fbpx

GULLFALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI Í BARMAHLÍÐ

Heimili

…svo fallegt að það á heima í erlendu tímariti að mínu mati.

Þetta einstaklega fallega íslenska heimili er ekki hægt að láta framhjá sér fara, og það er vissulega til sölu fyrir áhugasama. Hér býr alvöru smekkfólk, með gott auga fyrir litum og litasamsetningum ásamt uppröðunum á húsgögnum og hlutum, sjáið t.d. hvað það kemur vel út að raða sófanum á mitt gólfið í stað þess að láta hann standa upp við vegg. Kíkjum í heimsókn á þetta gullfallega heimili en þess má geta að það var Gunnar Sverrisson sem tók allar myndirnar, sá snillingur.

  

Myndir : Gunnar Sverrisson / Sjá meira hér.

Hvert er ykkar uppáhalds rými? Það er vissulega erfitt að velja bara eitt þegar öll heildin er svona falleg. Ég er sérstaklega hrifin af herbergi heimasætunnar og finnst skemmtilegt að sjá hvernig rúminu er stillt upp þvert yfir þennan stærðarinnar glugga, ásamt því að fötin virðast vera geymd í fallegum glerskáp en ekki í kommóðu. Útkoman er stórkostleg, en á móti öllu glerinu eru svo gólfsíðar gardínur, himnasæng ásamt mottu til að ná inn meiri hlýju. Eldhúsið er líka einstaklega fallegt, svo virðist sem að eldri innrétting með fulningum ásamt sökklum hafi verið sprautuð í þessum ljósgráa lit sem hentar heimilinu sérstaklega vel og eldhúsið er hlýlegt en á sama tíma stílhreint. Má nefna fleiri uppáhalds rými? Því borðstofan græna er auðvitað líka algjört æði!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

MALENE BIRGER X THE POSTER CLUB

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Elín

  18. February 2019

  Þetta er klikkað! Elska líka að sjá óstruajaðan dúk – það er einkennilega rómantískt

 2. Ella

  19. February 2019

  Vá, þetta er æðisleg íbúð!

 3. Pingback: Sjáið myndirnar: Æðislegt eldhús í Barmahlíð - DV

 4. Pingback: Sjáið myndirnar: Æðislegt eldhús í Barmahlíð – DV

 5. Iris Osk Laxdal

  19. February 2019

  <3

 6. Anna Sólrún

  20. February 2019

  Þessi græni litur er eitthvað annað! Holy smoke, sjúkur!