#konurerukonumbestar

FÓLKINSTAGRAMÍSLENSK HÖNNUN

Nú er mánuður liðinn frá því að við settum í sölu góðgerðabolina fínu. Við fengum ótrúlegar viðtökur og bolirnir sem aðeins áttu að seljast í 100 eintökum seldust margfalt upp !!! Við erum allar í sama liði og ég er svo þakklát fyrir það.

Það hefur verið svo ánægjulegt að sjá ykkur deila myndum á samskiptamiðla og hjálpa þannig til við að dreifa boðskapnum – klappliðið stækkar hratt og örugglega. Við kunnum svo vel að meta allar góðu heimsóknirnar sem við fengum á Laugaveginn, símtölin, snöppin, story og myndirnar á Instagram merktar #konurerukonumbestar.

Verkefnið stendur fyrir jákvæðni og ástríðu fyrir því að vilja breyta neikvæðu hugafari í samfélaginu okkar. Við viljum að konur (og karlar) standi saman og haldi með hvort öðru þegar vel gengur. Áfram við öll! Verum fyrirmynd fyrir okkur sjálf og næstu kynslóð á eftir.

Ég fékk að “stela” þessum Instagram mómentum hér að neðan – TAKK!

Áfram gakk.

xx,-Elísabet Gunnars & AndreA.-

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

DRESS

DRESSLÍFIÐ

Útsýnið í augnablikinu ..  með sunnudagsbollann í sólríku sveitinni.

Ég er svo þakklát fyrir viðtökurnar á verkefni okkar Andreu sem fór í sölu fyrir helgi – konur eru konum bestar. Það sem gleður mig mest er sú staðreynd að þið virðist svo margar vera að tengja við boðskapinn og það hjálpar svo sannarlega til við að breyta neikvæða hugafarinu. Stofnum klapplið og bjóðum öllum að vera með!

Á þessum góða degi á Laugavegi klæddist ég buxum sem margirv vildu vita meira um. Þær urðu mínar sama dag eftir að ég spottaði þær á slánni hjá Andreu.

Ég þyrfti að hafa Aldísi Pálsdóttir með mér hvert sem ég fer. Hún á heiðurinn af myndunum sem teknar voru í lok dags.

Bolur: Konur eru Konum bestar / Elísabet Gunnars x AndreA
Buxur: AndreA Boutiqe
Peysa: AndreA Boutiqe
Eyrnalokkar: AndreA Boutiqe
Skór: Mango

//

I am so happy with the great response we go on our project. I made a statement T-shirt with the designer and my friend, Andrea. The idea was to remind women to be positive and nice to each other. We changed a old negative saying in Icelandic to a positive one and it says something like “Women are women’s best friends”.

The t-shirts are sold out and above you can see my dress that day. T-shirt by me, Sweater and pants by Andrea and shoes from Mango.

TAKK.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÁBERANDI EYRNALOKKAR

SHOPTREND

English Version Below

unspecified-4

Ég eignaðist svo fallega eyrnalokka í síðustu viku. Systir mín færði mér lokkana frá Íslandi en það hefur ekki farið framhjá ykkur sem fylgið mér á Instagram story. Ég hef notað þá daglega frá því að þeir urðu mínir.

 

img_3551img_3560

 

Fyrir tveimur árum talaði ég um áberandi eyrnalokka í tískubabbli mínu fyrir Fréttablaðið, hér. Þá grunaði mig ekki hvað þetta trend myndi halda velli í langan tíma … eða fór það kannski og kom svo aftur?

Lokkarnir eru frá verslun Andreu Boutiqe þar sem þeir seljast á verðbilinu 1990,- 3.990,-. Það var ómögulegt að velja á milli því úrvalið er mjög mikið af fallegum týpum.
Laugardagslúkkið á þessum bænum. Einföld og ódýr leið til að lífga uppá dressið.

img_3558img_3562

img_3569img_3565

 

//

My sister brought me these beautiful earrings last week when she came for a visit. I really love the look and have been wearing them since.
They are from Andrea Boutique in Iceland and you should go and have a look the different types she has. The price is good which is a big plus.
The statement earrings trend seems to continue through the summer – a good “finish” for every look, casual or evening.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ANDREA BOUTIQUE OPNAR Í 101

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Góðan daginn!  Þetta er útsýnið mitt með morgunbollanum. Falleg forsíða Trendnet tók á móti mér umvafinn nýrri auglýsingu frá íslenska fatahönnuðinum Andreu Magnúsdóttir.

