SKANDINAVÍSKUR SVEITADRAUMUR

Heimili

Þetta heimili er algjör draumur og ég veit að þið eigið eftir að vera jafn heilluð og ég. Gróft efnisvalið í textíl og viðarhúsgögnum á móti skjannahvítum máluðum veggjum og gólfi gerir þetta hið fullkomna sænska sveitasjarmaheimili og ég er nánast flutt inn í huganum. Myndaveggurinn er ótrúlega fallegur og mjög fjölbreytt verk sem prýða hann, einnig finnst mér fallegur fjölskyldumyndaveggurinn hjá stiganum – eitthvað sem vantar á mitt heimili, fleiri fjölskyldumyndir. Þetta er með fallegri heimilum sem ég hef skoðað en hér býr hin sænska Therese Johansen en hægt er að fylgjast með henni á instagram hér.

Via My Scandinavian home

Fallegt sænskt heimili – mig dreymir einmitt um að heimsækja Svíþjóð með fjölskylduna núna í sumar. Með hvaða borgum eða bæjum mælið þið að heimsækja með einn 3 ára í för?

MYNDA & BÓKAVEGGUR

DIYHeimiliHugmyndir

Ég er ástfangin af mynda & bókaveggnum á heimili Ninu sem heldur úti blogginu Stylizimo, daman er auðvitað smekkleg með eindæmum og allt sem hún gerir á heimilinu sínu verður yfirleitt alveg stórkostlegt að mínu mati. Ég hef fylgt henni frá upphafi og verð alltaf hálf veik fyrir að breyta heima hjá mér þegar hún breytir til hjá sér, – smá vandræðalegt ég veit. Núna nýlega tók hún sig til og málaði vegginn og vegghillurnar í stofunni sinni í dásamlegum grágrænum lit sem tónar svo fallega við viðarlitaða rammana og svart hvítar myndir.

shelfie_760

Hvernig væri nú að fá sér svona fallegan vegg og raða upp uppáhalds bókunum og listaverkum?

art-wall_760

Áður en hún málaði var veggurinn málaður svartur og var nokkuð töff á meðan að grái liturinn er meira afslappaður og leyfir myndunum og litnum að njóta sín betur.

d90163df2645f4e123a71a647ca68769c02e83a3255749f39d4852c795701c7e

Myndir via Stylizimo

Hvort eruð þið að fíla betur, gráa eða svarta? Það má nú aldeilis útbúa svona smart vegg með klassískum myndahillum frá elsku Ikea en aðaltrixið er að mála þær í sama lit og vegginn.

skrift2

INNLIT: BJART & HRIKALEGA FALLEGT SÆNSKT HEIMILI

BarnaherbergiHeimili

Ég elska þegar ég dett inná innlit sem eru nánast fullkomin og þetta er klárlega í þeim hópi. Ofsalega björt íbúð og innbúið alveg einstaklega fallegt með fullkominni blöndu af gömlu og nýju, klassík og trendum, ég tek sérstaklega eftir ljósunum sem er ansi veglegt safn af t.d. Eos fjaðraljósið, AJ lampi, Koushi ljós og fleiri. Ég mun koma til með að skoða þetta heimili aftur og aftur í leit að innblæstri…

SFDA1DEDEA8A5564FEB940870B14629C8C2 SFD7765AA252E774875B39A128072496581 SFDE9AED94AAAAD41AFB40F104F47318CE2

Fallegur viðarbekkur við borðstofuborðið, eitthvað sem við sjáum ekki mikið af og hrikalega flottur myndaveggur á bakvið.

SFD1B122A7B2EE14ABBAC987D5A47A9096E SFD4B20A69923E643818B33C1F87B18932E

Kristalsljósakróna yfir borðkróknum – hversu smart!

SFD5AE5AF9D862D417CB3365167094754BFSFDA8AC50B9762C445A8F51683B2A371F5B

Það er ekki oft sem ég verð upptekin af tækjum og græjum, en ég gæti alveg hugsað mér svona græjusett í mitt eldhús.

SFD33BEDA3C1402450ABA2AD87D39ED8E82

Ikea Sinnerlig ljósið er að koma sterkt inn,

SFD60C2577571F040BB96FA2DFE56BA936F

Eos fjaðraljósið frá Vita er líka guðdómlegt, gæti vel hugsað mér að eiga eitt stykki.

SFD7765AA252E774875B39A128072496581SFD9288960B19A64C4289CFFD59987C0A46 SFDE6D4F35B4DE74E51836D858662CEE413SFD76BE3083D02F4F3A99AD7B01E8F9ADEBSFDD8173C2474864F82B2A4D31734B25678

Góðan dag vel raðaði fataskápur!

SFD9AE859E7323D4A79807C6833A16D9E0BSFDD53A95DB7E6B430985A456A0BE8E8165SFD1CF2D6BF9BB44E8E85A819A5446B04CE SFDD2B5D6CF0DDE423FB20906BECB8D7D10

Og svo er það unglingaherbergið… algjör draumur!

