fbpx

ÍSLENSKT FRÁ TOPPI TIL TÁAR

FRÁ TOPPI TIL TÁARSHOP

Þið hafið mörg talað um það við mig hvað það gleðji þegar ég skrifa um íslenska hönnun á mínum miðlum. Þetta er eitthvað sem ég tók meðvitaða ákvörðun um fyrir löngu síðan – ákveðin stefna sem ég vildi alltaf passa uppá á blogginu hjá mér. Ég elska að fylgjast með öllum þeim frábæru hönnuðum sem landið okkar elur af sér. Þar sem ég hef verið búsett erlendis nú í þónokkur ár þá finnst mér þetta vera enn sterkara í mér – ég elska að klæðast íslensku og segi frá því eins mikið og ég get með miklu stolti. Ég vel íslenskt á mig og börnin mín alltaf þegar ég hef tækifæri á því.

Hér að neðan hef ég tekið saman íslenskt úr ólíkum áttum, allt vörur sem ég  annaðhvort á sjálf eða langar til þess að eignast. Kauphugmyndir fyrir ykkur –

Úlpa: Tindur/66°Norður, Hetta: As We Grow,  Trefill: AndreA, Eyrnalokkar: Hlín Reykdal,
Kápa: Magnea (viðtal við Magneu, HÉR), Olía: Bláa Lónið,
Andlits maskar & augnpúðar:  BioEffect,
Hálsmen: Lukkuhringur+tölur/AndreA,
Partý toppur: Hildur Yeoman, Skór: JoDis by Andrea Röfn, Ilmvötn: Andrea Maack,
Blómatoppur: Aníta Hirlekar (skoðið meira frá Anítu HÉR), Hálsmen: Viðja/Epal, Satin buxur: AndreA

*Ef þið ýtið á vörutexta færist þið að réttri vöru hverju sinni
*Ekki er um #samstarf að ræða

Ef það er ekki íslensk hönnun þá hef ég til dæmis reynt að sýna kauphugmynda færslur sem innihalda nánast alltaf fatnað og vörur úr íslenskum verslunum. Slíkar færslur fara reglulega í loftið hjá mér og ég mun auðvitað birta allavega eina slíka fyrir jólin. Styðjum við íslenskt, verslum íslenskt og á Íslandi í þessu furðulega áferði.

Happy shopping!
Áfram Ísland.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

SUNDAYS MEÐ SJÖSTRAND - FYRSTA SJÓNVARPSAUGLÝSINGIN

Skrifa Innlegg