SMÁFÓLKIÐ: HAUST

ALBASMÁFÓLKIÐ

Það er mánudagur í dag og ég er ekki alveg tilbúin í nýja vinnuviku. Ég reyni þó að komast í gírinn með því að fletta í gegnum myndir frá stefnumóti helgarinnar við smáfólkið mitt. Við áttum ljúfar stundir þegar við heimsóttum gamlan hallargarð hér í nágrenni við heimili okkar. Ég var með myndivélina á lofti og náði að fanga falleg haustmóment sem ég deildi svo á Instagram í kjölfarið. Ég er í fyrsta sinn að gefa og gleðja á þeim ágæta miðli og er virkilega ánægð með þátttökuna. Kannski er þetta eitthvað sem maður á að gera meira af? Það er jú sælla að gefa en að þiggja og frábært að ég fái tækifæri á slíku.
Í þetta sinn eru það vinir okkar hjá iglo+indi sem gefa veglega inneign og það er greinilegt að ég er ekki ein um það að vera hrifin af þessu íslenska vörumerki sem gerir svo vel og stækkar hratt.

Ég elska að klæða mín börn í íslenskt þegar við búum erlendis. Ekki er það verra að flíkurnar frá iglo+indi eru framleiddar við bestu aðstæður með sjálfbærni að leiðarljósi. Allar flíkurnar eru úr lífrænni bómul sem börnin mín elska að klæðast – mjúkt og gott fyrir litla kroppa.
Kíkið endilega á Instagram myndina mína ef þið viljið taka þátt í leiknum. Ég dreg út heppinn fylgjanda á morgun, þriðjudag.

//

I had a weekend date with my kids while their dad was travelling with his teammates. I captured great autumn moments at a old castle garden close to our home which I shared with you on my Instagram account. I am, for the first time, hosting a give-away on my personal account and I am so pleased with all your comments – it’s always a pleasure to please others. The give-away is in cooperation with my friends at Iglo + Indi. It’s a big favourite in my children closet and I really love to dress them up in Icelandic design when living abroad. It’s also a big plus that their clothes are made from organic cotton and in their factories they ensure fair working conditions.

Please check out my Instagram account and leave a comment.

 

Alba er klædd í Black tulle dress og Lips sokka.
Manuel er í Caramel star samstæðudressi.
Fæst: HÉR
og frekari upplýsingar um leikinn: HÉR

Fallegi árstími og yndislegi staður.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SMÁFÓLKIÐ: FUR

ÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

Alba eignaðist nýja i+i flík á Íslandi í ágúst – flík sem hún borgaði sjálf með inneignarnótu sem hún vann sér inn þegar hún tók þátt í myndatöku fyrr á árinu. Það er alltaf mjög spennandi að fá að velja sjálf og enn meira spennandi að borga sjálf.
Fyrir valinu varð þessi fallegi blái gervi pels sem þið eruð margar búnar að spyrja mig út í eftir að ég birti Instagram mynd á ljúfu mæðgnadeiti einn sunnudaginn í Reykjavik. Ég skil ykkur vel, enda er ég sjálf ekkert smá glöð með þessi kaup dótturinnar og myndi helst vilja passa í sömu stærð ;) það kemur að því ..
Við mæðgur bíðum spenntar eftir að íslenski pelsinn fái meira notagildi í sænska landinu – það kólnar hægt og bítandi og þessi flík lætur okkur hlakka til vetrarins.
Meira: HÉR

//
Alba got to choose her own Iglo + Indi item because she had earned it after being a part of their campaign earlier this year. I’m so glad that she chose this fake fur in beautiful blue color. At the same time I am a little sad that we don’t use the same size…. soon the day will come :)

Vinkonur: Þyri, Elísabet, Alba og Tinna <3

Samfestingur: Mango

Ljúfi sunnudagur … kannski áttuð þið einn svipaðan í dag?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GLEÐILEGA PÁSKA

ALBALÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

Gleðilega páska kæru lesendur.
Ég er búin að eiga þá ósköp ljúfa með tærnar upp í loft þegar þannig liggur undir. Í dag klæddum við Alba okkur í stíl – páskasokkarnir í ár.
HÉR gaf ég gular kauphugmyndir þar sem ég leyfði sokkunum sætu að koma við sögu. Frá iglo+indi.

