fbpx

MEÐ BLÁTT LOFT & FLOTTA GALLERÝ MYNDAVEGGI

Heimili

Þetta danska heimili er svo dásamlega fallegt að ég á varla til orð. Stofan er máluð í hlýjum gráum lit og loftið og listar í ljósbláum og útkoman er ekkert nema gordjöss. Við sjáum mjög sjaldan heimili þar sem loftin eru máluð í öðrum lit en hvítum en með þessum myndum finnur vonandi einhver hvatningu til að láta vaða og prófa. Gallerý myndaveggirnir í stofunni og svefnherberginu ásamt stærðarinnar bókahillu í borðstofunni gerir heimilið einstakt og persónulegt. Það er alveg nauðsynlegt að mínu mati að leyfa persónulegum hlutum að njóta sín, eitthvað gamalt, frá ömmum og öfum, listaverk eftir börnin – og bækur. Það þurfa öll heimili að eiga bækur ♡

Kíkjum í heimsókn –

 

Myndir : My Scandinavian Home / Helene Katrine 

Það er hún Helene Katrine sem býr hér en hún er búsett í Álaborg og heldur einnig úti fallegum Instagram reikning sem ég mæli með að kíkja á @HeleneHoue

SNJÓSTORMUR ER MÆTTUR

Skrifa Innlegg