16838074_10154500313857568_2073970623_n

AndreA Boutique hefur hingað til aðeins verið í Hafnafirði en opnar dyrnar á Laugavegi 72 í dag, laugardaginn 18 febrúar – spennandi! Af því tilefni býður verslunin í boð milli klukkan 14 – 17. Ef ég væri ekki hinu megin við hafið þá væri svo sannarlega mætt til að skála við fatahönnuðinn og dugnaðarforkin hana Andreu og hennar teymi. Lesið meira um málið: HÉR

16707561_10154864553300520_6919307013297870735_o 16722441_10154864561275520_7771719307011404689_o

AndreA by AndreA SS17 – myndað af Aldísi Pálsdóttir

Það er margt fallegt í boði í sumarlínu verslunarinnar að þessu sinni. Ég þarf að kíkja í heimsókn eins fljótt og möguleiki er á.

Ertu á leiðinni út í kvöld? Verður helgardressið íslenskt? Gleðilegan laugardag!
Til hamingju með nýju búðina AndreA by AndreA

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ANDREABYANDREA

DRESS

English Version Below

File_07-10-2016_21_38_08_13c36e2a-041a-4984-8e31-2af228db605c_large

Ég sit í dómarastólnum hjá Andreu Boutiqe í október, ásamt Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara. Verslunin fagnar 7 farsælum árum og gleður viðskiptavini sína með stórum gjöfum í tilefni þess. Til að mynda fæ ég að gefa 40.000 (!!) króna inneign til Instagram vinar. Ég mæli með að þið lesið meira um málið: HÉR
Þetta er mín nýjasta Andreu flík, kimono sem ég á eflaust eftir að nota endalaust – flík sem ég get dressað upp og niður eftir tilefnum. Í gær lífgaði hún uppá ansi gráan haustdag hér í sænska. Við Manu létum veðrið ekki stoppa okkur í stuðinu ;)

 

14741083_10154147797912568_928667132_n image2

Hattur: Lindex (sýni betri myndir síðar)
Kimono: AndreA Boutiqe
Buxur: H&M (gamlar)
Skór: Gardania/ GS Skór

//

Two friends of AndreA Boutique have the chance to win  40.000 ISK in October …  I am one of the judges ;) More: HERE
This striped kimono is my newest item from the talented designer.  I will probably use it a lot.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

HANDTASKAN INNIHELDUR ..

DAGSINSÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ

photo

Ég er ein af þeim sem er alltaf með handtösku. Yfirleitt geng ég lengi með sömu og frá því í haust hef ég borið þessa íslensku frá Andreu Magnúsdóttur. Stærðin er frábær því það komast ótrúlegustu hlutir ofan í hana. Í dag er hún nokkuð tóm, miðað við oft áður.

Útsýni dagsins –

Úps – það sést ekki útsýnið sem ég er að reyna að fanga.

 

photo 4

 

.. og inn með bumbuna. Til að taskan náist með á mynd.

photo 1

Leður á leður á leður.
Jebbs – þessir dásemdar skór eru mínir!

photo 3
Fín – mín.
Fæst: HÉR

photo 2

Ég hellti úr veskinu til að sýna ykkur innihaldið. Hef stundum fengið þá beiðni inná póstinn hjá mér.

