ÓKEYPIS PLAKÖT

BarnaherbergiPlagöt

Ég var að grúska aðeins í tölvunni minni nýlega og mundi þá eftir nokkrum plakötum sem ég hafði búið til og skreytt heimilið með. Til þess að þau rykfalli ekki alveg ákvað ég að deila með ykkur link þar sem hægt er að sækja þessi plaköt frá Dropbox og prenta út. Þetta er eitthvað sem ég ætlaði mér aldrei að selja heldur aðeins til þess að hafa gaman og var bara eitthvað sem mig langaði í á sínum tíma.

Þessi tvö efri hef ég stundum verið með í barnaherberginu en þessi neðri í eldhúsinu. Matarplanið er ég með í ramma sem ég skrifa svo á með töflutúss og þurrka svo einfaldlega af.

Þið finnið Dropbox möppuna hér – það má vel vera að það séu fleiri plaköt þar inni en ég ítreka að þetta var aðeins upp á gamanið og í mínum augum jafnvel ekkert merkilegt:)

BLEIK & FALLEG STOFA

Heimili

Hér er það stofan sem heillar mest en þó er heimilið allt afskaplega fallegt. Stofan er bara eitthvað svo skemmtilega látlaus ef svo má kalla, ófrágenginn sófi og húsgögn úr öllum áttum. Toppurinn er líklega fallegi grábleiki liturinn sem prýðir veggina og gerir stofuna alveg extra djúsí og sæta. Ég sjálf fékk nú bara “leyfi” til að mála bleikt í anddyrinu á okkar heimili með Svönubleikum lit úr Sérefni en hefði ég haft þessar myndir mér til stuðnings hefði ég kannski fengið að mála stofuna alla? Söderhamn sófinn sem hættir aldrei að ásækja mig, hann hreinlega er að grábiðja mig um að kaupa sig. – Jú ég er nefnilega ennþá í sófaleit og ætla aldeilis að leyfa ykkur að fylgjast með þeirri góðu leit.

En að máli málanna, kíkjum á þessa fegurð –

Mikið er þetta skemmtileg stofa, með þrjú ólík stofuborð, púða úr öllum áttum, ólíkar plöntur og flott listaverk á veggjum.

Listaverkin á veggjunum á þessu heimili heilla mig mikið ásamt þessari góðu blöndu af antík við klassíska hönnun. Þungt viðarborðið kemur vel út með Ton armstólnum, HAY pinnastólum og Y stólnum. Allt gjörólíkir stólar en passa vel saman þar sem allir eru þeir viðarlitaðir.

Myndir via Bjurfors 

Skemmtilegt heimili hér á ferð, takið eftir að það eru um 14 pottaplöntur ásamt afskornum blómum á víð og dreif sem skapar svona fallegt yfirbragð. Litavalið er einnig sérstaklega fallegt og afslappað, ég gæti að minnsta kosti vel hugsað mér að búa hér.

IKEA ART EVENT 2017: VELDU ÞÉR LISTAVERK AÐ EIGIN VALI

Ikea

*Uppfært* Búið er að draga út vinningshafa! Þær sem höfðu heppnina með sér og hljóta plakat/plaköt að eigin vali eru: Sigríður Helga Gunnarsdóttir, Ása Magnea, Sigríður Alla, Dagrún Íris, Helga M. Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sif, Anna F. Jónsdóttir og Gyða Lóa, 

Í samstarfi við IKEA ætla ég að gefa 12 heppnum lesendum plakat að eigin vali úr væntanlegri IKEA Art event línunni sem kemur í mjög takmörkuðu upplagi í sölu þann 31.mars.

Ikea Art event línan hefur komið út á hverju ári frá árinu 2015  með ólíku þema á hverju ári, fyrst var það götulist, svo nútímalist og núna í ár fengu þau til liðs við sig 12 ólíka listamenn sem allir eru þekktir á alþjóðlegum vettvangi og eiga það sameiginlegt að tjá sig með teikningum. Tilgangur Ikea art event er að gera list aðgengilega öllum og tekst það aldeilis vel því hvert verk kostar ekki nema 1.990 kr. og koma þau í veglegri stærð, 61 x 91 cm og eru prentuð á þykkan og fallegan pappír.
Ég fékk allt fyrsta upplagið (12 stk) með mér heim og skellti tveimur í ramma í morgun sem mér finnst vera æðisleg, þau eru reyndar nokkur þarna sem höfða vel til mín en ég er hrifin af því hversu fjölbreytt línan er svo það er eitthvað fyrir alla, fyrir stofuna en líka í barnaherbergið / unglingaherbergið.

