrtibudduna ykkar með þá eru hér 10 frá mér…taxfreefeb16

1. Turnaround Overnight Revitalizing Moisturizer frá Clinique: Uppáhalds næturkremið mitt, kremð gefur húðinni minni svo mikla næringu og svo mikil þægindi að ég hef sjaldan vitað annað eins. Ég dýrka þetta krem svo mikið að ég nota það oft á morgnanna og passa þá í staðin að nota bara farða sem er með góðri sólarvörn. Næturkrem innihalda nefninlega ekki sólarvörn þar sem það er nú ólíklegt að við séum mikið í sól á nóttunni – í staðin eru þau ríkari af næringu og efnum sem gerir það að verkum að þau næra ennþá betur. Mitt næturkrem og ég gef því mín allra bestu meðmæli fyrir ykkur sem eruð með normal/þurra/blandaða húð – er ekki viss um að þær ykkar sem eruð með feita húð mynduð þola það.

2. Diorshow Nude Air Illuminating Powder í litnum Glowing Pink frá Dior: Ó þetta púður!! Það er úr vorlínunni frá Dior og er einn af tveimur litum sem er fáanlegur, hinn er meira útí gyllt en þessi er meira útí bleikt sem mér finnst fara mínu litarhafti betur. Þetta púður er ekki bara gordjöss heldur kemur svo fallegur og heilbrigður ljómi af því. Ég elska þetta því ljóminn er svo léttur, það kemur ekki of mikið – ég á alveg þannig highlightera – stundum vill maður bara léttan ljóma og ég fæ hann með þessu púðri en svo er ekkert mál að byggja það upp.

3. True Match Fondation frá L’Oreal: Besti fljótandi farði sem ég hef prófað – ég veit ekki hvað ég get sagt meir, hann er dásamlegur í alla staði og ég dái hann og dýrka, besti farði sem ég hef prófað. Ég finn mikinn mun á þessum nýja farða, ég var ekki nógu hrifin af þeim gamla en þessi gerir bara eitthvað fyrir mína húð sem mér finnst ómóstæðilegt, það er eitthvað við pigmentin í farðanum þau eru bara ennþá glæsilegri en áður!

4. Eye Opening Mascara frá Bobbi Brown: Jæja ókei, ég gef mér það að ég er nýbúin að prófa þennan maskara- svo nýbúin að það var bara í gær. En það var bara þannig að ég féll fyrir honum við fyrsta test. Stundum er það þannig með vörur og stundum þarf maður að prófa aftur og aftur til að átta sig á því hvort maður fýli eða ekki. Þessi maskari er með stórum og djúsí bursta, mikilli þykkingarformúlu og augnhárin verða tryllngslega flott! Augnhárin haldast líka eins allan daginn, þau eru kolsvört, maskarinn molnar hvorki né smitast og er bara virkilega góður. Maður fær fullt af formúlu og auðvel að byggja upp augnhárin án þess að klessa maskarann. Bobbi Brown vörurnar fást eingöngu í Hagkaup Smáralind.

5. Wonder Mud maski frá Biotherm: Ég get alla vega sagt það að ég fékk þónokkuð margar mæður í heimsókn til mín í vikunni, við vorum með svona mömmu bjútíklúbb og þær prófuðu allar þennan maska og voru allar svo hrifnar. Ég fékk það þá staðfest að hann er æðislegur alveg eins og mér finnst. Græni maskinn gefur húðinni orkuríkt næringarbúst og góða hreinsun, hann hentar öllum húðgerðum og hann er svo grænn á húðinni – ég dýrka það! Ef þið eruð með mig á snappinu þá kannist þið við þennan.

6. Baby Lips Balm & Blush frá Maybelline: Nú geta Baby Lips aðdáendur tekið gleði sýna á næsta stig! Nú er komin ný týpa af Baby Lips en það eru varasalvar með kúptri áferð sem eru með enn sterkari lit en varasalvarnir upprunalegu og nú er hugmyndin að það sé hægt að nota þá á kinnarnar. Ég hef sjálf notað hina mikið í kinnar því ég elska ljómann sem húðin mín fær frá þeim. En þessir eru bara snilld – hér sjáið þið litinn sem ég er búin að nota mest en það eru samtals 5 mismunandi litir. Það verður gaman að sjá hvernig verður tekið á móti þessum nýju litum.

7. Brow Set frá Real Techniques: Nú er þetta glæsilega augabrúnasett mætt í verslanir og nú er tíminn til að að næla sér í það á enn betra verði. Hér er sett sem er með þremur burstum og tveimur plokkurum sem móta, ramma inn, þétta og þykkja augabrúnirnar. Ég er búin að vera að prófa mig áfram með settið í þó nokkurn tíma og er virkilega hrifin og svo hrifin að ég ætla að gleðja þónokkuð marga lesendur með settinu í gegnum Facebook síðuna mína núna um helgina.

8. Baume-to-Oil frá Biotherm: Þessi farðahreinsir er náttúrulega bara æðislegur, ég hef skrifað um hann áður en hér er eins konar smyrsli sem bærðir förðunarvörur – venjulegar og vatnsheldar. Hann verður að olíu þegar hann kemst í snertingu við húðina og nær að leysa upp allar förðunarvörur og óhreinindi og húðin verður silkimjúk á eftir.

