JÓLASVÖR Á SMARTLANDI

LÍFIÐMAGAZINE

English Version Below

Ég sit fyrir svörum hjá Mörtu Maríu á Smartlandi í dag þar sem ég fer yfir jólatrendin í ár ásamt því að koma inn á mínar jólagjafaóskir og hátíðarhefðir sem við fjölskyldan höfum skapað saman síðustu árin. Ég fékk leyfi til að birta smá brot af viðtalinu hér á blogginu –

 

„Jóla­tísk­an er meira spenn­andi að því leit­inu að maður leyf­ir sér að fara út fyr­ir boxið í vali á klæðnaði. Yfir hátíðirn­ar dreg ég fram pallí­ett­ur og nota þær óspart og hvet les­end­ur mína til að gera slíkt hið sama. Pallí­ett­ur passa líka svo vel við aðrar jóla­skreyt­ing­ar.

Á jól­un­um eru þó þæg­ind­in stór þátt­ur þar sem manni vill líða vel í hátíðargírn­um á meðan ára­mót­in eru aðeins ýkt­ari í klæðavali. Þegar maður sest með tás­urn­ar upp í loft eft­ir ljúf­fenga máltíð þá verður maður þakk­lát­ur fyr­ir þæg­inda­valið.

Tísk­an í dag hent­ar þar ein­stak­lega vel – bundn­ir kjól­ar (kimon­ar) eru til dæm­is vin­sæl­ir og þá má nota sem jóla­kjól og losa svo um mittið eft­ir mat­inn. Þá virka sam­fest­ing­ar alltaf vel ef sniðið er rétt. Mæli til dæm­is með ein­um góðum frá AndreA Bout­iqe sem er virki­lega vel heppnaður,“ seg­ir Elísa­bet.

„Jóla­lit­ur­inn, rauður, hef­ur aldrei verið vin­sælli en ein­mitt núna og ég tek þátt í því að klæðast hon­um óspart. Þetta verða því lík­lega rauðustu jól­in í lang­an tíma hvað klæðaburð varðar en ég óska eft­ir hvít­um snjó á göt­urn­ar á sama tíma.“

Ertu þessi týpa sem ert glans­andi fín á jól­un­um? 

„Ég fer milli­leiðina, klæði mig og börn­in mín upp í jóla­dress (fínni klæði) en tím­inn er naum­ur þegar huga þarf að mat og börn­um. Ég enda því oft­ast á að setja hárið í snúð í flýti og læt mér nægja að fela baug­ana og setja rautt á var­irn­ar. Við fjöl­skyld­an erum bara fjög­ur í sænska kot­inu okk­ar og því er stemn­ing­in eft­ir því – við erum fljót að skipta yfir í nátt­föt­in þegar þau hafa verið opnuð úr ein­hverj­um af jólapökk­un­um.“

Ef þú mætt­ir velja einn fylgi­hlut sem ger­ir krafta­verk, hvað mynd­ir þú velja?

„Eyrna­lokk­ar hafa verið sá fylgi­hlut­ur sem hjálp­ar mér við að gera ein­falt dress meira næs – set­ur punkt­inn yfir i-ið. Þó eru sólgler­augu lík­lega minn besti fylgi­hlut­ur – þau hafa bjargað mér ansi oft og það er mis­skilng­ur að þau séu ein­göngu ætluð sum­ar­tím­an­um. Ég óska mér þeirra oft í jóla­gjöf sem sum­um finnst skrít­in ósk í des­em­ber.“
Takk fyrir mig Smartland. Lesið viðtalið í heild sinni: HÉR
//

The Icelandic newspaper MBL interviewed me about the Christmas trends and my kind of Christmas. I don’t have the time to translate so you have use the help of Google Translate to understand more.

 

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

House Tour @ Smartland

InteriorNew House

Yesterday Mbl/Smartland published the interview they did with me regarding our new house and what we have done so far.  I personally felt that it was a little to early bc we are not done with all rooms, but I think they did a nice interview and the outcome looked good :)

Living room painted in my color named “Linnea Sand” from Nordsjö/Serefni.

Display cabinet with my great grandmothers porslin.

Banana plant and pot both from Blomaval.

Our twin boys bedroom – Tent from Numero74/Petit.is

Their beds are from Sebra/Petit.is

G for Gunnarssynir

Þóra Lóas bedroom.

Our bedroom with night lamps from Bauhaus.

Carpet from Bloomingville.dk

Guest bath up stairs.

 

We are still renovating parts of our house as the kitchen and guest bedroom, I will show you the process as we are finishing :)

Love,

L

You can also follow me in Instagram – @Lahle

PS. If you like my post, please feel free to click on the little heart ;)

VIÐTAL: MBL.IS

FJÖLMIÐLARHÚRRA REYKJAVÍK

English below

Góðan daginn og gleðilegan mánudag!

Í gær birtist viðtal við mig á mbl.is en þar er ég spurð út í nýjasta verkefnið mitt, verslunarstjórastöðuna hjá Húrra Reykjavík.

viðtal1

Þið getið nálgast viðtalið HÉR.

Annars er undirbúningur í fullum gangi og ég hlakka til að geta sagt ykkur enn meira frá öllu, merkjunum, staðsetningu, opnunartíma o.s.frv.

// I was interviewed for Iceland’s national newspaper, concerning my new job at Húrra Reykjavík. You can find the interview HERE – and see if Google Translate can help! 

xx

Andrea Röfn

SMARTLAND SPJALL

MAGAZINETREND

Smartland spurði mig út í haustið á dögunum …
Ég talaði um útvíða trendið sem hefur verið mis vel tekið af Íslendingum. Sitt sýnist hverjum.

smartland

Hvernig er haust­tísk­an 2015? 

Kápa, t-shirt, leður­stíg­vél og klippt­ar bein­ar galla­bux­ur gæti verið góður ein­kenn­is­bún­ing­ur ef við vilj­um vera „safe“ um að fylgja nýj­ustu tísku­straum­um. Útví­tt mun festa sig í sessi – það hef­ur tekið tíma en ég held að fleiri og fleiri muni taka þátt í trend­inu þetta haustið. Þar ættu strák­arn­ir jafn­vel að fara að detta inn líka, en ég hef trú á að það muni þó drag­ast ör­lítið.

834743

Nú eru föt­in að víkka svo­lítið. Hvernig er best að setja þau sam­an?

Það þarf að sníða þetta útvíða lúkk aðeins eft­ir hæð og vexti. Þegar ég fer til dæm­is í útvíðar bux­ur þá para ég þær með hærri skóm (támjó­um þetta haustið) og aðsniðna skyrtu við létta lausa kápu. Þegar ég svo tek overs­ized skyrt­una á næsta level þá held ég mig ennþá við niður­mjótt buxnasnið. Stúlk­ur sem eru hærri í loft­inu gætu látið allt annað lúkk ganga upp. 

 


Fleiri spurningar og svör og viðtalið í heild finnið þiðHÉR

Góða helgi kæru lesendur!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SMART HEIMA HJÁ MÖRTU MARÍU

Heimili

Þetta fallega heimili datt inn á fasteignavefinn í gær en þarna býr engin önnur en Marta María. Hrikalega flott íbúð þar sem hugsað hefur verið út í hvert smáatriði, eldhúsið er sérstaklega vel hannað og þaðan má svo sannarlega fá innblástur, en stofan er þó toppurinn að mínu mati.

ed4ee430157bb6e3af0e00c9f1892ab61ad09c8d

Stíllinn á heimilinu er “Glam chic” alla leið svona svo við slettum smá. Speglakommóðan og nokkrir fleiri hlutir setja síðan smá Carrie Bradshaw svip á heimilið (seinni íbúðin), ekki slæmt það:)

433ebbe82e8ad37d1ee19d5c74d8693169da2bc3

Eldhúsið er líka æðislegt, speglahillurnar fyrir ofan innréttinguna eru mjög flott lausn og létta mikið á rýminu sem er ekki stórt. Það sem er sérstakt við þetta eldhús er hversu hlýlegt það er, þá spila auðvitað saman litaval á veggjum og gólfsíðar gardínur en ekki síður smáhlutirnir eins og tímaritin og blómin í vösunum.

ec5a7951bd008d4927d003a8896aea890f61e912 47407d35e33d930b3c10223de0133b3a188095c0 32396dfa3d244f8bdd979380a8b6260cf71e4162 e07f4cdf54a4bafd65afd00a972b0d2fef50d1d6

Æðislegt heimili!

Fyrir áhugasama þá má finna frekari upplýsingar um þessa íbúð hér. 

TÍSKUBLOGGARA- ELÍTAN

LÍFIÐ


Smartlandið hjá Mbl birti brot úr Monitor greininni frá því á fimmtudaginn.

Þar svaraði ég meðal annars þessu :

Hvers vegna ætti fólk að kíkja inn á síðuna?
Af því að það er svo hjartanlega velkomið. Ég veit líka að ef það lítur inn einu sinni þá lítur það inn aftur og aftur og aftur …

Hafði ég rétt fyrir mér?
Mér líður allavega vel að vera komin hingað yfir og vona að ykkur líði eins.

Viðtalið í heild sinni getið þið lesið: HÉR

Góðar stundir,
xxx,-EG-.