17274451_10155875468363332_748561459_n

Þetta ævintýraplakat er teiknað af þeim Micha Payer og  Martin Gabriel, algjör draumur.

screen-shot-2017-03-14-at-15-26-19

 

ikea1

Seinna plakatið sem ég rammaði inn er teiknað af japanska listamanninum Yasuto Sasada og er þvílíkt flott, minnir mig örlítið á Erró en það gerir líka plakat númer 7 en ég er mikill Erró aðdáandi.

1

 

 

“Við erum með sterka og einfalda sýn varðandi list hér í Ikea, og það er að list á að vera á viðráðanlegu verði – hún á að vera aðgengileg fleira fólki – og list á heima á heimilum, ekki aðeins í galleríum og listasöfnum.” segir listrænn stjórnandi Ikea Art event 2017.

Plakötin verða aðeins fáanleg í nokkrar vikur eða á meðan birgðir endast, en þess má geta að það koma aðeins 12 myndir af hverri svo ég myndi hafa hraðar hendur ef þú ert með augun á sérstöku plakati.
// Ef þú vilt vera með þeim fyrstu sem eignast verk úr Ikea Art event línunni sem er ekki enn komin til landsins skildu þá eftir athugasemd hér að neðan með því númeri á plakati sem þú óskar þér. Ég dreg út 12 heppna sem hljóta plakat að eigin vali í lok vikunnar, föstudaginn 17.mars.
Ef þú vilt eitt í stofuna og annað í barnaherbergið veldu þá tvær! 
Fyrir áhugasama þá sýndi ég örlítið frá plakötunum á snapchat í dag þar sem ykkur er velkomið að fylgjast með!
svartahvitu-snapp2-1

NÝTT & ÍSLENSKT: NOSTR VEGGSPJÖLD

Íslensk hönnun
Plaköt er eitthvað sem ég fæ seint nóg af, þau eru ódýr og vinsæl leið til að skreyta heimilið sitt með og svo er einfalt að skipta út plakötunum eftir stemmingu og hvíla þá nokkur á meðan ný eru hengd upp. Ég á að minnsta kosti ágætan bunka af fallegum plakötum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina, og ofan á það skemmti ég mér reglulega við það að búa til ný í tölvunni sem herbergi sonarins fær oftast að njóta. Sjáum hvort þið fáið að sjá þau síðar…
Ég rakst hinsvegar á þessi fallegu íslensku plaköt nýlega frá Nostr sem er hugarfóstur vinkvennanna Kolbrúnar Pálínu Helgadóttur og Þóru Sigurðardóttur. Saman deila þær mikilli ástríðu fyrir fallegum heimilum, hönnun og vel rituðu máli.

“Hugmyndin að baki nostr.is er að sameina alla þessa þætti með vönduðu veggjaprýði. Móðurhjörtun fundu sig knúin til að byrja á veggjum barnaherbergjanna enda mikilvægt að litla fólkinu líði vel í sínu umhverfi, en þær stöllur eru mæður fjögurra frábærra barna. Þó ekki saman. Þær vildu umvefja sig hvetjandi og sterkum orðum… Ekki er minna mikilvægt að fullorðna fólkinu líði vel innan veggja heimilisins og því verður áherslan ekki síður á að gleðja augu og hjörtu þeirra með fallegum plaggötum frá Nostr.”