Í dag er staðan þessi:
Súkkulaði: Nói Síríus suðursúkkulaði sem kom í póstkassann í morgun (takk mamma)
Varalitur: Loréal – litur:234
Tannþráður: OralB
Svampur: Real Techniques
Naglalakk: Essie Mademoiselle
Concealer penni: H&M
Púður: Mac Mineralize Skinfinish
Bláa Lónið krem: Ferðastærð af uppáhalds andlistkreminu mínu / Rich nourishing cream
Sími: Iphone 5S – skjárinn er mölbrotinn og því 6s mín næstu kaup
Teygja: Apótek
Sólgleraugu: RayBan Wayfarer
.. Einnig sést glitta í minnismiða og penna sem er mikilvægt þessa dagana.

__

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

AFMÆLISGJÖF FRÁ ANDREU

ÍSLENSK HÖNNUN

UPPFÆRT:

Einhvertíman ætla ég að hafa leik þar sem allir fá gjöf!  Það er alltof erfitt að velja bara einn og þá sérstaklega þegar þátttakan er jafn góð og hér að neðan. Við Andrea erum auðvitað í skýjunum og þökkum kærlega fyrir að þessu sinni. Til að það sama gangi yfir alla þá nýtti ég mér vefsíðuna random.org til að finna vinningshafa dagsins. Upp kom talan 121 og ég dúllaði mér við að telja niður.

Anna Margrét Steingrímsdóttir er sú heppna að þessu sinni og fær tignarlega gráa slá í tilefni afmælisins.

“Aww vá mér finnst allar vörurnar æðislegar en myndi ég vinna myndi ég velja mér gráu slánna”

Vinsamlegast hafðu samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

_

Góða kvöldið og gleðileg jólin!  Miðað við gjafmildi AndreU á afmælum verslunarinnar mætti segja að jólin kæmu snemma í ár. Það er orðin árleg hefð hjá mér að gefa fatnað frá íslenska hönnuðinum á þessum tíma. Í fyrra gaf ég glitrandi samfesting sem þá var nýr í mínum skáp. Í ár gef ég meira frelsi til lesenda og verð með þrjár ólíkar gjafir í boði. Hver af þeim hentar þér best?

A

 

Að bera slá sem yfirhöfn er eitt af tignarlegri trendum haustsins.Þessi glæsilega gráa hefur verið í uppáhaldi hjá mér og ég er viss um að hún fari okkur flestum.

Það eru ekki bara herrarnir sem klæðast rúllukraga í haust. AndreA sjálf seldi mér þennan fyrir nokkru þegar hún klæddist honum á forsíðu Nýs Lífs, glæsileg að vanda.

Dream Catcher hálsfestin er minimalísk og falleg og fæst í tveimur litum.

Processed with VSCOcam with g3 preset Processed with VSCOcam with m3 preset Processed with VSCOcam with g3 preset Processed with VSCOcam with m3 preset Processed with VSCOcam with g3 preset

Þið afsakið naflann út í loftið … það er örugglega kominn tími á að ég segi ykkur almennilega frá líkamlegu ástandi mínu. Það fer ekki á milli mála að ég er ekki einsömul í mínum eigin líkama þessa dagana. Kem að því mjög fljótlega.

Slá: AndreA
Rúllukragabolur: AndreA
Hálsmen: AndreA
Buxur: Gina Tricot
Skór: Won Hundred

Það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á að fá afmælisgjöf frá Andreu Boutique.

1. Skrifa komment á þessa færslu með þinni ósk um verðlaun (slá, rúllukragi, hálsfesti)
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri.
Líkar ekki öllum við AndreA og Elisabetgunnars á Facebook?

Ég dreg út vinningshafa í lok vikunnar (30.10.15)

Til hamingju með afmælið elsku AndreA!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Nýjar gersemar

FallegtFylgihlutirIlmirÍslensk HönnunLífið MittNýtt í FataskápnumSS15

Það bætast reglulega nýjar gersemar við fataskápinn og fylgihlutina mína… Ég á ótrúlega bágt með mig í kringum fallega hönnun og það var ein af ástæðum þess sem ég varð að eignast eina af nýjustu hönnun vinkonu minnar Andreu Magnúsdóttur sem er stórglæsileg leðurtaska. Á sama tíma bættist við kimono og ilmur í safnið frá allra uppáhalds tískuhúsinu.

