fbpx

MEÐ FLOTTAN MYNDAVEGG & GÓÐAN SMEKK

Heimili

Uppröðun á myndarömmum á það til að vefjast fyrir mjög mörgum og þetta fallega heimili er tilvalið til að finna hugmyndir. Dempaðir litir einkenna heimilið sem er hlýlegt og þrátt fyrir að vera ekki nema 45 fm er það uppspretta innblásturs. Ég er að minnsta kostin farin í leiðangur að finna fleiri myndir á mína veggi!.. Bleikt Flowerpot ljósið hressir aðeins við litavalið og er smart við Aalto stólana og DCW vegglampinn í stofunni er klassískur, þó ég persónulega hrífist meira af veggútgáfunni♡ Ég elska hvernig heimilið er skreytt og nokkrir fallegir hlutir grúppaðir saman á borðum og hillum sem auðvelt er að leika eftir.

Kíkjum í heimsókn á þetta fallega heimili –

Myndir via Stadshem

Ég elska litavalið og er ekki frá því að ég sé með sama græn-gráa lit á forstofunni minni. Ég punkta niður nokkrar góðar hugmyndir héðan, sjáið líka hvað það er allt hlýlegt með öllum þessum textíl, motturnar, teppið á sófanum og allir púðarnir ásamt grófum gardínum í stofunni. Æði!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

LITRÍKT HEIMILI HJÁ ERFINGJA MISSONI VELDISINS

Skrifa Innlegg