fbpx

LITRÍKT HEIMILI HJÁ ERFINGJA MISSONI VELDISINS

Heimili

Litrík heimili veita mér alltaf innblástur og gefa einnig smá kitl í magann enda oft á tíðum ansi frumleg. Heimili Margherita Maccapani Missoni Amos er einmitt það, litríkt, frumlegt og fullt af innblæstri. Margherita er barnabarn stofnenda ítalska tískuveldisins Missoni sem er þekktast fyrir litrík ‘zik zak’ mynstur sín og kemur því ekki á óvart að Margherita hafi sótt mikinn innblástur frá fjölskylduveldinu sjálfu. Sebramynstraða mottan í stofunni og í svefnherberginu vekur sérstaklega athygli mína – sjáið hvað allt heimilið verður girnilegra í kjölfarið, sérstaklega með þessu gyllta á móti. Love it!

Kíkjum í heimsókn á þetta glæsilega og frumlega ítalska heimili –

Myndir : Elle Decoration

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

DÖKKT & LJÓST Í BOÐI PELLU HEDEBY

Skrifa Innlegg