fbpx

Mín förðun: SS14 hjá AndreA Boutique

FallegtFashionÍslensk HönnunLífið MittlorealMakeup ArtistMitt Makeup

Fyrir stuttu síðan farðaði ég fyrir lookbook myndatöku fyrir hina yndislegu Andreu Magnúsdóttur, fatahönnuð og eiganda verslunarinnar Andrea Boutique. Ég hef nú nokkrum sinnum fengið að vera með í myndatökum hjá henni og þá aðallega verið að dást að fötunum og taka baksviðsmyndir en nú var komið að mér að sjá um förðunina.

Hér sjáið þið nokkrar myndir úr myndatökunni….

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir
Stílisti og hönnuður: Andrea Magnúsdóttir
Fyrirsætur: Ágústa Ósk og Magdalena Sara
Förðun og hár: ég – með vörum frá L’Oreal
Föt og skart: AndreA Boutique
Sokkar & Sokkabuxur: Oroblu

1013593_10152358315600520_7659069469157517507_n10154067_10152346937840520_8801034078252083069_n 10252143_10152346937855520_7489141100441263242_n 1237860_10152346936725520_2053755463955333774_n 10157166_10152349103650520_6612618421741888389_nMér finnst þessir krosssniðnu bolir ótrúlega flottir. Þeir eru til í nokkrum mismuandi litum og printum.10259336_10152357896480520_6783943206890752407_n 1897793_10152357896100520_6947636385944620796_n 10155178_10152349111340520_8861550492627446263_n 10177890_10152346933350520_7763442215311450236_nÓli maðurinn hennar Andreu gerði þetta print sem þið sjáið á samfestingnum sem Ágústa er í. Óli er grafískur hönnuður og setur upp öll printin fyrir hana Andreu – þau eru algjört power couple þessi tvö!1964826_10152346932175520_8243085294092902305_n 10007001_10152346931905520_5506511089813010363_n 10003384_10152346935245520_7173442714188781948_n-1Ég er ennþá að reyna að átta mig á því hvernig mér tókst að gera þessa fínu fléttu í Magdalenu – það tók tvær tilraunir en þetta gekk upp á endanum með smá þolinmæði.10247232_10152346934005520_7339037701576115416_nÉg á kögurjakkann í svörtu og ég dýrka hann – hann er væntanlegur í búðina innan skamms.
1558439_10152346932735520_1038336628358129212_n 10150561_10152346936370520_4330718858906853781_nMér finnst þessi þvottur á mínu uppáhalds sniði frá LEE – Scarlett – alveg ótrúlega flottur og sumarlegur.923561_10152346936965520_3589676687737156337_nÓli hennar Andreu hannaði líka þetta print – sjálf á ég þennan kimono en ég keypti hann fyrir nokkru síðan. Mér finnst hann ótrúlega fallegur og fullkomin flík til að vera í yfir plain kjól og gera hann fínni. Smell passar líka inní kimono tískuna sem er allsráðandi núna :)

Ég var alltof löt að taka baksviðsmyndir í þetta sinn en hér eru þó fjórar sem mér fannst skemmtilegar af þeim fáu sem ég tók…

baksviðsandrea baksviðsandrea2 baksviðsandrea3 baksviðsandrea4

Frábært teymi og aðdáun mín á Andreu og Aldísi er svo mikil og ég hreinlega dýrka að vinna með svona hæfileikaríkum konum – þær tvær eru algjörir gullmolar! Ég var eiginlega að fá að stela þessari mynd sem ég tók einmitt af þeim vinkonunum í smá ljósatesti – það er líka gaman að leika sér smá í myndatökum:)1975123_10152320572734555_6378253996995248889_nÞessar eru yndislegar og ég er svo þakklát fyrir að eiga þær að og að fá að vinna svona oft með þeim:)

Hvet ykkur til að gera ykkur leið í Hafnafjörðinn í AndreA Boutique til að skoða úrvalið af fallegum flíkum betur. Það getur þó verið hættulegt fyrir veskið – alla vega hef ég aldrei farið tómhent þaðan út.

EH

Uppáhalds maskarinn í augnablikinu!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1