fbpx

Fermingarkvöld Hagkaups í beinu streymi

BEAUTYSAMSTARF

Talandi um fermingar …

Eins og við Alba sögðum ykkur á Instagram story um helgina þá stendur Hagkaup fyrir frábæru fræðsluámskeiði í förðun og húðumhirðu fyrir fermingarbörn á miðvikudagskvöld, 8.mars klukkkan 20:00. Aðeins takmarkað sætaframboð var í boði og varð því uppselt mjög hratt.

EN fylgstu með fermingarkvöldinu í beinu streymi, annað kvöld !

Hagkaup og Beautyklúbburinn bjóða upp á klukkustundar námskeið í förðun og húðumhirðu fyrir fermingarbörn ásamt því sem sérfræðingar verða á svæðinu og veita ráðgjöf. Námskeiðið verður sýnt á vefnum í beinni útsendingu og verður einnig aðgengilegt í viku eftir að því líkur – virkilega vel gert hjá Hagkaup að veita þessa þjónustu, öllum að kostnaðarlausu.
Sjá þessar sætu fermingarstelpur, svona fallega farðaðar. Mér finnst það skipta miklu máli að krakkar á þessum aldri læri að farða sig fallega/náttúrulega. Ég er því mjög ánægð með þetta framtak Hagkaupa og Beautyklúbbsins.
Meira: HÉR
xx,-EG-.

FERMINGARMAMMA

Skrifa Innlegg