Orðið nostr er stytting af sögninni að nostra enda fátt notarlegra en að nostra við hlutina, heimilið, matinn og í raun bara hvað sem er – þegar tími gefst.

lifdu_njottu_vertu-600x600vertu_thu_sjalfur-600x600aedruleysi-600x600 ast_nytt-600x600
Þetta plakat hér að ofan er sérstaklega skemmtilegt, svo skemmtilegt að ég og mín besta, Rakel Rúnarsdóttir ætluðum fyrir um ári síðan í framleiðslu á svipaðri hugmynd:) Það er svo áhugavert hvað góðar hugmyndir rata í ólíka kolla á sama tíma um allan heim – ég get endalaust velt mér uppúr slíkum hugleiðingum. Bjartur minn og Rakel eiga þó í dag plakat útfrá þeirri hugmynd – sýni ykkur það líklega síðar. En þetta plakat er hinsvegar mjög flott!
stafrof_hvitt1_rum-600x600
Þið kannist líklega flest við þær stöllur, en saman hafa þær Kolbrún og Þóra viðamikla reynslu úr íslenskum fjölmiðlum, dagblaða, tímarita, handrita- og sjónvarpsgerðar, bókaskrifum og meira til. Deila þær því dálæti sínu á íslensku máli og vilja halda heiðri þess á lofti með þessu fagra formi.
umokkur-1024x512
“Segja má að veggmyndirnar séu afleiðing af alvarlegu týpógrafíublæti. Ég hef mikið verið að brjóta um bækur og hanna og hef ódrepandi þráhyggju fyrir letri, letursetningu, leturbili… eiginlega bara öllu sem viðkemur því hvernig stafir fara á blað. Þegar rithöfundurinn blandar sér síðan í málið er útkoman yfirleitt mjög skemmtileg og þegar Kollan mætir með sína yfirburðar andlegu tengingu getur þetta ekki orðið neitt annað en nærandi fyrir augað og sálina,” bætir Þóra við. –  Sjá meira á Nostr.is 
svartahvitu-snapp2

MYNDA & BÓKAVEGGUR

DIYHeimiliHugmyndir

Ég er ástfangin af mynda & bókaveggnum á heimili Ninu sem heldur úti blogginu Stylizimo, daman er auðvitað smekkleg með eindæmum og allt sem hún gerir á heimilinu sínu verður yfirleitt alveg stórkostlegt að mínu mati. Ég hef fylgt henni frá upphafi og verð alltaf hálf veik fyrir að breyta heima hjá mér þegar hún breytir til hjá sér, – smá vandræðalegt ég veit. Núna nýlega tók hún sig til og málaði vegginn og vegghillurnar í stofunni sinni í dásamlegum grágrænum lit sem tónar svo fallega við viðarlitaða rammana og svart hvítar myndir.

shelfie_760

Hvernig væri nú að fá sér svona fallegan vegg og raða upp uppáhalds bókunum og listaverkum?

art-wall_760

Áður en hún málaði var veggurinn málaður svartur og var nokkuð töff á meðan að grái liturinn er meira afslappaður og leyfir myndunum og litnum að njóta sín betur.

d90163df2645f4e123a71a647ca68769c02e83a3255749f39d4852c795701c7e

Myndir via Stylizimo

Hvort eruð þið að fíla betur, gráa eða svarta? Það má nú aldeilis útbúa svona smart vegg með klassískum myndahillum frá elsku Ikea en aðaltrixið er að mála þær í sama lit og vegginn.

skrift2

TUTTUGU TJÚLLUÐ PLAKÖT

Fyrir heimiliðPlagöt

Ef það er eitthvað sem ég fæ aldrei nóg af þá eru það falleg plaköt… og ég held að það sama megi segja um ykkur því þetta er ein af þeim spurningum sem ég fæ aftur og aftur, að gera færslu með flottum plakötum. Það er til alveg gífurlegt úrval af plakötum hér heima og því eitthvað til fyrir alla, í þetta sinn tók ég bara saman plaköt sem fást á Íslandi, en það er efni í aðra færslu plaköt sem hægt er að panta erlendis frá. Helsti kosturinn við það að skreyta heimilið með plakötum er sá að þau eru flest á mjög viðráðanlegu verði og því vel hægt að breyta til og fá sér nýtt til að fríska upp á heimilið sem er góður kostur. Það að eiga einstakt listaverk er nefnilega eitthvað sem er ekki á allra færi og því er eftirspurnin eftir ódýrari skreytingum fyrir heimilið alveg gífurlega mikil og framboðið er svo sannarlega eftir því, hér eru 20 tjúlluð plaköt. 

Hér að neðan má svo sjá hvaðan hvert og eitt er…

11014742_1410165919287687_8802053956091604728_n

 Fallegt plakat eftir Veroniku Gorbacova (grafískur hönnuður LHÍ), fæst í gegnum facebook síðu hennar Apóchrosi.

