fbpx

HRINGRÁS 66°NORÐUR

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Ég hef alltaf verið stoltur samstarfsaðili íslensku sjóklæðagerðarinnar. 66°Norður er vörumerki sem ég hef lengi haldið uppá  – fyrir utan það að blómstra á heimavelli þá eru þau eitt af fáum íslenskum vörumerkjum sem hafa náð árangri erlendis og ég verð alltaf svo glöð þegar ég sé Danina í íslensku fötunum “okkar”. Ég rakst á nýjustu Instagram færsluna þeirra í dag þar sem þau segja okkur frá viðgerðarþjónustunni sinni sem mér finnst algjörlega frábær.

View this post on Instagram

A post shared by 66°North (@66north)

Það minnti mig á ferð okkar Ölbu í Garðabæ um daginn þar sem við nýttum okkur þessa frábæru þjónustu. Alba á dúnúlpu frá þeim eins og svo margir aðrir íslenskir krakkar og … eins og svo margir krakkar þá er þetta smáfólk  “ungt og leikur sér” og Ölbu tókst að rífa gat á ermina á úlpunni. Úlpan kostar sitt og því vorum við fljót að fara með hana í viðgerð áður en það yrði of seint. Mér finnst þetta til fyrirmyndar hjá 66°Norður, þau taka á móti öllum flíkum vörumerkisins – “sama hvort þær voru hluti af vörulínu síðasta árs, eða síðustu aldar.”

Fyrirtækið er að fara alla leið í vinnu sinni að sjálfbærni og er til fyrirmyndar fyrir önnur fyrirtæki í sama geira. Þau gera sér grein fyrir því að þetta er rétta leiðin til að uppfylla kröfur viðskiptavina á komandi tímum. Nýlega bættist við Hringrás hluti á heimasíðuna hjá  þeim þar sem þau upplýsa viðskiptavini um þessa vinnu. Ég hvet áhugasama til að skoða þennan hluta hjá þeim  og til að stikla á stóru þá er fyrirtækið kolefnishlutlaust frá árinu 2019 og eru umhverfis sjónarmið höfð að leiðarljósi í öllum ákvörðunum innan fyrirtækisins. Vel gert, áfram gakk og áfram Ísland!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

ÍSLENSKT FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Skrifa Innlegg