9. Diorshow Brow Styler frá Dior: Mín go to augabrúnavara það sem af er þessu ári. Ég fékk allt í einu svona blýantaþráhyggju fyrir augabrúnirnar mínar. Ég fýla þennan lit því hann er mjúkur, er með flottri áferð, dreifist jafnt og byggir augabrúnirnar fallega upp. Hér er greiða á einum enda til að greiða hár og dreifa litnum og svo auðvitað liturinn sjálfur sem er í formi skrúfblýants. Liturinn endist allan daginn, dofnar ekkert og augabrúnirnar verða virkilega falelgar.

10. Private ilmur frá Naomi Campbell: Sá besti frá Naomi Campbell, þessi kom núna fyrir jól og seldist upp. Það ætti ekki að koma á óvart en hér er á ferðinni virkilega elegant og fallegur, nútímalegur ilmur sem ber keim af elegans og þroska. Pera, ferskjur, rós, appelsínublóm, vanilla, Tonka baun – bara brot af tónunum sem eru í ilminum, sem er á mjög góðu verði eins og aðrir svona stjörnuilmir.

Þetta er minn topp 10 listi fyrir Tax Free, allt vörur sem leika stórt hlutverk í minni snyrtubuddu, þó maskarinn sé glænýr þá var hann ást við fyrstu sýn. Á Tax Free er líka tilvalið að kynnast nýjum merkjum en Bliss er nú mætt í verslanir Hagkaup og þar er að finna ýmsar gersemar sem ég er nú að prófa – líst sérstaklega vel á Lip Treatment settið!

Góða skemmtun á Tax Free!

Erna Hrund

Fylgið mér endilega á Snapchat – ernahrundrfj og Instagram @ernahrund

Í vikunni…

Jól 2015JólagjafahugmyndirLífið MittMakeup ArtistReykjavík Makeup JournalTinni & Tumi

Kemur glæsilegt & glænýtt tölublað af Reykjavík Makeup Journal innum lúguna á öllum heimilum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Fyrir ykkur sem búa annars staðar þá verður blaðið að sjálfsögðu aðgengilegt á netinu og ætti að vera hægt að fá það sent frá Hagkaup á meðan upplag leyfir.

Ég get ekki sagt ykkur hvað ég er glöð með að vera búin með þetta tölublað, þetta var mjög krefjandi og allt öðruvísi en þau síðustu þar sem ég vann blaðið alveg sjálf með aðstoð frá yndislegum grafískum hönnuðum sem luma á lausnum við öllu, snilldar yfirmanni sem þykir ég stundum tala alltof mikið og stórskemmtilegum ljósmyndara sem fær mig stundum til að engjast um af hlátri. Blaðið er ekki bara mitt í þetta sinn heldur er það líka jólagjafahandbók Hagkaupa og ég held ég geti með sanni sagt að í ár eru jólagjafavörurnar þær flottustu sem ég man eftir.

En verkefnið var virkilega krefjandi og þá sérstaklega þegar maður er með einn nokkurra vikna í fanginu. Ég er nefninlega ólíkt því sem margir aðrir halda, ekki í fæðingarorlofi. Við tókum þá ákvörðun að ég myndi taka mér 4 vikur í orlof og snúa svo aftur á vinnumarkaðinn en ég vinn sjálfstætt og því erfitt að detta út úr þeim heimi í langan tíma. Svo um leið og þessar 4 vikur voru liðnar hófst ég við að skrifa blaðið.

Í blaðinu munið þið finna hátíðarfarðanir og í þetta sinn ákvað ég að farða sjálf eins og þið sjáið hér fyrir neðan. Blaðið snýst þó mest um ilmvötn enda finnst mér þessi árstími tilvalinn til að finna sér nýjan ilm og uppgötva eitthvað skemmtilegt tengt honum því það koma svo margar svona auka vörur með ilmvötnum á þessum árstíma. Ég valdi því 10 merki bjóða uppá ilmvötn sem eru með flotta sögu sem ég heillast af, hannaði útlit í kringum hvert merki sem við tókum svo myndir af inní stúdíói og ég er svakalega ánægð með útkomuna!

En ég plataði hina gullfallegu Jóhönnu til að sitja fyrir í blaðinu og hér sjáið þið móður að störfum…

RMJbakvið

Ég held að þetta sé einhver allra skemmtilegasta mynd sem ég hef séð sem hann Binni ljósmyndari náði inní stúdíói. Glöggir sjá að barnið er bert en hann var hér búinn að kúka yfir sig allan í annað sinn og ég búin að senda mömmu heim að ná í ný föt. Svo hélt mamman að sjálfsögðu áfram að laga einhver smáatriði sem þurftu að vera fullkominn enda haldin þannig áráttu sérstalega tengd eyeliner…! En þessi dagur hefði sko aldrei gengið upp nema ef ég ætti dásamlegt barn sem er svo ljúft og gott og mömmu sem stökk til þegar smá var eftir til að kúra með Tumaling í fanginu svo mamman gæti rúllað deginum upp.