Mér fannst þetta allt passa svo vel saman svo hér sjáið þið þrjár af mínum nýlegustu gersemum í fataskápnum, fylgihlutunum og ilmvatnshillunni…
gersemar

Taska: AndreA Boutique
Kimono: AndreA Boutique
Ilmur: Brit Rythm Florale frá Burberry

gersemar3

Ég hef sagt það svo oft áður að ég er farin að hljóma eins og rispuð plata en mér Burberry er mitt allra uppáhalds tískuhús og mér þykir þessi ilmur svo sannarlega endurspegla klassískar hliðar merkisins. Ilmurinn er nýr af nálinni hjá merkinu og ég fékk þennan til umfjöllunnar í nýjasta Reykjavík Makeup Journal sem þið fáið nú frítt í næstu verslun Hagkaup. Brit Rythm er ilmur sem kom fyrst á markaðinn fyrir ári síðan en Florale útgáfan er sett á markað núna fyrir sumarið en hann er frísklegri útgáfa og svona blómkenndari eins og nafnið gefur til kynna. Ilmurinn er rosalega ferskur og léttur og sumarlegur en sítróna, amber, jasmín og musk eru meðal tóna sem einkenna hann. Það er svo ofurskvísan Suki Waterhouse sem er andlit ilmsins. Mér finnst alltaf voða skemmtilegt þegar tískuhúsið notar þessar eðaldömur Bretlands í stórar herferðir hjá sér en í síðustu ilmvatnsherferð merkisins fyrir ilminn My Burberry eru það Kate Moss og Cara Delevigne sem sitja fyrir. Mæli með að þið skoðið þennan – ég elska glasið það er svo ekta Burberry!

Svo er það taskan… ég dýrka hana og hún er bara orðið veskið mitt. Ég er með allt það nauðsynlegasta í henni – símann, veskið, lyklana, hárteygjur, varasalva, heyrnatól fyrir tölvuna og tyggjó – fyrir mér eru þetta algjörlega ómissandi hlutir en svo er auðvitað alltaf eitthvað sem smyglar sér með sem er misgáfulegt. Kosturinn við að vera með svona litla tösku er að ég get ekki troðið endalaust í hana en ég á það til að vera með alls konar dót með mér sem ég þarf ekkert á að halda. Andrea sjálf sagði mér að hún er oft með þessa litlu bara í stærri tösku þar sem hún er með fleiri hluti sem fylgja manni oft en maður nennir ekki alltaf að dröslast með – svo kippir hún bara litlu töskunni upp með sér þegar hún þarf ekki á þeirri stóru að halda. Ég hef alveg tekið hana á orðinu og geri þetta sjálf. Taskan er alveg sjúklega flott, ég elska logoið utan á henni, það kom band með henni til að setja hana á öxlina en svo er líka band sem maður getur sett utan um úlnliðinn og þannig er ég sjálf mest með hana. Hún er fóðruð að innan með logoi merkisins og alls konar sniðugum hólfum. Ég kolféll alla vega fyrir þessari og splæsti henni á mig ekki fyrir svo löngu – ein bestu kaup sem ég hef gert en ég hef ekki farið útúr húsi án hennar síðasta mánuðinn!

gersemar2

Svo sjáið þið aðeins glitta í nýjasta kimonoinn – en eins mikið og ég elska Buberry þá get ég aldrei hamið mig þegar kemur að kimonounum frá henni Andreu minni – ég á þá nokkra og ég get með sanni sagt að ég mun ábyggilega aldrei eiga of marga! Þessi er talsvert ólíkari öðrum sem ég á frá Andreu en ermarnar eru aðeins styttri, hann er öðruvísi í sniðinu og það er kögur meðfram faldinum – hann er æði og ég þarf endilega að fara að græja dressfærslu þar sem sést betur í hann en þið sjáið glitta í hann HÉR.