Chanel_Lipstick_Patent_Poster_Black_Frame_1024x1024-650x650

 Eftirprentun af upphaflegu teikningunni af Chanel varalitnum fyrir einkaleyfi frá 1952. Frá Bomedo sem fæst núna loksins hjá Hrím, sjá hér. 

Screen Shot 2015-09-08 at 22.50.00

Veggspjald eftir Nynne Rosenvinge, frá Snúran.is, sjá hér. 

101-REYKJAVIK.GULL-650x650

101 Reykjavík frá Reykjavík Posters, fæst hjá t.d. Hrím, Epal og Snúrunni. Ég nældi mér einmitt í 220 Hafnarfjörð um daginn sem fæst t.d. í Litlu Hönnunarbúðinni í Hfj:)

4fafa546c6-svanen_designklassiker_magdalenatyboni_design_illustration_watercolour_painting_motiv_akvarell._konst_art_magdaty

 Við sem erum enn að spara fyrir þessu húsgagni getum stytt biðina með þessu plakati, fæst hjá Intería.is.

productimage-picture-anatomy-of-letters-the-letter-s-150_jpg_1280x1280_upscale_q85

 Anatómía leturs eftir Sigríði Rún, fæst hjá Spark Design space (allir stafir), sjá hér.

original_shhhh-print

Shhhh frá One must dash, fæst hjá Hjarn.is, sjá hér. 

productimage-picture-urban-shapr-reykjavik-266_jpg_1280x1280_upscale_q85

Reykjavík úr seríunni Urban space, fæst hjá Spark Design space, sjá hér. 

10891427_1410165445954401_6176691401863480080_n

Fallegt plakat eftir Veroniku Gorbacova (grafískur hönnuður LHÍ), fæst í gegnum facebook síðu hennar Apóchrosi.
funkishouse_white

Fúnkís hús eftir Kristinu Dam, fæst hjá Esja Dekor, sjá hér. 

12-650x650

Plakat eftir hina dönsku Kristinu Krogh, fæst hjá Hrím, sjá hér.

43b2009934-ram_eames_rocking_chair_rar_magdalena_tyboni_design_print_och_poster

Vatnslitamynd eftir eftir sænsku listakonuna Magdalenu Tyboni, fæst hjá Intería.is, sjá hér. 

PAP-02005

Skeggjaði maðurinn frá Paper Collective, fæst hjá Epal.is, sjá hér. 

676144_15063608_pm

Veggspjald eftir listakonuna Jenny Liz Rome. Fæst hjá Intería.is, sjá hér.
the-kids-are-all-right-poster-miniwilla

The kids are all right , -and so are we. Frá Petit.is, sjá hér. 

BC_Ballerina_New

Ballerínuskór frá Lovedales studio, frá Petit.is, sjá hér. 

Revolver_Patent_Poster_Black_Frame_1024x1024-650x650

Enn ein einkaleyfisteikningin, byssa frá 1860 eftir Bomedo studio, fæst í Hrím, sjá hér.
Screen Shot 2015-09-08 at 22.47.58

Falleg strigamynd eftir Nynne Rosenvinge, fæst hjá Snúran.is, sjá hér. 

ruben.marianna_1024x1024

Plakat eftir breska listamanninn Ruben Ireland, fæst hjá Reykjavík Butik, sjá hér. 

PAP-02008

Invisible frá Paper Collective, fæst hjá Epal.is, sjá hér. 

kristina-krogh-levels-blue-gold-650x650

Æðislegt plakat með koparfólíu eftir Kristinu Krogh. Fæst í Hrím, sjá hér. 

Ég er nokkuð viss um að þið ættuð flest að geta fundið að minnsta kosti eitt plakat við ykkar hæfi í þessari samantekt. Vonandi kemur þetta sér vel fyrir þá sem eru í þeim hugleiðingum að fríska upp á heimilið. Ég tengdi einnig slóð við hvert plakat svo hægt er að versla það núna með einum smelli. Ég er eflaust að gleyma einhverjum gullmolum, en þá kemur bara önnur færsla bráðlega með enn fleiri plakötum! 20 tjúlluð plaköt, hvernig lýst ykkur á?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