Svona hlutir ganga sko ekki upp nema með aðstoð góðs fólks og ég vona að þið munið taka blaðinu opnum örmum þegar það kemur – þið sem eruð með „engan fjölpóst“ límmiða rífið hann af svo þið missið nú ekki af blaðinu ;)

Ég get ekki sagt það nógu oft en ef ykkur langar að gera eitthvað – gerið það þá! Fyrir tveimur árum síðan kom út hátíðarblað Reykjavík Makeup Journal á netinu, aldrei hefði mér þá órað fyrir að tveimur árum seinna myndi blaðið koma út á prenti, hvað þá í mörgum tugum þúsundum eintaka og hvað þá að því yrði dreift FRÍTT inná öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. En með viljann að verki, óbilandi trú á sjálfri mér og mjög góðri og dýrmætri hjálp og frábæru fólki þá gengur þetta upp!

Draumar eru gerðir til að rætast****

Erna Hrund

Topp 10 á Tax Free

Ég Mæli MeðLífið MittmakeupNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég ýmist keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Jæja dömur og herrar! Þá er komið að Tax Free dögum í Hagkaup sem standa í þetta sinn til 16. nóvember. Glæsilegir jólakassar fylla Hagkaupsverslanirnar svo það er um að gera að tryggja sér flottustu kassana og byrja bara á jólagjafainnkaupunum á enn betra verði.

Ég setti að sjálfsögðu saman minn klassíska Topp 10 lista sem er á aðeins breiðari fleti núna þar sem já það eru voða mikið af stórum vörum á listanum :)

taxfreenóv15

 

p.s. endilega smellið á myndina til að sjá hana og vörurnar stærri :)

1. Double Exposure pallettan frá Smashbox – Nýja stóra Exposure pallettan er sjúk! Ég er bara búin að stara á hana núna alltof lengi af hrifningu en skuggarnir eru gordjöss. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi augnskugganna frá Smashbox og mér finnst þeir með þeim betri hér á landi. Hér eru 12 augnskuggar sem má síðan alla nota blauta en þannig breytist áferðin og þéttingin í litunum svo í raun eru þetta 24 augnskuggar. Fullkomin jólagjöf fyrir einhverja heppna dömu!

2. Kiss & Love pallettan frá YSL – Hátíðin frá YSL er mætt í verslanir og ég ætla einmitt að sýna ykkur aðeins meira með þessari núna á næstu dögum. Hér er virkilega falleg palletta – umbúðirnar eru sjúkar og minna á minnisbók – sem inniheldur augnskugga, kinnalit og varaliti. Litirnir finnast mér virkilega fallegir og áferðin er mjúk og flott og þetta er alveg svona klassísk hátíðarpalletta.

3. Auda(city) París pallettan frá Lancome – Ég var að fá þessa fallegu augnskuggapallettu sem Lisa Eldridge hannaði fyrir Lancome. Litirnir eru sérstaklega innblásnir af París og stemmingunni og litunum sem einkennir þessa fallegu frönsku borg. Það er gríðarlegt úrval af litum og alls kyns áferðum í pallettunni og ég hlakka til að prófa mig áfram með hana.

4. Bold Metals hátíðarsett – Settið inniheldur tvo af mínum uppáhalds Bold Metals burstum, Tapered Blush Brush er sá allra besti ég lýsi honum sem Setting Brush Bold Metals línunnar. Svo er líka Oval Shadow sem mér finnst bestur af þessum silfruðu því með honum ber ég skugga yfir allt augnlokið, skyggi eða blanda um augun. Svo er nýr Angled Powder stór púðurbursti sem er skáskorinn sem er bara í þessu setti sem er bara í takmörkuðu upplagi. Það er um að gera að missa sko ekki af þessu :)

5. Face Mist frá Bobbi Brown – Þið sem þekkið mig vitið að ég er algjör sökker fyrir Face Mist og þetta frá Bobbi var ég að fá núna. Ilmurinn er dásamlegur og er svo frískandi fyrir vitin og bara andlegu hliðina, úðinn sjálfur frískar svo uppá húðina og gefur henni fallega áferð.

6. True Match frá L’Oreal – Minn go to farði í dag, elska áferðina, elska endinguna og elska bara að nota hann. Nýja formúlan er bara alveg dásamleg, sú gamla var ekkert í miklu uppáhaldi þannig lagað en þessi er á toppnum.

7. Hátíðarlökkin frá Dior – Ég rak augun í það í Smáralindinni í dag að hátíðarlínan frá Dior er komin í búðir! Mér finnst að sjálfsögðu allt í lúkkinu ómissandi – en ekki hvað! Naglalökkin eru alveg sjúklega flott og ég hlakka mikið til að prófa þau. Ef maður ætlar að kaupa sér eitthvað smá úr hátíðarlínunni þá ætti naglalakkið að vera þar efst á lista. Litirnir eru ofboðslega hátíðlegir og fallegir.

8. Les Sourcils Definis frá Lancome – Einhverjir þægilegustu augabrúnablýantar sem ég hef prófað. Þetta eru örfínir skrúfblýantar sem eru svo góðir og einfaldir í notkun að maður bara teiknar augabrúnina án þess að það sjáist að hún sé teiknuð. Ég er mikið búin að nota þennan uppá síðkastið en hann kom í helling af litum og er alveg sjúklega góður!

9. Volume Million Lashes Feline frá L’Oreal – Elska þennan nýja og glæsilega maskara með sveigðri gúmmígreiðu, kolsvartri formúlu sem inniheldur líka argan olíu. Augnhárin verða hriklega flott með þessum og hann er algjört must try!

