fbpx

SVÖRT BORÐSTOFA Á KLASSÍSKU HEIMILI

Heimili

Svartmáluð borðstofa og fágaður stíll einkenna þetta glæsilega heimili. Húsgögnin eru í klassískum stíl og falleg listaverkin sem skreyta heimilið eru það sömuleiðis, sjáið hvað vel valdir skrautmunir spila stórt hlutverk og hvernig motturnar “binda” heimilið saman og gera það bæði notalegra og nútímalegra. Dökkblátt svefnherbergið er einstaklega fallegt og myndaveggurinn fyrir ofan rúmið kemur mjög vel út.

Kíkjum í heimsókn,

Myndir : Entrance fasteignasala

Ég fæ svona smá kitl í fingurna eftir að skoða þessar myndir að fara yfir heimilið mitt og raða smáhlutum upp á nýtt og búa til nýjar uppstillingar:) Það er nefnilega sérstaklega vel raðað þetta heimili og hver hlutir vandlega stillt upp.

BÓLSTRAÐ Í BARNAHERBERGJUM

Skrifa Innlegg