fbpx

FALLEGAR MYNDIR Á VEGGINN FRÁ PAPER COLLECTIVE

Fyrir heimiliðList

Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvaða vefsíðum ég mæli með til að versla fallegar myndir á veggi og ég ákvað að taka saman nokkur falleg plaköt sem fást hérlendis. Hugmyndin var að taka saman myndir úr öllum áttum en ég gleymdi mér við það að skoða úrvalið inná vefsíðu Paper Collective og er þessi færsla því einungis tileinkuð þeim. Paper Collective er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á plakötum eftir þekkta hönnuði, listamenn og myndskreytara og styða þau í leiðinni við góð málefni.

“Við trúum því að góð hönnun getur gert miklu meira en bara að líta vel út. Í hvert sinn sem þú verslar okkar vöru þá styður þú við Paper Collective málefni. Í augnablikinu vinnum við að því að byggja skóla í Nepal fyrir nokkur hundruð börn. Og það er að rætast með hjálp viðskiptavina okkar, listamannanna og allra hinna sem koma að Paper Collective fjölskyldunni.” 

Fallegur málstaður og falleg verk – skoðum brot af úrvalinu. Þessi hér heilla mig mest ♡

Myndir via Paper Collective.com

Fyrir áhugasama þá selur verslunin Epal valdar vörur frá Paper Collective og taka þau að sér að panta allar vörur sem óskað er eftir. Færslan er ekki kostuð en ég hrífst mikið af þessu breiða úrvali og er með augun á nokkrum myndum. Ég keypti mér fyrir jól grænu plöntumyndina sem ég er mjög hrifin af og er einnig bálskotin í bleika vatninu og blómvöndunum í vasa ásamt nokkrum í viðbót. Mjög smart!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

UM ÓLITRÍK HEIMILI OG ÓLÍKAN SMEKK

Skrifa Innlegg