10. Master Brow Palette frá Maybelline – Ég er að dýrka þessa pallettu svona þegar ég vil fá góða mótun á augabrúnirnar en ekki of skarpan og mikinn lit, ekki það að það sé ekki hægt ég næ bara að stjórna því betur með pallettunni frekar en svona lituðu þéttu geli. Í pallettunni er létt litað gel, mattur púðurskuggi og svo highlighter sem er líka æðislegur á restina af andlitinu. Pensillinn sem fylgir er líka svaka góður en hann er tvöfaldur og bara vel hægt að nota hann.

Svo svona aukalega og svona nýtt en bara því það eru að koma jól þá leyfði ég þessari dásemd að fylgja með á listanum…

Fyrir hann, Sauvage frá Dior – Þessi dásamlegi ilmur er sá sem kallinn minn notar og algjörlega minn uppáhalds í herradeildinni um þessar mundir. Ég elska ilminn hann er fágaður og elegant en mjög karlmannlegur. Flaskan er alveg svakaleg flott og virðuleg og það skemmir ekki fyrir að Johnny nokkur Depp er andlit ilmsins. Svo er líka til deodorant með sama ilm og saman er þetta mjög vegleg jólagjöf.

Góða skemmtun á Tax Free!

Erna Hrund

Japanskur glæsileiki

Ég Mæli MeðFallegtIlmirLífið Mitt

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Stundum hleypur tíminn alltof hratt frá mér og allt í einu átt ég mig á því þegar mér berast glæsileg tilboð á dásamlegum vörum til eyrna að ég sé ekki ennþá búin að dásama þær við ykkur á blogginu mínu. Það er á stundum sem þessum sem ég átta mig á því að annríki í vinnunni já og þessi dásamlega brjóstaþoka eru alveg að ganga frá hausnum á mér.

Japanska snyrtivörumerkið Shiseido er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hreinlega elska bæði húð og líkamsvörurnar frá merkinu. Nýlega kom á markaðinn nýr ilmur frá þessu fallega merki, ilmur sem mér fannst loksins henta mér og nú get ég loksins sagt að ég hef fundið ilminn frá Shiseido sem ég elska! Þegar ég fæ sýnishorn af nýjum ilmum legg ég sama próf fyrir þá alla, ég prófa þá sjálf og mín fyrstu viðbrögð segja mér sjálfri mjög mikið. Stundum finn ég ilmi sem ég heillast samstundis af, ilmi sem vekja hjá mér hrifningu og gefa mér gæsahúð. Svo prófa ég fólkið í kringum mig, þegar ég fæ spurningar um hvaða ilmvatn ég sé að nota og þegar fólk gengur jafnvel svo langt eins og að labba uppað mér og þefa af mér já og þegar það gerist trekk í trekk og ég er hætt að geta talið hversu oft það gerist þá fær sá ilmur fullt hús stiga hjá mér.

Ever Bloom frá Shiseido er ilmur sem hefur fengið fullt hús stiga í þessum svakalega óhefðbundnu prófunum mínum. Mér finnst þó mjög gaman að pæla í því að bæði þessi ilmur og sá síðasti sem fékk fullt hús stiga í sömu prófum deila ilmtóni en það er ilmur búlgörsku rósarinnar.

everbloom

Toppnótur:
Lotus, Jasmín og búlgörsk rós

Hjarta:
Appelsínublóm og Gardenía

Grunnur:
Hinoki viður og Musk

Ever Bloom er hönnun ilmvatnsgerðarmannsins Aurélien Guichard. Hann vildi hanna náttúrulegan, frískandi blómailm sem myndi sveipa konuna sem klæðist honum dulúð. Þegar hann hófst handa við að hanna ilminn sankaði hann að sér upplýsingum um Shiseido. Hann ákvað að ilmurinn yrði arfleifð snyrtivörumerkisins og í honum myndi austrið mæta vestrinu í nútímalegum og veraldarlegum ilmi.

everbloom2

En það sem kveikti á minninu hjá mér og varð til þess að ég sá þegar ég fór að leita að færslu um þennan ilm á síðunni minni – því ég var viss um að ég hafði skrifað hana – var það að það er 20% afsláttur af öllum Shiseido vörum í Hagkaup út miðvikudaginn. Mig langaði sumsé að deila þessari færslu aftur inná Facebook síðunni minni en neibb, hún var ekki til mér til smá skelfingar. Svo ég dreif mig til og skrifaði hana – hviss bamm búmm!

Hér er á ferðinni einn af mínum uppáhalds ilmum, einn af þessum ilmum sem ég gríp á morgnanna og úða yfir mig, sá ilmur sem ég nota í sturtunni til að gefa húðinni frísklegan ilm, sá ilmur sem ég nota í bodylotioni til að gefa húðinni fallega áferð og góða næringu og ilmurinn sem ég úða í hárburstann minn áður en ég greiði honum í gegnum hárið til að gefa því frísklegan blæ!

Ever Bloom er glæsilegur ilmur sem sómar sér vel sem einn af ilmum þessa glæsilega japanska fegurðamerkis – tékkið á honum, sérstaklega á þessum afslætti ;)

Erna Hrund

Topp 10 fyrir Tax Free!

Ég Mæli MeðFallegtFW15Lífið MittSnyrtibuddan mínSnyrtivörur

Það er komið Tax Free!! Skellið ykkur nú inní uppáhalds snyrtivörverslanirnar mínar – Hagkaup – og nælið ykkur í dásamlegar snyrtivörur. Tilvalið tækifæri til að fylla á ykkar uppáhalds vörur eða til að kynnast nýjum æðislegum vörum.

