fbpx

Hárvörur fyrir krullurnar mínar

Ég Mæli MeðHárLífið Mitt

Ég lofaði umfjöllun um hárvörurnar sem ég fékk mér fyrir nýkrullaða hárið mitt. Þær eru nokkuð margar en ég ákvað þó að gera færsluna frekar lengri en styttri bara til að útskýra vel hvernig ég nota þær…

hárvörurkrullur

Fyrsta hárráðið sem ég fékk var að nota gott rakasjampó. Permanentið þurrkar víst upp hárið og það þarf raka en ef það verður of þungt þá geta krullurnar lekið úr. Annað sem ég fékk að heyra var að það væri ekki ráð að nota djúpnæringu í hárið í einhverjar vikur eftir að permanentið er sett í svo hárið verði ekki of þungt.

hárvörurkrullur2

Hárfroður eru ómissandi í krullurnar mínar – það er þvílíkur munur á þeim þegar ég nota froðu og þegar ég gleymi því. Sassoon froðuna nota ég mest – ég fékk að heyra það að hún væri bara langbest og ég fýla hana í botn. Froðan er mjög létt og mjúk (minnir mig á hvíta kremið sem er inní Staur namminu).

hárvörurkrullur4

Ég set smá af froðunni í lófan dreifi á milli handanna og klíp uppí rakt hárið – þegar ég er búin að þurrka það með handklæði og greiða í gegnum það. Ég hef líka prófað að nota salt sprey en mér finnst froðan eiginlega betri – hárið verður alla vega líflegra.

hárvörurkrullur5

Uppáhalds hárolían mín er ómissandi – þessa hef ég ofnotað síðan ég prófaði hana fyrst en þetta er flaska nr. 3 sem ég var að byrja á núna. Hún ilmar svo vel og hárið mitt verður svo fallegt með hana í hárinu – ég hef prófað margar aðrar hárolíur en engin af þeim hefur hentað hárinu mínu. Ég set þessa bara í enda hársins – ég á svo reyndar létt glanssprey af sömu tegund sem ég nota yfir hárið áður en ég fer út að gera eitthvað skemmtilegt.

hárvörurkrullur8

OK… hárið verður miklu flottara þegar ég blæs það svo núna þarf ég að venja mig á að blása það alltaf – þetta er allt að koma hjá mér. Ég átti ansi gamlan hárblásara sem saug inní sig hárið mitt, flækti það inní sig og brenndi það – þett var mjög slæmt ástand og gerði það að verkum að ég nennti ekkert að vera að blása það. En nýji blásarinn er gargandi snilld!!!

hárvörurkrullur9

Annað verkfæri sem er ómissandi fyrir krulluhausa eins og ég er núna er dreifari – þessi græja fer framan á hárblásarann og þegar ég blæs hárið þá legg ég það ofan á hann – venjulega halla ég mér fram og hvolfi hárinu niður og læt það í dreifrarann. Krullurnar mínar fá mjög fallega lyftingu og krullurnar verða meira áberandi.

hárvörurkrullur3

Í ábyggilega fjögur ár höfum við parið nánast bara notað þetta hársprey sem við fáum í H&M í Svíþjóð. Við kaupum venjulega nokkur í einu og svo eru umbúðirnar svo rosalegar að það endist fáránlega lengi. Þetta er rugl gott hársprey og það heldur hárinu virkilega vel – besta við það er hvað það er ódýrt, versta er að það er ekki til hér…

hárvörurkrullur6

Ég dýrka þurrsjampó – besta ráð til að fá lyftingu í hárrótina sem ég get gefið er að nota nóg af þurrsjampói í hársvörðinn og nudda því vel í hann á eftir. Þetta þurrsjampó frá Sebastian skilur ekki eftir sig hvítan lit og ég get seinkað hárþvotti um svona tvo daga með því að nota það – það er heldur ekki mælt með því að það sé notað lengur en það.

hárvörurkrullur7

Hér sjáið þið fína hópmynd af vörunum sem fást allar á hárgreiðslustofum eins og Sjoppunni, reyndar fæst Sassoon froðan ekki á mörgum stofum en t.d. fæst það í Kompaníinu. Hárspreyið fæst svo auðvitað í Svíþjóð;)

krullur!

Þó þetta líti auðvitað út fyrir að vera heljarinnar mál þá venst þetta fljótt og í alvörunni þá er þetta ein besta ákvörðunin sem ég hef tekið sem tengist hárinu mínu. Ef þið eruð að pæla í að fá ykkur permanent gerið það þá!! Hárið mitt er miklu líflegra, miklu meðfærilegra og í alvörunni þá flækist það síður.

Á fyrsta degi eftir hárþvott þá eru krullurnar mjög flottar og greinilegar á næsta degi eru þær aðeins minna greinilegri en ég er með milka lyftingu í hárinu – ég reyndar er líka bara með spreybrúsa með vatni við vaskinn og bleyti stundum hárið aðeins til að laga til krullurnar.

EH

Mín förðun: SS14 hjá AndreA Boutique

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Margrét

  16. April 2014

  Wella hárfroðan úr Bónus er það langbesta sem ég fæ í krullurnar mínar – veit um fleiri krulluhausa sem eru sama sinnis, mæli með að prófa hana ;) Kostar lítið og endist rosa vel.

  Annars þarf ég að prófa þetta þurrsjampó, hljómar vel!

  • Æði! Takk fyrir gott tips – tékka á henni þegar ég er búin með þessar – ertu þá ekki bara að tala um þessa gylltu klassísku?

 2. Freyja

  16. April 2014

  Fæ ekki betri froðu en þessa frá sebastian!!

 3. Svanhildur

  16. April 2014

  Svooo sammála með þetta sjampó, gefur góðan raka án þess að þyngja hárið :) og dýrka HM hárspreyið – laaaangbest (en ekki alltaf sem maður hefur tök á að ná sér í það :P ) !! næstbest er samt Sebastian Re-Shaper hárspreyið, lyktin af því er líka í lagi…. þoli ekki vondar hársprey lyktir :P

 4. Björk

  25. January 2016

  Má ég spyrja hvar þú lést setja permannent í þig? Langar að prufa en stofan mín gerir það ekki

  • Reykjavík Fashion Journal

   26. January 2016

   Það var á Sjoppunni, en minn hársérfræðingur vinnur ekki þar lengur og gerir það því miður ekki á nýju stofunni sem hún vinnur á svo ég get því miður ekki vísað þér á hana…