Ég vona að vinnuvikan ykkar hafi byrjað vel – njótið vikunnar og vonum að sólargeislarnir fari að láta sjá sig betur :)

EH

Ilmvatnið sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á því og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Annað Dress: LOVE

Annað DressBiancoFashionLífið MittNýtt í FataskápnumSS14Vero Moda

Ég er í einhvers konar veðuruppreisn þessa dagana, ég vil bara fá sandalaveður og þar sem ég hef ekki þolinmæði í að bíða eftir því þá skelli ég mér bara frekar í sandala og vona að þannig komi þetta dásamlega veður sem ég býð eftir. Ég gerði það einmitt í gær þegar ég hélt út til að eiga smá gæðastund með nokkrum af bloggurunum á Trendnet. Þegar ég veit að ég er alla vega ekki mikið að fara að vera úti þá finnst mér ekkert mál að fara bara útí sandölum. Ég er komin með ansi flott safn fyrir sumarið sem ég deili núna smám saman með ykkur, en fyrst er það dress dagsins…

lovedress4

Aftur fallegi og fíni körfuboltinn framan á mér sem stækkar bara og stækkar, ég er eiginlega alveg hætt að geta meirað segja rennt upp buxnaklaufinni á buxunum sem ég passa enn í svo ég fer bara í síða toppa yfir það er ekkert að því :)

lovedress5

Jakki: Vero Moda – Ég greip þennan með mér heim úr vinnunni þegar ég kíkti inní búð á föstudaginn. En ég var að finna á fimmtudagskvöldið að stilla upp fremri hluta búðarinnar. Þessi jakki var að koma fyrir helgi og ég féll samstundis fyrir honum. Sniðið er beint og mjög flott, liturinn er virkilega fallegur og gaman að vera ekki bara alltaf í svörtu en getað nota þennan fína jakka við svo ótalmörg tilefni. Jakkinn kostar 10.900kr fyrir áhugasamar og ég er í stærð 38. Ég vil helst hafa vasa á öllum yfirhöfnunum mínum og þoli ekki þegar þeir eru ekki á sínum stað en á þessum eru djúpir og góðir vasar fyrir allt dótið mitt ;)

Bolur: T by Alexander Wang, Sævar Karl – Þessi hefur reynst mér vel og mun reynast vel á meðgöngunni en ég á hann líka í gráu. Flottir síðir stuttermabolir við buxur sem ég get ekki einu sinni rennt upp!

lovedress

Sandalar: Bianco – Ég er svo ástfangin af þessm fallegu gersemum sem eru nýjir í skóskápnum fyrir sumarið! Metallic sandalar með svona fallegum orðum og verður gaman að spóka sig um í í sumar. Ég  naut þess að vera í þessum í gær þó svo það hafi verið smá vindur, ég fann ekkert fyrir honum því ég var í svo miklu sumarskapi í LOVE sandölunum. Þessir kosta 6990kr í Bianco og ég mæli algjörlega með þeim. En ef ykkur líst á þá þá komu alls ekki mörg pör. Ég er svakalega ánægð með mína en þeir eru með dáldið þykkum botni sem verður gott fyrir mig þegar líður enn meir á meðgönguna.

Naglalakk: Lapiz of Luxury frá Essie, einn af mínum uppáhalds!

lovedress2

Taska: AndreA Boutique, ég var hjá henni Andreu minni í Hafnafirðinum um daginn að kynna Essie naglalökkin hjá henni. Hún var þá að frumsýna nýjustu afurð sína sem er þessi glæsilega taska sem er úr geitleðri. Ég stóðst hana engan vegin og keypti hana og er búin að nota hana alla daga síðan. Ef ég er með stóra tösku þá treð ég endalaust á hana en ég kem öllu sem ég þarf í þessa. Svo skelli ég bara þessari í stærri tösku ef ég þarf meira dót með mér og gríp þessa svo uppúr þegar ég þarf ekki á hinu að halda!