Hér eins og alltaf er Topp 10 listinn minn fyrir ykkur :)taxfreesept1521. Lancome Mes Incontournables de Parisienne Multipalette – Þessi töfrandi fallega palletta kom í mjög litlu upplagi svo hún mun klárast alveg svakalega hratt svo ef ykkur líst á hana hlaupið útí búð! Pallettan er partur af haustinu frá Lancome sem franska fegurðardísin Caroline de Maigret hannaði. Litirnir eru æðislegir og endurspegla sannarlega franska fegurð. Pallettan inniheldur næstum allt sem þarf eins og augnskugga, púður, kinnalit og augabrúnavörur ásamt frábærum förðunarbursta. Myndin ber ekki fegurð pallettunnar með sér – sjón er sögu ríkari!

2. Total Lip Treatment frá Sensai – Þessi fallega silkiríka vara er komin í mikið uppáhald hjá mér. Kremið nærir varirnar svakalega vel og gefur mikinn raka en svo vinnur það líka í húðinni í kringum varirnar svo hún verður áferðafallegri og línurnar í kringum þær hverfa smám sama. Mér finnst varirnar verða miklu fyllri og fallegri með þessu fallega kremi og allt öðruvísi heldur en þegar ég nota varasalva. Frábært krem til að vera með í töskunni yfir daginn!

3. Ladylike naglalakk frá essie – Ég er alveg heilluð af þessum fallega lit! Hann er svona bleik nude grár á litinn og neglurnar verða svakalega elegant og fallegar. Ég þarf endilega að sýna ykkur hann betur en nýtið endilega tækifærið til að fá hann á frábæru verði því í alvörunni einn fallegasti liturinn frá essie. Ég elska að uppgötva nýja liti hjá þessu fallega merki.

4. Eyeliner Set frá Real Techniques – Sama settið og ég ætla að gefa í snapchat leiknum okkar Gyðu Drafnar á föstudaginn. Fylgist með okkur á Snapchat til að vita hvernig þið getið tekið þátt (ernahrundrfj og gydadrofn). Settið inniheldur fjóra glænýja bursta og settið er eingöngu framleitt í takmörkuðu upplagi svo það á eftir að klárast hratt.

5. Dior Addict Fluid Shadow frá Dior – Ég er algjörlega ástfangin af öllum nýjungunum frá Dior úr haustlúkkinu og þessir fljótandi metallic augnskuggar eru æðislegir. Bæði er hægt að nota þá eina og sér, sem grunn undir augnskugga og yfir aðra augnskugga til að gefa förðuninni fallega áferð. Þetta er einn af mínum uppáhalds litum í línunni!

6. Hypnose Volume á Porter frá Lancome – Nýjasti Hypnose maskarinn veldur engum vonbrigðum. Ég held þetta sé minn uppáhalds Hypnose maskari. Hann er með gúmmígreiðu sem greiðir svo fallega úr öllum augnhárunum svo þau fá að njóta sín betur. Þau verða lengri, þéttari og þykkari svo umgjörð augnanna verður alveg glæsileg. Mér finnst hann æðislegur því ég næ bæði að halda augnhárunum mjög náttúrulegum en svo er lítið mál að ýkja þau upp með fleiri umferðum.

7. Bamboo frá Gucci – Haustilmurinn minn sem angar af yndislegum tónum, ilmurinn er léttur en samt með svo haustlegum grunni sem dýpkar hann. Það er enginn tónn sem yfirgnæfir ilminn beint heldur er hann ofboðslega vel blandaður og svo dásamlegur þegar hann kemur á húðina.

8. Ibuki Multi Solutions Gel frá Shiseido – Bólubaninn dásamlegi. Kremið sem virkar eins og ekkert annað en það þurrkar upp bólur og óhreinindi svo þær hverfa. Ég fæ reglulega spurningar um hvernig eigi að losa bólur úr húðinni og þessi vara er alltaf mitt svar. Gelið er létt og fer hratt inní húðina – það má nota það yfir förðunarvörur eða undir þær. Þið berið það bara beint á bólurnar og þær smám saman hverfa.

9. Blur Radiance Powder frá Yves Saint Laurent – Þetta æðislega púður er með HD áferð sem mattar yfirborð húðarinnar setur grunnförðunina og fullkomnar áferð hennar. Púðrið blurrar út ójöfnur í húðinni svo áferð hennar verður æðisleg. Púður sem þið ættuð endilega að skoða ef þið viljið ná að matta húðina ykkar aðeins án þess að þyngja hana á nokkurn hátt. Ég ætla að segja ykkur betur frá þessu síðar.

10. Intensive Skin Serum Foundation frá Bobbi Brown – Nýji uppáhalds farðinn minn sem er bæði förðunarvara og snyrtivara. Hann gefur húðinni svo mikla og fallega næringu á meðan hann er á húðinni. Húðin verður alveg silkimjúk og svakalega áferðafalleg. Lesið endilega færsluna sem ég hef skrifað áður um hann HÉR.

Góðan verslunarleiðangur!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég ýmist keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Topp 10 fyrir Tax Free!