//

My and my daughter Alba are sock-sisters today, wearing these long ones from the Icelandic children brand iglo+indi. 
Happy Easter to all of you!

 

Vonandi hafið þið átt góðar stundir með ykkar fólki. Páskasunnudagur er betri en aðrir sunnudagar, það sannaðist hér í dag <3

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ

ALBASMÁFÓLKIÐ

Processed with VSCO with b1 preset

Processed with VSCO with c1 preset
Ég hef átt 8 dásamleg ár sem mamma hennar Ölbu. Sú lukka sem það var að fá þessa óvæntu gleðisprengju inn í lífið okkar á sínum tíma. Um helgina fögnuðum við með íslensku íþróttafjölskyldunni og mín dama dressaði sig upp í íslenskt frá toppi til táar í sænsku veðurblíðunni.

//

8 years with our favorite Alba. We had birthday nr.1 with the Icelandic family in Kristianstad yesterday and birthday
nr.2 is scheduled tomorrow. Alba dressed up in Icelandic design (iglo+indi) for the big day – good choice :)

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset
Síðustu árin höfum við keypt hinar sívinsælu stafablöðrur, að þessu sinni valdi Alba 8 upplásnar hvítar blöðrur, sem “réðust á hana”  í myndatökunni fyrir mömmuna.

//

Happy.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TOPP15 hjá i+i

ALBASMÁFÓLKIÐ

Vinir mínir hjá iglo+indi báðu mig að velja mínar uppáhalds flíkur úr sumarlínu merkisins. Ég get með sönnu sagt að það var ekki auðvelt verk því það var um margt að velja. Við erum nokkuð tengd þessari línu eins og lesendur mínir vita en Alba okkar er ein af módelunum, sjá: HÉR

Topp 15 listinn inniheldur þær flíkur sem ég vil klæða mín börn í sumar. Allar eru þær frá SS17 línu merkisins. Þegar ég pæli í því þá er iglo+indi eina íslenska tískumerkið sem hannar vörulínur tímabilum – er það ekki rétt hjá mér? Þá meina ég vetur sumar vor og haust. Til fyrirmyndar á svo mörgum sviðum enda virkilega duglegar konur þar innanborðs.

//

One of my favorite brands in Iceland, iglo+indi, ask me to pick out my favorites. It was not a easy job but I decided to pick out the summer dress for my kids, 1 year old Manuel and 8 years old Alba. Hope you like it!

Finnið allar “mínar” vörur: HÉR

img_4158

 

xx,-EG-.

 

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

i+i lífið

INSTAGRAMLÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Ég tók yfir Instagram reikninginn hjá iglo+indi um helgina. Voru einhverjir sem fylgdust með mér? Smáfólkið mitt klæddist íslenskum uppáhalds fötum alla dagana og mamman var með vélina á lofti til að fanga augnablikin. Mér fannst henta að hafa þemað þannig að fylgjendur fengju að vera fluga á vegg í okkar lífi – passaði best mínum persónulega stíl og bloggi. Við skreyttum jólatréð (Alba skreytti jólatréð), kíktum á listasafn, á handboltaleik og fórum í okkar fínasta púss. Að gamni deili ég myndunum með ykkur hér að neðan – annars getið þið fylgt i+i: HÉR

Nú er tími barnanna og þessi jólin á ég tvö! Ég er enn að átta mig á þeirri staðreynd, 11 mánuðum síðar.

img_9918 img_9933 img_9954

Þessi jólaskyrta er ekki bara ætluð strákum. Alba elskar sína! Fæst: HÉR

img_9960 img_9958 img_9948
Puffin lover og stóra systir í slá frá síðustu jólum – sú kom aftur í sölu þessi jólin.

img_9987 img_9994 img_9997
Sundays ..

img_0014 img_0019 img_0032

Jólabörn ..

