fbpx

MALENE BIRGER X THE POSTER CLUB

Fyrir heimiliðList

Ein af þeim sem ég held mest upp á þegar kemur að heimilum, hönnun & tísku er danska tískudrottningin Malene Birger. Samstarf hennar með The Poster Club vakti því athygli mína og útkoman kom mér aldeilis ekki á óvart. 100% Malene Birger myndi ég segja.  Með yfir 25 ára reynslu í tískuheiminum hefur Malene Birger þróað mjög gott auga fyrir öllu því fallega og hefur hún núna skapað línu af veggspjöldum í samstarfi við The Poster Club, sem selur einnig verkin. Línan samanstendur af 6 ólíkum prentum, sjá úrvalið hér.

Um leið og ég las að Malene væri búin að þróa línu af veggspjöldum vissi ég samstundis um hvernig myndir væri að ræða. En við sem fylgjumst með drottningunni höfum vel tekið eftir hennar einstaka stíl og hvert og eitt heimili hennar (já hún á nokkur) eru skreytt m.a. með hennar list. Þetta er nokkursskonar “krass” stíll, en flottur er hann!

Kíktu í heimsókn til Malene Birger og sjáðu eldri blogg sem ég hef skrifað um hennar heimili, sjá hér.

 

Hvernig lýst ykkur á þetta nýja skref hjá Malene Birger?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

PINTEREST LATELY // FEBRÚAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1