fbpx

BRÚÐARKJÓLLINN // WEDDING DRESS

BRÚÐKAUP

English version below

Loksins kemur þessi færsla sem svo margir hafa verið að rukka mig um…

Ég vildi bíða aðeins með að birtinguna þar til ég fengi myndir í betri gæðum og nú hef ég loks fengið þær í hendurnar frá snillingnum – Sögu Sig. Ég hef fengið heilt haf af spurningum og biðst afsökunar ef ég hef ekki verið nógu dugleg að svara einhverjum.

Hvar á ég að byrja? Ég er ekki endilega þessi týpíska brúður sem beið spennt eftir því að klæðast hvítum síðkjól og fara í prinsessuleik upp að altarinu. Ég vissi frá upphafi að kjóllinn minn yrði einfaldur í sniðum og ég lagði mikið uppúr því að hann yrði úr fallegu efni.

Mig langaði helst ekki að láta sauma hann heldur byrjaði á því að leita að draumakjólnum og vonaðist eftir því að finna hann annað hvort frá flottu tískuhúsi eða jafnvel notaðan á slá hér eða þar um heiminn. Ég fann einn eða tvo sem mér fannst algjör draumur en þeir kostuðu í kringum 1 milljón íslenskra króna (sem ég gat ekki hugsað mér að leggja út fyrir kjól, þó að þetta væri brúðarkjóllinn minn). Þá heimsótti ég vintage búðir í París, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn sem dæmi, en því miður fann ég enga gullmola sem kölluðu á mig.

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Það var einn kjóll sem ég var með á heilanum og sá kjóll gaf mér hugmyndir um hvernig ég vildi hafa minn. Ég tók því þá ákvörðun að hanna kjólinn sjálf í samstarfi við Andreu Magnúsdóttur vinkonu mína og fatahönnuð (og bloggara á Trendnet). Andrea vill reyndar ekki taka neinn heiður af hönnuninni þar sem ég var svo ákveðin á mínu. Hún hafði orð á því að ég væri fyrsta brúðurinn sem leyfði henni ekkert að komast að, ég vissi nefnilega nákvæmlega hvað ég vildi og það var bannað að fara út fyrir línuna og koma með nýjar hugmyndir ;) sorry elsku Andrea hvað ég var mögulega erfið út í gegn.

Verkefnið gekk ekki áfallalaust fyrir sig því fyrst prufaði ég að láta sauma kjólinn í Tælandi þegar bróðir minn og mágkona voru þar í heimsreisu. Þau voru snillingar að standa í því fyrir mig og ég er þeim svo þakklát. Rei, tælenski klæðskerinn, var samt ekki alveg að átta sig á pælingum okkar Andreu og því saumaði hann fyrst samfesting á ca. 10 ára barn og svo kjól í stærð XXL – ég hló svo mikið þegar ég fékk kjól númer tvö að ég vissi ekki hvert ég ætlaði.

Mynd: Saga Sig

Þar sem ég er búsett erlendis þá fóru fyrstu mælingar fram í gegnum FaceTime og síðar í gæsunarferð minni í Kaupmannahöfn þegar við Andrea vöknuðum á undan öðrum vinkonum mínum og mátuðum prufukjól sem þá hafði komið frá Indlandi. Þar stóðum við uppi á stól, læstar inná baðherbergi, í beinni við saumastofu og sýndum þeim hvað við vildum laga. Pælið þið í því hvað tæknin gerir manni gott, bjargaði mér algjörlega í mínum undirbúning.

Þegar ég lenti svo á Íslandi, tveimur vikum fyrir brúðkaup, var endanlegur kjóll lentur á klakanum og við vorum yfir okkur ánægðar með útkomuna. Það þurfti lítið að laga og efnið var fullkomið – stíft silki frá Indlandi.

Mynd: Saga Sig

Af því að ég gerði kjólinn sjálf þá leyfði ég mér að kaupa draumaskóna frá Manolo Blahnik. Þeir eru svo æðislegir og ég mun hafa þá uppi í hillu sem skraut það sem eftir er. Ást við fyrstu sýn! Þetta eru þeir sömu og vinkona okkar Carrie Bradshaw fékk frá Mr. Big sem bónorð á sínum tíma. En ég valdi að hafa mína í hvítu.

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Kjóllinn er í beinum línum með djúpt V að framan og aftan. Það klæðir mig vel að vera í svona flegnu þar sem ég er brjóstalítil og get því sleppt því að vera í brjóstahaldara. Mér fannst algjört must að vera með mjög sítt slör en fann það ekki á Íslandi svona stuttu fyrir brúðakaup. Þá rákust við á myndir af Ásu Regins (gullmola og fyrrverandi bloggara hér á Trendnet) og prufuðum að hafa samband við hana. Ég verð henni ævinlega þakklát hvað hún tók vel í að lána mér það (Something Borrowed .. <3 ) því það slör var 100% fullkomið við kjólinn. Ég vildi leyfa bringunni að njóta sín og bar því enga hálsfesti en var með gullfallega eyrnalokka með blárri perlu (Something Blue ..) frá Soru Jewellery (Fæst hjá Hlín Reykdal úti á Granda). Handtaskan mín var perluveski frá langömmu minni heitinni, það sama og stjúpmamma mín bar í sínu brúðkaupi (farsælt hjónaband þar .. ) – svo gullfallegt! Undirfötin voru svo frá Ellu M / Lindex, en ég fór því miður aldrei í þau heldur var í mjög “ljótum” húðlituðm nærbuxum sem sáust ekki í gegnum kjólinn (tips að taka til sín fyrir verðandi brúður).