Ég Mæli MeðLífið MittReykjavík Makeup Journal

Eins og Tax Free dagarnir í Hagkaup eru orðnir ómissandi fyrir íslenskar konur þá er þessi færsla líka orðin ómissandi partur af þessum þræl skemmtilegu dögum! Ég nýti alltaf þessa daga til að kaupa mér vörur sem hafa vakið áhuga hjá mér og til að prófa eitthvað nýtt. Þessa daga ligg ég þó inná spítala – það er allt í góðu með barnið, bara vesen á mömmunni – svo ég veit ekki hvort ég nái að nýta mér þá eitthvað. Svo færsla þessa Tax Free daga inniheldur 10 vörur sem ég á nú þegar og ég mæli 150% með að þið kíkið betur á. Sumar vörurnar ættuð þið að kannast við frá síðunni en aðrar eru væntanlegar von bráðar í sér færslur.

Endilega kíkið, metið hvort þið þurfið (svarið er alltaf já ef þið hikið, verslið og njótið!

taxfreefeb15

1. Naglalökkin úr Brights línunni frá OPI – Nýlega kom í verslanir gullfalleg sumarlína með fullt af æðislegum björtum naglalökkin frá OPI. Ég á nú reyndar eftir að sýna ykkur litina sem ég valdi mér en þar á meðal er þessi æðislegi fjólublái litur sem heitir My Car has Navy-gation. Það er fullt af fallegum litum í lúkkinu og maður getur nú alltaf á sig naglalökkum bætt – mér finnst ég hafa dáldið sannað það uppá síðkastið ;)

2. Météorites Oxygen Care Moisturizer & Radiance Booster frá Guerlain – Ég hef áður líst aðdáun minni á þessu yndislega kremi. Météorites vörurnar eru mínar uppáhalds frá þessu fallega merki. Kremið er fislétt og það er svona smá eins og að bera óbakaðn marengs á húðina eða ský! Ofurlétt krem sem nærir húðina, gefur henni raka og ljóma og fullkomna áferð! Vörurnar frá Guerlain fást eingöngu í Hagkaup Holtagörðum.

3. Foundation Drops frá Gosh – Einn sá yndislegasti farði sem ég hef prófað uppá síðkastið. Ég er nú þegar búin að dásama hann hástert í sérstakri færslu sem þið getið lesið HÉR. Ef ykkur vantar farða, viljið fá léttan farða sem fer ljúfum höndum um húðina og lagar hana, dregur úr bakteríum og nærir – þá ER þessi fyrir ykkur!

4. Skin Perfection 3 in 1 Purifying Micellar Solution frá L’Oreal – Mér finnst yndislegt að nota svona Micellar andlitsvatn á morgnanna til að hreinsa húðina. Það er ekki síður mikilvægt að hreinsa hana á morgnanna því á nóttunni skilar hún óhreinindum sem liggja djúpt inní húðinni uppá yfirborð hennar svo á morgnanna hreinsum við þau í burtu svo húðin geti náð að starfa betur yfir daginn laus við leiðinda óhreinindi. Ég set Micellar vatnið frá L’Oreal bara í breiða bómullarskífu og renni yfir húðina, vatnið kælir húðina og hjálpar henni því að vakna og virkar eins og hreinsir og andlitsvatn og spara hellings tíma!

5. Touche Éclat Blur Primer frá Yves Saint Laurent – Primerar eru algjörlega ómissandi til að fá áferð húðarinnar jafnari, til að halda raka inní húðinni allan daginn og til þess að förðunin endist lengur. Blur tæknin sem YSL er að nýta í nýjustu vörunum sínum er til þess gerð að má út ójöfnur í húðinni með virkilega góðum og aðdáundarverðum árangri. Þessi eins og sá sem ég skrifaði um í dag HÉR – seldust hratt upp en eru nú komnir aftur og þeim ætti enginn að missa af og já ég nota stundum báða í sömu förðuninni!

6. Hydra Beauty Nourishing Lip Care frá Chanel – það er bara eitthvað við að eiga varasalva frá Chanel sem mér finnst óeðlilega gaman – sry ég veit þetta hljómar mjög yfirborðskennt en ég bara get ekki annað. Þessi er alveg dásamlegur, svo næringarríkur og vandaður og umbúðirnar öskra á elegans – Love It!

7. Ombre Hypnose Stylo eyeliner/kremaugnskuggar frá Lancome – Að vinna með kremkenndar vörur í kringum augun er eitthvað það skemmtilegasta sem ég geri. Notkunargildið er svo gríðarlegt en þá er auðvitað hægt að nota sem eyelinera, sem augnskuggagrunn til að setja tóninn fyrir förðunina og yfir púðuraugnskugga til að gera augnförðunina enn dramatískari. Þessir voru að koma í sölu hér á landi og þarna sjáið þið uppáhalds litina mína úr línunni en annars eru til 6 aðrir litir. Þessir eru bara svona alveg ekta litir sem allir geta notað.

8. Hydra Zen Masque Anti-Stress Moisturizing Overnight Serum-in-Mask frá Lancome – aftur vara sem ég er búin að lofa á blogginu í vikunni og segja ykkur betur frá HÉR. Maskinn er nú þegar búin að hitta í markið hjá íslenskum konum miðað við það sem ég er búin að heyra síðan ég birti færsluna sem mér finnst dásamlegt! Ég er ekkert að grínast þegar ég er að hvetja ykkur endalaust til að dekra við húðina. Þessi fer svo mjúkum höndum um húðina, dregur úr einkennum af völdum stress og álags sem eru tvær helstu orsakirnar fyrir ótímabærri öldrun húðarinnar.