Á ÓSKALISTANUM: FLÓRA ÍSLANDS

ÓskalistinnPlagöt

Screen Shot 2015-06-04 at 13.50.01

Ég var að rekast á þetta fallega plakat sem var að koma í Eymundsson, en plakatið er unnið upp úr bókinni Flóra Íslands sem kom út árið 1985.  Það er smá nostalgía yfir þessu plakati en ég man eftir að svona plaköt skreyttu ófá heimili þegar ég var krakki, heima hjá okkur voru t.d. fuglar Íslands og svo voru fiskar Íslands líka hið fínasta veggskraut. Tískan gengur ekki bara í hringi þegar kemur að fatnaði…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

Plaköt fyrir heimilið

Fyrir HeimiliðLífið Mitt

Á stuttum tíma bættust tvö ný plaköt í safn okkar parsins og í gær fórum við loksins í IKEA og keyptum rammana sem okkur vantaði fyrir þau. Eitt er nú þegar komið uppá vegg en hin tvö bíða spennt eftir að við finnum stað fyrir þau. Miðað við framkvæmdagleðina í okkur verður það þó ekki strax þar sem við sjáum fyrir okkur að gera aðeins fleiri breytingar á húsnæðinu vonandi í vor eða sumar sem þýðir að plakötin fara líklegast ekki uppá vegg fyr en eftir að þeim líkur. En það þýðir líka að það koma engar myndir heldur af íbúðinni fyr en eftir þær breytingar því miður!

En hér eru nýju fínu plakötin….

plaköt

Parísarkortið fékk ég í afmælisgjöf um árið og mér þykir mjög vænt um það. Ég elska París og allt við þessa fallegu borg og hlakka mikið til að ferðast þangað aftur og skoða mig enn betur um. Við fórum fyrir núna ábyggilega 3 árum síðan og ég hef ekki hætt að hugsa um París síðan þá. Svo plakatið hjálpar mér að láta mig dreyma um að vera stödd á götum borgarinnar.

plaköt2

I Love My Type, þetta fína plakat fengum við að gjöf og ef ég fengi að ráða þá myndi ég setja það upp fyrir ofan rúmið okkar – en það er nú kannski betra að sleppa því þar sem það væri ekki gott að fá það í hausinn. Ég vil samt að það fari upp inní svefnherberginu okkar :) Fyrir áhugasamar þá fást þessi plaköt í vefversluninni Minimal Decor – I LOVE MY TYPE.

plaköt3

Mig hefur alltaf lúmskt langað í Andy Warhol plakat og mágkona mín las greinilega hugsanir mínar og gaf okkur þetta plakat í jólagjöf. Hún er svo metnaðarfull og dásamleg að hún fann að sjálfsögðu leið til að kaupa plakötin í Svíþjóð og fá þau send heim. Þetta er það eina sem er komið upp og ég er virkilega ánægð með það – hef líka voða gaman af þessum orðum skemmtilega kaldhæðin!

plaköt4

Ætli plakata tískan sé nokkuð að fara að hverfa, ég vona ekki ég hef voða gaman af þessum þremur alla vega. Áður vorum við bara með málverk og eina og eina fjölskyldumynd svo mér finnst gaman að blanda þessum plakötum með þó málverkin dásamlegu sem tengdafaðir minn gerði fá aldrei að hverfa hér af veggjum.

Ótrúlegt að hugsa að hálfu ári eftir flutninga séum við ekki enn búin að koma okkur almennilega fyrir í íbúðinni svo ég geti boðið ykkur í heimsókn með myndum á blogginu en þegar maður kaupir gamla íbúð er margt sem maður vill gera og margt sem þarf að laga – við erum enn á fullu og innan skamms verður íbúðin algjörlega okkar!

EH

“HVAÐA BARN ER ÞETTA?”

Plagöt

Ég pantaði mér þetta fína plakat rétt fyrir jólin en viðbrögðin frá mínum voru ekki alveg eins og ég hafði vonað, “hvaða barn er þetta” spurði hann mjög hneykslaður á að mér þætti þetta vera svona fínt. Plakatið er ljósmynd úr seríunni The birthday party eftir Vee Speers sem er heimsfrægur ljósmyndari frá Ástralíu og hefur myndaserían farið víða um netheima og þið kannist eflaust mörg hver við þessa ljósmynd. 
5a038ab9144016c4040dc493163aca91 995854f6e231d4298ccb0dd9aec2358c

Ég kann nefnilega vel að meta það að ég sé ekki alltaf ein með skoðanir á heimilinu en ég er svona oftast alráðandi í þessum efnum:) Því ætla ég að selja plakatið svo einhver fái nú að njóta þess, æj ég á líka hvort sem er of mörg plaköt.