SFD14D28113CDD7427E9D150DC224C82E63

Mikið sem það kemur vel út að stilla rúminu upp í miðju herbergisins, verður dálítill prinsessu fílingur á þessu og ljósið svo toppar þetta!

SFDDB29405BE852423FA6F6A8C6122D2095

Hér sést vel hversu góð blanda af gömlu og nýju er á þessu heimili, snyrtiborðið, stóllinn og borðlampinn virka alveg einstaklega vel í þessu umhverfi í bland við ljósari liti og meira módern hönnun. Of mikið af hvorum stíl getur alveg steindrepið stemminguna að mínu mati;)

SFDDB9661D28B7C41ADA8F036BCD836170F

Og þá er það barnaherbergið sem ég er mjög skotin í…

SFD8AD8891990BA42C9A8F0257E630E268ESFD6C2C31CE5B084E41802A7EC668E9E094SFD8D1E2776D0A847898D5E30EBB99A4B80SFD795B536F1A154B92B584332D491815AB

Ein mynd af baðherberginu fær að læðast með –

SFDE68F0B4CAB1F4590B8DD06BD687F1805SFDA343DB8006D8406B8C281BF08D3ED465SFD956297ECA671428383935B843576D3EBMyndir via Alvhem fasteignasala

Jiminn einasti hversu geggjað heimili? Ég er alveg bálskotin og er ekki frá því að nokkrir hlutir hafi ratað á óskalistann minn, -í fyrsta lagi er ég enn staðfastari á því nú að “ég verði” að eignast Eos ljósið í svefnherbergið eða í barnaherbergið og má ég líka biðja um að eignast eitt stykki unglingsstelpu til að geta græjað svona drauma unglingaherbergi fyrir?:)

Frá einum uppí tíu hversu fínt er þetta heimili að ykkar mati? I loooove it

P.s. varstu búin að sjá að ég er mætt á Snapchat? Er að prófa þann fína miðil og þér er velkomið að kíkja í heimsókn á svartahvitu ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

FULLKOMIÐ HEIMILI

Heimili

Það er mögulega of mikið að segja að heimili sem ég hef aldrei komið inn á sé fullkomið, en lita og efnisval á þessu heimili er svo vandlega valið og með öllum þessum fallegu smáhlutum verður útkoman nánast fullkomin. Stemmingin er notaleg og litavalið mjög dempað með aðeins gráum, brúnum og hvítum tónum, það höfðar ekki til allra en því er ekki að neita að útkoman er falleg. Myndirnar eru teknar af Kristofer Johnsson fyrir Residence magazine og stíliseraðar af Josefin Hååg en þau eru bæði miklir fagmenn og því er útkoman svona afskaplega glæsileg. Íbúðin er þó ekki stíliseruð að fullu því hér búa hjónin Marie and Martin Anker Svensson svo grunnurinn er þeirra, en stílistinn leggur lokahönd á heildarútlitið. Kíkjum á þetta fallega heimili…

Beautiful-Scandinavian-apartment-styled-by-Josefin-Hååg-photographed-by-Krisofer-JohnssonDining-room-gallery-wall.-Styled-by-Josefin-Hååg-photographed-by-Krisofer-JohnssonLiving-room-tan-leather-Safari-chair.-Styled-by-Josefin-Hååg-photographed-by-Krisofer-Johnsson Cozy-Scandinaian-living-room.-Styled-by-Josefin-Hååg-photographed-by-Krisofer-Johnsson Kitchen-grey-and-concrete.-Styled-by-Josefin-Hååg-photographed-by-Krisofer-JohnssonBiografen-Styling-Josefin-Hååg-Photo-Kristofer-Johnsson-700x459residence_biografen_276klarb-700x467Cozy-Scandinaian-living-room.-Styled-by-Josefin-Hååg-photographed-by-Krisofer-Johnsson

Myndir via 

Það eru nokkrir hlutir þarna sem ég væri vel til í að yfirfæra yfir á mína stofu, fyrst og fremst er það glerborðið, svo eru það léttu síðu gardínurnar og síðast en ekki síst er það mottan sem er algjört æði. En ég verð að viðurkenna fyrir sjálfri mér að allt þetta þrennt er ekki æskilegt á heimili með lítið barn og kött. En það má alltaf láta sig dreyma;)

Hvernig finnst þér þetta heimili? Of litlaust? Eða algjört æði! 
Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

FÖSTUDAGUR HÉR HEIMA…

Fyrir heimiliðPersónulegt

Ég tók nokkrar myndir hér heima í dag, ég fékk nefnilega svo fallegar rósir í vikunni frá mínu manni að ég varð hreinlega að nýta tækifærið og smella af mynd svona á meðan að rósirnar lifa. Draumurinn væri að sjálfsögðu að fá svona fín blóm reglulega en það kemur kannski með tímanum, við erum jú “bara” búin að vera saman í 12 ár;)

20150130_130351

Blómavasinn, marmaraskálin og kertastjakarnir í glugganum fann ég allt í Góða Hirðinum, nokkuð góð kaup myndi ég segja!