9. Shimmering Sands Eye Palette úr Sandy Nudes línunni frá Bobbi Brown – Þessi palletta er náttúrulega ekki eins og þær gerast margar. Ég er búin að nota hana heilan helling síðan ég fékk hana og ég get ekki lofað hana nóg. Pallettan er svona ekta Bobbi Brown palletta og það er rosalega gaman að vinna með augnskuggana og mjög skemmtilegt. Það sem mér þykir skemmtilegast við þessa er að blanda saman litunum sem eru mjög sanseraðir það kemur miklu betur út en ég átti von á því augnsvæðið fær bara virkilega flotta ljómandi og glansandi áferð sem er samt ekki of mikil því augnskuggarnir bráðna bara svo vel saman svo það er ekki eins og það sé of mikið af púðri í kringum augun eins og vill oft með sanseraða augnskugga. Þessi kom bara í takmörkuðu upplagi og það eru örfáar eftir – náið ykkur í þessa áður en það verður of seint! Vörurnar frá Bobbi Brown fást eingöngu í Hagkaup Smáralind.

10. Diorshow Mascara frá Dior, endurbættur! – Þessi tímalausi maskari er nú kominn aftur endurbættur og sannarlega æðislegur í alla staði. Þessi fær sér færslu á blogginu á morgun en hann ætti að vera á ykkar innkaupalista ef þið hrífist af góðum þykkingarmöskurum! Í vinnslu er einnig maskaragreiðu færsla að beiðni meðlima Beauty Tips sem birtist líklegast á sunnudaginn fyrir þær sem bíða spenntar eftir henni. En maskarinn er nú með enn stærri og girnilegri bursta sem gerir það að verkum að það er miklu auðveldara að hlaða formúlu á augnhárin og skapa þannig þéttingu og meiri þykkt – meira svona faux cils áferð. Burstinn er með svakalega mörgum hárum svo hvert augnhár fær að njóta sín því burstinn grípur þau öll. Einnig er búið að betrum bæta umbúðirnar nú eru þær alveg svartar og með svona loka efst – sem heldur súrefni frá formúlunni. Það er tækni sem maskarar með gúmmíbursta nota mjög mikið en það er ekki algengt að svona þykkingarmaskarar séu með þannig og það er stór kostur því þá þornar formúlan síður sem var eitthvað sem mörgum þótti vanta uppá eldri týpu maskarans. Einnig er hann þannig að maður þarf að snúa honum saman þar til það smellur í lokinu svo þá lokast umbúðirnar enn betur og maskarinn endist miklu lengur!

Ég vona að þessi listi minn gefi ykkur þónokkrar og góðar hugmyndir. Eins og áður vil ég endilega hveta ykkur til að senda á mig fyrirspurnir um vörur eins og þið viljið hvort sem það er hér á síðunni, í gegnum tölvupóst eða jafnvel á snapchat þar sem þið finnið mig undir ernahrundrfj.

Eigið góða helgi!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Reykjavík Makeup Journal er komið út!

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistReykjavík Makeup Journal

Í gær var sannarlega góður dagur… ég fékk glænýtt tölublað af Reykjavík Makeup Journal í hendurnar, það verður aldrei neitt minna skemmtilegt. Þó netið sé framtíðin þá er prentið alveg klassískt og ótrúlega gaman að fá að halda svona í verkin sín.

Blaðið getið þið nálgast í næstu snyrtivörudeild Hagkaupa FRÍTT ekki seinna en núna ;)

rmjsumar13

Það er dáldið skemmtileg saga á bakvið forsíðuna en inní blaðinu eru 10 brúðarfarðanir frá hinum ýmsum merkjum og ég var búin að sjá fyrir mér að ein þeirra yrði á forsíðu blaðisins og sagði þeim sem förðuðu frá því auðvitað. Ég ákvað þó að ég ætlaði ekki að velja forsíðuna sem er kannski dáldið skrítið af ritstjóra að segja en mér fannst það smá óþægilegt að þurfa að gera uppá milli farðana sem vinkonur mínar væru að gera – þekki allar þessar dömur alltof vel nefninlega og margar fyrirsæturnar líka. Svo ég og hún Gunnur mín sem sér um uppsetninguna í blaðinu völdum myndir frá öllum sem kæmu til greina á forsíðu og ákváðum að leyfa þeim sem vinna með henni á skrifstofu Hagkaupa að velja myndina sem færi á forsíðuna. Þau tóku þetta skrefinu lengra og völdu mynd sem hvorug okkar hafði lagt til! En ég er sátt með útkomuna og gaman að heyra líka frá aðilum sem eru kannski ekki beint involveruð í blaðið hvað þeim fannst best – vonandi eruð þið sammála þeirra vali.

rmjsumar16

Forsíðuna gerði kær vinkona mín hún Kristjana Guðný Rúnarsdóttir með vörum frá Lancome en hún er Global Makeup Artist fyrir merkið og hún er sérstaklega fær þegar kemur að brúðarförðunum eins og þið sjáið vel bæði á forsíðunni og inní blaðinu. En Kristjana gerir ekki bara forsíðuna og brúðarförðunina heldur svarar hún einnig spurningum verðandi brúða sem eru allar inná brúðkaupsgrúppunni á Facebook en ég bað þær um spurningar sem þeim vantaði svör við, valdi svo 10 og þið finnið svörin við þeim í blaðinu. En það er ekki bara Kristjana sem kemur að skrifum fyrir blaðið heldur líka dætur hennar hinar yndislegu Ragnheiður Lilja og Rebekka Rut – mér finnst ég mjög heppin að fá svona flottar mæðgur til að hjálpa mér!

