fbpx

SUNDAYS: VERUM FYRIRMYND FYRIR NÆSTU KYNSLÓÐ

ALBAKONUR ERU KONUM BESTARLÍFIÐ

Í miðjum heimsfaraldri sit ég og skrifa til ykkar kveðju á meðan ég snæði mér af dýrindis kruðeríi og drekk bolla með mínum góðu samstarfskonum í góðgerðarverkefni KEKB. Það er vissulega öðruvísi viðburður að geta ekki fagnað með knúsum en mikið er gott að geta notað netið til að koma okkar skilaboðum á framfæri.


Þegar þetta er skrifað sit ég með tárin í augunum, svo þakklát fyrir ykkur öll sem eruð komin í mikilvæga klappliðið okkar KONUR ERU KONUM BESTAR. Það eru tvær klukkustundir síðan að við settum bolina í sölu og nú þegar höfum við selt upp fyrsta upplag. Það seldust 170 (!) bolir fyrstu tvær mínúturnar og ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa tilfinningunni sem kemur yfir mann á svoleiðis stundu. TAKK TAKK TAKK til ykkar allra. Allt er á netinu í ár og ég er mjög virk á Instagram story HÉR fyrir ykkur sem viljið vera sem mest með í online parýinu. Það er bara partý á netinu í ár, en jii minn eini hvað við finnum sterkt fyrir stuðningnum frá ykkur þar, samstaðan er engu öðru lík. Ég er að fylgja #konurerukonumbestar @konurerukonumbestar á IG og ég mun fletta í gegnum allar þær myndir sem safnast þar í dag og næstu daga, ykkar stuðningur skiptir sköpum.

LESIÐ LÍKA: Konur Eru Konum Bestar Vol 4

Sem móðir finnst mér þetta verkefni mikilvægt fyrir svo margar sakir, ég vil vera góð fyrirmynd fyrir börnin mín, að tala vel um náungann er eitt af því sem ég vil kenna næstu kynslóð og með þessum hætti minnum við okkur á. Orð eru álög, vöndum okkur, lærum að samgleðjast, almennt verum næs! Þannig komumst við öll sem lengst í lífinu – ég er alveg viss um það ..

TAKK TAKK TAKK og áfram gakk! HÉR FÁST BOLIRNIR fyrir áhugasama

Alba veit um hvað verkefnið snýst, ég hvet aðrar mömmur til að kynna málefnið fyrir sínum börnum. Takk Aldís fyrir þessa fínu mynd af okkur <3

Magnea, Alba, Ísabella.

2017 – svo krúttlegt að sjá hvað þessar stelpur okkar hafa stækkað síðan við gáfum út fyrsta bolinn ..

KONUR ERU KONUM BESTAR.
Lítil breyting á gamalli setningu en risa breyting á hugarfari.

Takk Arna Petra fyrir þetta geggjaða video.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

KONUR ERU KONUM BESTAR VOL4

Skrifa Innlegg