20150130_143746

Munið þið þegar ég nefndi fyrir nokkru að ég ætlaði að minnka bleika litinn hér heima? Sá bleiki var ekki lengi að koma sér aftur vel fyrir innan veggja heimilisins eins og sjá má, ég er hætt að streitast á móti! Meiraðsegja páfagaukapúðinn sem ég var búin að gleyma er búinn að planta sér í sófann.

20150130_130726

Ég seldi Andy Warhol plakatið mitt um daginn og svona hefur stofan verið síðan, með tómann vegg. Óákveðna ég get nefnilega ekki ákveðið hvað eigi að koma í staðinn, valið stendur á milli þess að setja hvíta myndarammahillu frá Ikea og raða römmum á hana, eða útbúa myndavegg. Hvað finnst ykkur? Svo mun ég vonandi bráðlega eignast hillu undir bækurnar mínar sem sést glitta í svo þær hætti að þjóna þeim tilgangi að vera kaffiborð. Margar pælingar í gangi með stofuna mína get ég sagt ykkur:)

Takið þið svo eftir dældinni á sófaarminum? Jú þarna er ég búin að sitja límd síðustu mánuði, annaðhvort að gefa brjóst eða að vinna í tölvunni. Það kom þó að því að ég eignaðist almennilega vinnuaðstöðu en ég er búin að koma mér vel fyrir inni í herberginu hans Bjarts með þetta fína skrifborð.

IMG_20150130_192950

Ég var búin að lofa að sýna ykkur í dag nýja skrifborðið, instagram-mynd fær að duga núna enda skrifborðið/hillan ennþá nánast tóm. Mig hefur lengi langað í String hillur og ég lét það loksins eftir mér, ég var nefnilega mjög dugleg að selja úr geymslunni minni um daginn og fékk upphæð sem dugaði fyrir kaupum á slíkum grip. Það besta við String hilluna er að sjálfsögðu það að hægt er að bæta endalaust við hana svo þetta er mögulega bara byrjunin af fallegri samstæðu sem ég mun eiga í framtíðinni:) 

Þetta var þó ekki fyrsti draumurinn sem ég lét rætast á árinu… ég lét einn stærsta drauminn rætast fyrir nokkrum dögum síðan og ætla að segja ykkur frá því í næstu færslu!

xx

INNLIT: FLOTTUR MYNDAVEGGUR

Heimili

Myndaveggur, myndaveggur, myndaveggur…

Það er fátt sem lætur mig fá jafn mikinn hausverk og að hengja upp myndir á vegg! Ég á mjög erfitt með að hengja upp myndir heima vegna þess hversu erfitt mér finnst að taka ákvörðun hvar þær eigi að vera. Þessvegna fá myndirnar að liggja uppvið veggi á gólfinu í marga mánuði í senn… Planið er þó að koma heimilinu alveg í stand í sumar og því þarf ég að finna rétta staði fyrir myndirnar sem fyrst!

Héðan er hægt að fá hugmyndir af uppsetningu en þessi íbúð er með mjög flottan myndavegg,

scandinavian_white_living-room

Myndaveggir geta verið jafn ólíkir og þeir eru margir, ég er mjög hrifin af svona “random” uppröðun þar sem ólíkar myndir eða listaverk eru sett saman, hér að ofan hefur strútsfjöður og klukku einnig verið skellt upp á vegginn sem kemur mjög vel út og gerir hann örlítið meira spennandi.

scandinavian_white_living-room_posters

scandinavian_white_living-room_hallway

scandinavian_white_wood_dining-table

scandinavian_white_wood_bedroom

scandinavian_white_kitchen-cabinets

 Smart heimili:)

MYND DAGSINS

HeimiliRáð fyrir heimiliðStofa

7278a20385ea113845d39a536997e2c5

 Ég er búin að eyða dágóðum tíma á Pinterest í kvöld, -sjá hér.

Ég heillast alltaf jafn mikið af hvítu, eins og þið hafið líklega þegar tekið eftir. Þessi mynd birtist í Elle Decoration fyrir löngu síðan, hvernig bókunum er staflað undir og ofan á skenknum finnst mér koma vel út. Sem og Mirror Ball ljósið eftir Tom Dixon og hvítt+viðar mix af stólum.

“Furniture should be useful and work hard. The dinner table should be at the heart of the home, large enough to accommodate family meals, dinner parties, homework or other pastimes. When it comes to your sofa, spend as much as you can afford. As this is probably going to be one of your biggest investments, opt for something classic that will stand the test of time.” 

:)