//

I had a takeover on the iglo+indi instagram this weekend. My plan was to show the followers a little piece of my life. Of course my children chose i+i clothes for this occasion :)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

IGLO+INDI: Suburban Adventures

ÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

14193584_10154002691297568_1599659771_nSunnudagar eru betri en mánudagar (!)  … þessi mynd var tekin í góðu tómi á sólríkum sunnudegi hér heima. Mánudagurinn í dag er búinn að vera heldur erfiðari.

Góðan daginn! Þetta er mesti mánudagur sem ég hef átt í lengri tíma. Úff .. Hugsa að ég hlífi ykkur við atriðunum sem hafa átt sér stað á mínum bæ í dag. En það er lítið sem gengur upp. Smá eins og einhver sé að stríða mér (!) .. Þegar maður á svoleiðis daga þá er mikilvægt að búa til ljósari móment. Myndbandið hér að neðan býr til bros á andlitið – myndband sem fangaði mómentið “á bak við tjöldin” í myndatöku Iglo+Indi fyrir næsta sumar. Þar var ég með Ölbunni minni sem elskaði að módelast með frábæru fólki þennan íslenska sumardag. Hún situr líka mér við hlið “í þessum skrifuðu” og dillir sér við Glowie á repeat. Ef einhverjum langar að dilla sér og brosa , pressið þá á play –

 

Video by Ágústa Ýr
Music by Glowie – No Lie

 

//

Oh my … this Monday have not been the best one, but than you find things that make a smile on youre face – like this video above.
Iglo+Indi describe this collaction on this way:

For Spring/Summer 2017, iglo+indi draws inspiration from the suburban life in Iceland. The setting is a small town surrounded by nature. The kids wake up early, dressed in layers of clothes, a cat dress paired with bubblegum leggings and an oversized sweater from their big sister. They fill their backpacks with their favourite things, a favourite doll, a jar for bugs and butterflies and food to last the whole day. They put their little cat in the basket, jump on their bikes and off they go for exploration and new adventures, only to return home
under the midnight sun.

I feel it when I watch this backstage video, and dance to Glowie (icelandic singer) with minimi (Alba) , one of the models.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BAK VIÐ TJÖLDIN HJÁ ÍGLÓ+INDÍ

ALBAÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Ég eyddi skemmtilegum degi með Ölbu um helgina þegar hún sat fyrir hjá igló+indi SS17. Myndatakan fór fram á tveimur stöðum, í 101 Reykjavík og í Heiðmörk. Það var hin danska Søs Uldall-Ekman sem tók myndirnar og ættu einhverjir að kannast við hana þar sem hún heldur úti einu vinsælasta barna vefriti í Danmörku um þessar mundir – The girls like rainbows. Stílisti var Erna Bergmann og Theodora Mjöll sá um hárið. Dásamlega Helga Ólafsdóttir lagði sitt af mörkum ásamt Karítas Pálsdóttir en saman mynda þær hönnunarteymi merkisins – toppfólk.

Ég lagði mitt af mörkum við að fanga stemninguna á bak við tjöldin hjá Ölbu Gunnars sem naut sín vel fyrir framan kameruna. Hér fáið þið að vera fluga á vegg –

DSCF9201 DSCF9204 DSCF9218 DSCF9221 DSCF9223 DSCF9178 DSCF9190 DSCF9192 DSCF9199 DSCF9153 DSCF9160 DSCF9173 DSCF9177 DSCF9142 DSCF9145 DSCF9147 DSCF9118 DSCF9119 DSCF9123 DSCF9124 DSCF9103 DSCF9109 DSCF9111 DSCF9112 DSCF9077 DSCF9080 DSCF9085 DSCF9098 DSCF9075 DSCF9076

Línan er ótrúlega vel heppnuð og ég er strax komin með nokkrar flíkur á minn musthave lista. Ég mun deila lookbook myndum þegar ég má en þar sjáum við betur hvað koma skal. Íslenskt fyrir smáfólkið okkar , eins og svo oft áður.