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Hár og makeup var í höndum landsliðsins, Harpa Kára og Theodóra Mjöll sáu um sína konu og þær kunna svo sannarlega sitt fag! Það má kannski taka það fram að ég var til dæmis búin að gráta helling í athöfninni þegar þessar myndir voru teknar og var ekki með neitt makeup til að laga mig á milli kirkju og myndatöku … og samt hélst förðunin svona vel.

Mynd: Saga Sig

Mynd: Saga Sig

Yfir það heila var ég rosalega glöð með lúkkið. Seinna um kvöldið skipti ég svo yfir í kjól frá Michael Lo Sordo/Net a Porter og betri dansskó frá Fruit/GS skóm til að geta notið mín betur á dansgólfinu. Það var góð ákvörðun.

Fljótlega mun ég birta ýtarlega færslu um brúðkaupið frá A – Z og þar skal ég reyna að svara öllum spurningum sem mér hafa verið að berast síðustu vikurnar. Mín hugmynd er að geta gert ákveðinn tékklista sem mig bráðvantaði fyrir mitt brúðkaup, þá getur fólk plokkað út það sem passar þeirra hugmyndum.

TAKK allir sem sýnið brúðkaupinu okkar svona mikinn áhuga <3 ég elska að deila því með ykkur. Þessar myndir gera mig líka mjög meyra og þessi póstur því skrifaður með gleðitár í augum. Að giftast ástinni sinni er það besta og skemmtilegasta sem til er. Mæli með fyrir alla, konur og karla!

OG TAKK ANDREA. Ég hefði aldrei getað þetta án þessarar frábæru vinkonu. Hún var svo þolinmóð og jákvæð á þetta verkefni og var í raun duglegri en ég að drífa það áfram. Ég verð henni ævinlega þakklát og veit ekki hvernig ég get endurgjaldað þennan greiða – Konur Eru Konum Bestar!

Mynd: Saga Sig

Fyrir áhugasama þá var Gunni í sérsaumuðum, klassískum svörtum smoking frá Suitup Reykjavík með flottum detailum. Skórnir voru klassískir frá Loake og síðan keypti hann ódýrari loafers frá Asos fyrir dansgólfið sem hann skipti þó aldrei í.

Psst:
Marta á Smartlandi birti samdægurs frétt og “paparazzi” myndir frá kirkjunni og ég hafði gefið henni upplýsingar um kjólinn sem að fylgdu með fréttinni, þið getið lesið þá frétt: HÉR og séð svo smekklegu gestina okkar HÉR <3

//

Finally the blog about my wedding dress that so many have been asking about.

The dress was designed by me in corporation with my great friend and fashion designer – Andrea. My idea from the beginning was to find the perfect dress from some fashion house or some hidden second hand treasure. I found two that I really liked but the price tag was not in my range so I had to find another way. 

I am maybe not the typical bride and didn’t want a princess dress. I wanted a simple dress with straight lines in a beautiful fabric. After some different attempts in Thailand, where I first got jumpsuit for a 10 year old and then a dress in XXL, I got the dress in a beautiful silk from India. Andrea was in charge of the process and thanks to her I got this perfect dress (in my opinion) 2 weeks before the wedding.

Because I didn’t find the designer dress I let myself buy the shoes of my dream, inspired by my friend – Carrie Bradshaw. The white Manolo Blahnik will be probably be decoration in my living room, I really love them. The earrings were from Soru Jewellery, the handbag and veil I loaned for the day from my great grandma and a good friend. 

Hair and make-up were done by talented friends and I couldn’t be more thankful for all the help and love I got this day. Thank you!

//

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÚTSALA Í YEOMAN

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Andrea

  23. July 2018

  Þú fallega fallega brúður ❤️
  Vá hvað þetta eru fallegar myndir hjá Sögu.
  Þetta var nú meira ævintýrið ;) ég er svo glöð að ég gat hjálpað og và að taka þátt í undirbúningnum.
  Ég segi það ekki nógu oft en ég elska elska elska fólk sem klæðir sig gjörsamlega eftir eigin sannfæringu og vita nákvæmlega hvað þau vilja … ég þarf varla að taka það fram að þi ert ein af þeim.
  Svo sjúklega flott og gaman að vinna með þér að þessu eins og öðru
  Til hamingju með ástina … þetta er rétt að byrja
  One love
  Andrea

 2. sigridurr

  24. July 2018

  VÁVÁVÁ! Svo glæsileg alltaf!!! xxxxx

 3. Anna

  29. July 2018

  Þessi kjóll er draumur!
  En ein spurning, er að fara að vera í svipuðu sniði fljótlega og er líka smábrjósta, varstu með einhverja límmiða eða bara ekki með neitt?