Naglalakk: Mint Candy Apple frá Essie, það eru enn svo margir fallegir litir sem mig langar að vera með á nöglunum frá Essie að ég tými ekki að vera með eins á fingrum og tám ;) Þessi litur er sá allra vinsælasti á Íslandi!

lovedress6

Kúla: 27 vikur! Ég upplifði í fyrsta sinn í gær að mér liði eins og ég þyrfti að halda undir kúluna mína þegar ég rölti um, allt í einu var eins og hún hafði sigið. Ég er dáldið svona að upplifa það núna að þessi meðganga sé bara að liða alltof hratt, en það er samt nóg eftir, alla vega á ég eftir að gera fullt af skemmtilegum hlutum í sumar áður en settur dagur rennur upp.

lovedress3

Hálsmen: Pieces, Vero Moda – Ég keypti þetta líka á sama tíma og jakkann, það er í raun þrefalt og er mjög flott. Það er örlítil kúla efst, svo kemur óskabein og svo fjöður. Menið er til líka silfrað og gyllt en ég hreifst mest af þessu. Pieces er eitt af mínum uppáhalds merkjum inní Bestseller fyrirtækinu og mér þykir fátt skemmtilegra en að stilla upp Pieces vörunum í vinnunni sem er t.d. verk morgundagsins – hlakka til!

Kimono: AndreA Boutique, hér sést svona rétt glitta í glæsilegan kögur kimono frá henni Andreu minni sem ég þarf að sýna ykkur betur síðar. Ég er gjörsamlega sjúk í það sem þessi dama gerir ég get bara lítið af því gert ;)

Vona að vinnuvikan ykkar fari vel af stað, hérna megin ætla ég að klára að fínpússa Reykjavík Makeup Journal sem fer í prentun núna á miðvikudaginn!!! Þetta er sko alltaf jafn spennandi ég lofa og blaðið er það flottasta hingað til ;)

EH

Viðtalið í Vikunni – ef einhver vill lesa :)

Lífið Mitt

Nú er komin nýtt tölublað af Vikunni í sölu í verslunum landsins, það er ekki lengur undirrituð sem tekur fagnandi á móti ykkur við búðarkassann í Hagkaup. Svo nú má ég deila með ykkur viðtalinu mínu – svona ef ykkur vantar eitthvað smá lesefni með kaffibolla helgarinnar.

Mér fannst þetta ótrúlega gott tækifæri fyrir mig til að aðeins ná að bæði létta af mér og mögulega að ná að breiða boðskapnum um jákvætt hugarfar og hvað það er bara fullkomlega mannlegt að gera mistök og bara læra af þeim. Ég vona því að þið munið njóta lestursins – gjörið svo vel…01 fors copy 234-38 forsiduvidtal134-38 forsiduvidtal234-38 forsiduvidtal334-38 forsiduvidtal434-38 forsiduvidtal5

Ljósmyndari: Rut Sigurðardóttir
Hár & Förðun: Helga Kristjáns
Viðtal: Hildur Friðriksdóttir

Ég er sjálf alveg ótrúlega ánægð með viðtalið og myndirnar líka, ég upplifði svona smá – vá ég er skvísa – móment þegar ég sá þær fyrst. Hún Rut er sannarlega snillingur í sínu fagi og það var yndislegt að fá smá dekur frá henni Helgu og mér þykir svo gaman að heyra hvað margir eru búnir að hrósa sérstaklega förðuninni hennar við mig – hún er sannarlega fagmaður!

Fötin fékk ég í láni hjá henni Andreu vinkonu minni í Hafnafirði og í Selected í Smáralind. Þetta var nú kannski aðeins erfiðara að finna föt en ég hélt en ég var með svo gott fólk í kringum mig að þetta var leikur einn. Spjallið við hana Hildi var svo alveg yndislegt og eins og ég er búin að segja við svo marga þá var svo gott að fá að létta smá af sér og við Hildur vorum held éga bara eins og við höfðum þekkst áratugum saman og minntum ábyggilega á ömmur okkar sem við komumst að í ferlinu að eru einmitt bestu vinkonur – svona er heimurinn lítill.

Takk fyrir mig Vikan – ég er svakalega þakklát fyrir hvað þið gerðuð gott úr sögunni minni***

EH