//

My daughter, Alba, had a photo shoot with one of my favorite children brand – iglo+indi. She was enjoying the day and having fun in front of the camera. That is also a point that I love about their brand, in their look books you can see that the children are having fun.
I look forward to show you the results. The photographer was the danish Søs Uldall-Ekman, she is running the most popular online magzine for children in Denmark  The girls like rainbows. Erna Bergmann was stylist and Theodora Mjoll did the hair.
If you like what you see – check out their website HERE.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ / LIFE

LÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

English version

Mér ber skylda að setja inn þennan póst áður en ég held lengra á mínum persónulegu nótum á blogginu.

Halló heimur!

Fyrir tveimur vikum varð ég á einni nóttu tveggja barna móðir. Þann 18 janúar hvarf bumban (hmm .. svona nokkurnveginn) og lítill drengur leit dagsins ljós ..
Þetta er sonur minn – Gunnar Manuel Gunnarsson. Drengur sem nú er orðinn hluti af okkar litlu fjölskyldu.

Ég var búin að gleyma að þetta er yndislegasta tilfinning í heimi.

12522994_10153483574982568_7467305960294408268_n
Þessa mynd birti ég á Instagram þegar ég sagði frá litla lífinu .. mér finnst hún falleg fyrir það leiti að hún lýsir nákvæmlega stað og stund.
Þessi heimur er svo stór fyrir litlu krílin að koma í eftir notalega tíma í maga móður síðustu 9 mánuði.

IMG_1563

Fallegur dagur í þýska – 18.01.2016

12552959_10153498979732568_1516407854396388754_nHeima er best!
Hér sjáið þið glitta í babynest sem ég var efins um fyrir fæðingu en hafa síðan verið hin bestu kaup hreiðurgerðarinnar. Það flakkar á milli mismunandi staða á heimilinu og Manuel alltaf öruggur.

IMG_2005Við nutum fyrsta uppáhalds dag vikunnar saman sem fjölskylda í þýska kotinu um nýliðna helgi. Upplifunin var öðruvísi , en betri.

//

I can’t go further on my personal blog without telling you about the biggest event in my life these days. In one night I became a mother of two. Gunnar Manuel came to the world the 18th of January. Such an amazing feeling!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

JÓLALÍFIÐ

LÍFIÐ

Ef það er einhvern tíma stund til að staldra við og njóta, þá er það á jólunum. Ég hef svo sannarlega leyft mér það síðustu daga. Við fjölskyldan eyddum Aðfangadegi þrjú í kotinu en Jónsson spilar leik milli jóla og nýárs og því ekkert annað í stöðunni. Þó það kunni að hljóma einmannalega fyrir einhvern þá er þetta hin dásamlegasta leið til að halda uppá jólin að mínu mati – rólegheit og allt á okkar hraða. Jólin eru auðvitað hátíð barnanna og því ekkert skemmtilegra en að upplifa þau með heimasætunni sem sá um lestur á pökkunum þetta árið. Í síðasta sinn er hún eina barnið í okkar litlu fjölskyldu og því möguleiki á að það verði (enn meira) stuð að ári með einn tæplega eins árs skæruliða ..

IMG_0379
Þessi kjóll var keyptur á þorláksmessu en ég féll fyrir fallegu gulu blúndunni.
Frá Zöru –

IMG_0421
Það var íslenskur hamborgarhryggur á borðum. Það sést á útlitinu enn þann daginn í dag en var vel þess virði.
Góður matur til að borða (bara!) einu sinni á ári –

IMG_0383 IMG_0384 IMG_0420

Þú og ég og jól .. Maður þarf ekki meira en hvort annað til að eiga gleðilegustu jól.

1915428_10153679994546253_8082218511417717154_n (1)
“Þrír sætir kallar” .. Tveir keyptir í Habitat á útsölu fyrir jólin (sjást í fjarlægð). Já, hér eru útsölurnar byrjaðar um miðjan desember í mörgum verslunum.
Móment hjá húsbóndanum þegar við setjumst við kertaljós, lesum jólakort og huggum okkur eftir miðnætti. Hans uppáhalds tími dagsins.

___

Dásamleg kvöldstund og jóladagar ..
Gleðilega hátíð kæru lesendur.

Hlýjar kveðjur yfir hafið xxx

//Elísabet Gunnars.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR