fbpx

MARTA SMARTA SELUR GLÆSILEGT HEIMILI SITT Í LJÓSALANDI

Heimili

Marta María á Smartlandi hefur sett glæsilegt heimili sitt í Ljósalandi á sölu og myndirnar eru algjör draumur! Marta smarta eins og hún er gjarnan kölluð veldur engum vonbrigðum því heimilið er sérlega smart, með gordjöss litasamsetningum, áhugaverðum listaverkum, góðum hugmyndum ásamt fallegum hönnunarmubblum. Þar fara fremst í flokki tveir fagurbleikir Svanir en nýlega festi Marta kaup á glæsilegu kóngabláu Eggi einnig eftir Arne Jacobsen og setja stólarnir mikinn svip á stofuna. Stofan er máluð í fallegum fjólubláum lit og útkoman er algjör veisla fyrir augun.

Kíkjum í heimsókn –

Marta María er óhrædd við að nota liti og útkoman verður eitthvað svo “djúsí”, sjáið hvað bleiku Sjöurnar fara vel saman við fagurblátt eldhúsið sem er málað alla leið upp í loft líka – Frábær hugmynd!

Glæsilegar marmaraflísar á gólfinu ná fram í forstofuna og eldhúseyjan er líka sérlega smart, klædd koparspegli og með marmara. Hér er líklega mjög gaman að elda!

Forstofan er í stíl við eldhúsið, marmari á gólfi og fagurbláir veggir og loft. Óvíst er um framtíð Maralunga sófans góða – klassísk hönnun og jafnframt ein þekktasta ítalska hönnunin. Spennandi að fylgjast með hvort Maralunga verði staddur á nýja heimilinu. Hér má einnig sjá fagurbleika Sjöu og klassíska Bourgie lampann. Takið eftir listaverkinu á veggnum;)

Koparspegill í sturtunni og ljósar flísar á baðherberginu. Speglarnir setja sinn svip á heimilið.

Sjá frekari upplýsingar um þetta fallega heimili á fasteignavef MBL.is – eitthvað segir mér að þetta hús muni rjúka út!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

 

GULLFALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI Í BARMAHLÍÐ

Skrifa Innlegg