Mig langaði samt aðeins að gefa ykkur tilfinningu fyrir því hvað þið finnið í blaðinu en þemað er sumarið, allt um það sem er ómissandi fyrir sumarið og svo að sjálfsögðu allt fyrir brúðkaupið…

rmjsumar12

Beisik er best umfjöllunin er dáldið innblásin frá kærri vinkonu henni Elísabetu sem þið þekkið héðan af Trendnet. Þetta eru vörur sem að okkar mati eru algjörlega ómissandi að eiga í snyrtibuddunni og nýtast við öll tækifæri.

rmjsumar11

Mér finnst sjálfri voða gaman að taka mig í dekur heima fyrir – hér eru því góð ráð og vörur sem gera fæturna tilbúna fyrir sandalana í sumar.

rmjsumar10

Sagan á bakvið Miss Dior er í blaðinu – þessi er sérstaklega heillandi.

rmjsumar9

Ég tók viðtal við einn alveg einstakan og yndislegan sjálfbrúnkufræðing hjá St. Tropez. Hann Jules er alveg æðislega skemmtilegur karakter og hann er einn sá fremsti í sjálfbrúnkubransanum í Bretlandi. Hann gefur góð ráð fyrir notkun á sjálfbrúnkuvörum við öll tilefni.

rmjsumar8

Vissuð þið að Maybelline á 100 ára afmæli í ár – allt um merkið – söguna og vörurnar sem eru vinsælastar hér á Íslandi í blaðinu…

rmjsumar7

Það er að koma sumar svo þá verðum við aðeins að spjalla um sumarlínur merkjanna sem eru margar hverjar nú þegar fáanlegar nú eða rétt ókomnar :)

rmjsumar6

Hér sjáið þið þær vinkonur mínar og systurnar Ragnheiði Lilju og Rebekku Rut en þær völdu sér vörur til að gera flottar sumarfarðanir fyrir stelpur á sínum aldri.

rmjsumar5

Þið finnið 10 brúðarfarðanir í blaðinu allar hver annarri glæsilegri. Hér er það hún Eva Laufey sem situr fyrri sem Sensai brúðurin – svakalega klassísk og elegant förðun. Það er hins vegar smá villa í blaðinu en það er hún Guðný Hrefna Sverrisdóttir sem farðaði Evu, það var smá misskilningur þarna á milli. Yndisleg förðun frá einu vinsælasta snyrtivörumerkinu hér á Íslandi. Auk Sensai eru brúðarfarðanir frá Bobbi Brown, YSL, Lancome, L’Oreal, Guerlain, Dior, Max Factor, Shiseido og Smashbox í blaðinu.

rmjsumar4

Svo fannst mér dáldið gaman líka að gera bara eitthvað sem tengdist ekki einu sinni snyrtivörum og koma með hugmyndir að skemmtilegum hugmyndum til að skreyta fyrir brúðkaup – mér fannst sjálfri mjög gaman að setja þessar myndir saman.

rmjsumar3

Svo er ómissandi að segja frá nýjungum! En leiðinlegar fréttir því 5 mín eftir að blaðið var farið í prentun að Sculpting Settið kemur ólíklega til Íslands, það bara seldist upp áður en það náðist að klára pöntunina. En Sculpting burstinn hann kemur og Setting burstinn er nú þegar fáanlegur á Íslandi svo þetta er ekki svo hræðilegt ég lofa! En í staðin kemur Duo Fibre settið til landsins bara núna einu sinni og það eru gleðifréttir :)

rmjsumar2

Svo plataði ég eina af glæsilegri bloggurum landsins til að svara spurningum um fegurðarheiminn sinn, smá breyting á þessari öftustu síðu en ég fékk hugmyndina útfrá einu af mínum uppáhalds dönsku blöðum og aðlagaði hana smá að stíl blaðsins og ég er alveg svakalega ánægð með útkomuna. Þórunn Ívars er líka svo svakalega klár þegar kemur að því að taka fallegar myndir og myndirnar hennar gera síðuna alveg gullfallega – hún er bara snilli!

rmjsumar15

Mæli með – óháð tengslum við blaðið þá er þetta sjúklega flott blað og einhver algjör snillingur sem er greinilega þarna að skrifa það… ;)

Það er alltaf mitt markmið að toppa síðasta blað og mér finnst ég hafa gert það með þessu… ég vona að þið séuð sammála.

Munið að næla ykkur í eintak sem fyrst því síðasta blað kláraðist nánast á 10 dögum! Blaðið er FRÍTT og þið getið náð í það í öllum verslunum Hagkaupa sem eru með snyrtivörudeild. Ef þið hafið ekki tök á að ná í blaðið þá getið þið líka lesið það á netinu: REYKJAVÍK MAKEUP JOURNAL.

Njótið lestursins***

EH