Plakatið er 50×70 cm og selst á 7 þúsund kr eða hæstbjóðanda. Áhugasamir sendi mér póst á svartahvitu(hjá)trendnet.is.

-Svana

SAGAN Á BAKVIÐ ANDY WARHOL PLAKÖTIN

HönnunKlassíkListPlagöt

Ein algengasta spurningin sem ég fæ í pósthólfið mitt er hvar ég fékk Andy Warhol plakatið mitt. Ætli þetta séu ekki ein vinsælustu plaköt sem til eru í dag, eða að minnsta kosti í Skandinavíu. Þau fást í dag t.d. í vefverslun www.moderna.se, en lengi vel fengust þau aðeins á safninu sjálfu.

Langfæstir vita þó söguna á bakvið plakötin og fyrir flestum er þetta bara enn eitt “trendið” fyrir heimilið. Andy Warhol (1928-1987) var einn af frumkvöðlum popplistar í Bandaríkjunum og var einn áhugaverðasti listamaður sem uppi hefur verið. Hann hélt sýna fyrstu einkasýningu utan Bandaríkjanna árið 1968 í Moderna Museet í Stokkhólmi og var þessi sería af plakötum hönnuðum af John Melin með tilvitnunum eftir Andy Warhol gefin út í tilefni sýningarinnar. Andy Warhol var einstaklega áhugaverður og umdeildur listamaður, upphaflega lærði hann þó auglýsingateikningu en starfaði hann síðan við hina ýmsu miðla m.a. kvikmyndagerð, teikningu, listmálun, skúlptúrgerð, silkiþrykk, tónlist, ljósmyndun, stofnaði tímaritið Interview sem enn er gefið út í dag og var einnig frumkvöðull í tölvuteikningu. Þekktastur er hann fyrir litsterk málverk og silkiþrykktar myndir af hversdagslegum amerískum hlutum, hver kannast t.d. ekki við Campbells súpuverkið? Einnig er hann þekktur fyrir myndir af Marilyn Monroe, Elvis Presley og Coca Cola og komast listaverk eftir hann á lista yfir dýrustu seldu verk í heiminum.

Þegar unnið var við uppsetningu sýningarinnar í Moderna Museet var ákveðið að setja saman nokkrar fleygar setningar sem Andy Warhol hafði látið hafa eftir sér. Verkefnið tók nokkra daga og útkoman voru 10 skemmtilegar setningar en sú allra frægasta er án efa “In the future everybody will be world famous for fifteen minutes”, orðatiltækið “15 mínútna frægð” kemur nefnilega fyrst frá þessum meistara. Ef að þið lesið ykkur til um Warhol eða horfið á viðtöl við kappann sjáið þið fljótt hversu spennandi karakter hann var og hversu skemmtilegar skoðanir hann hafði á lífinu og að heyra hann tala er alveg dásamlegt.

“I love Los Angeles. I love Hollywood. They’re so beautiful. Everything’s plastic, but I love plastic. I want to be plastic.”

19.4.2012-via-emmas-designbloggashleigh-leech-someform-andy-warhol-poster-02 d DSC_0006warhol-poster-all-is-pretty

 Hér má lesa allt um uppsetningu sýningarinnar árið 1968 sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig:)

 Plakötin hafa hlotið heimsfrægð eftir að hafa birst á óteljandi hönnunarbloggum um heim allan og eru þau mjög eftirsótt í dag enda lengi vel nánast ófáanleg fyrir þá sem ekki áttu leið í safnið. Ég hef heimsótt Moderna Museet í Stokkhólmi sem er alveg einstaklega flott safn ásamt því að gönguleiðin sem liggur að því er mjög skemmtileg. Ég mæli vel með heimsókn í safnið, og geri ráð fyrir að safnið í Malmö sé ekki síðra:)

Ég vona að þið hafið haft gaman af því að heyra smá um tilvist þessara klassísku plakata, þau eru nefnilega svo miklu meira en bara trend.

x svana