ÓSKALISTINN: GORDJÖSS & SVART HOLLUSTU STELL

HönnunÓskalistinn

Það er reyndar orðið dálítið langt síðan að þessar elskur bættust á óskalistann minn langa en það er eitthvað ótrúlega heillandi við svart stell. Þegar ég var að leita af nokkrum myndum í færsluna endaði ég alveg óvart með nokkrar myndir af hönnuðinum sjálfum honum Christian Bitz en agalega er hann myndarlegur maðurinn! Hann er reyndar sjónvarpsstjarna í Danmörku, menntaður sem næringarfræðingur, er metsöluhöfundur og sendiherra Rauða Krossins – þarf ég eitthvað að segja meira? Hans ástríða er síðan sú að fá fólk til að borða hollann mat og stunda heilbrigðan lífstíl og ein leiðin hans virðist vera – að mér skilst þó svo ég skilji dönskuna ekkert alltof vel – að stellið hans er hannað þannig að þú eigir auðveldara með að fá skilning á skammtastærðum og það að lifa hollum lífstíl eigi að vera skemmtilegt og auðvelt og augljóslega líka smart! Ok ég var heilluð fyrir en núna er ég alveg seld.

325de14a6b0da8aaff333d09b59be211

Mikið agalega er þetta nú lekkert!

screen-shot-2016-10-12-at-14-28-32

Þessi hér að ofan er reyndar ekki Bitz en ég var búin að vista hana fyrir löngu, mér þykir hún svo smart.

Og bara nokkrar myndir með að herra myndarlegum – jiminn ég veit varla hvort er fallegra stellið eða hann? Ég er líka dálítið hrifin af því að blanda saman ljósa stellinu og halló gylltu hnífapör – be mine!

En þess má geta að þennan svarta óskalista hér að neðan setti ég saman á nóvember og það eru enn nokkrir hlutir þarna á óskalistanum mínum, þar með talið Bitz drauma stellið. Sjá færslu hér.

 

svart2

Varðandi Bitz stellið góða þá sýnist mér á öllu að það fáist núna í Borð fyrir tvo, Snúrunni, Álfagull (Hfj) og Motivo (Selfoss). Það að stellið fáist núna í næstu götu við mig (Strandgatan í Hafnarfirði) er það ekki merki um að ég þurfi að eignast það?

P.s. ef það er einhver sem fær mig til að minnka skammtastærðirnar þá er það þessi sjarmör haha.

svartahvitu-snapp2-1

ÞORIR ÞÚ? INNLIT MEÐ SVÖRTU LOFTI

Heimili

Það eru ekki margir sem þora að mála veggina á heimilinu svarta en hvað þá að mála aðeins loftið svart! Útkoman er svo allt annað en við erum vön og alveg hrikalega flott. Takið líka eftir hvað háu gólflistarnir koma vel út, – það er að verða aftur mjög vinsælt að bæta við fallegum gólflistum sem gefa heimilum svo mikinn karakter og hlýju. Þessi gömlu, sérstaklega sænsku heimili sem við sjáum hafa mörg hver að geyma virkilega fallega og gamla lista og tala nú ekki um dásamlegu rósetturnar í loftum, en það er ekkert sem segir að við megum ekki bæta slíku við á okkar heimili þó það sé ekki “upprunalegt”. Ef þú ert að taka í gegn heimilið þá er þetta klárlega eitthvað sem ég mæli með að kíkja á.

4kjs14q1dumhopib4kjs14es7umhoph54kjs16k25umhopos4kk2r5plnl1oslaf4kjs13nqhumhopfs   4kjs15a8dumhopk4  4kjs55ltpphrlard 4kjs1494humhopgi 4kjs1726fumhopql

Fleiri myndir má sjá hjá Valvet.se

Þessar myndir eru akkúrat það sem ég þurfti í dag – heimilisinnblástur í betra lagi!

svartahvitu-snapp2-1

ÓSKALISTINN: ÞÁ ER ÞAÐ SVART

Fyrir heimiliðÓskalistinn

Ég ákvað að henda saman í einn góðan óskalista fyrir heimilið og áður en ég vissi af hafði ég aðeins valið svarta hluti og meirihluti þeirra eiga heima í eldhúsinu. Fyrst og fremst er það eini hluturinn sem er ekki svartur, en það er þetta ó svo fallega kúaskinn sem ég hef verið að leita mér að í nokkrar vikur núna en án árangurs (hæ allir sem geta gefið mér ábendingar). Það horfir á mig á hverjum degi á desktopinu á tölvunni minni ásamt nokkrum óskahlutum fyrir heimilið – sá listi tæmist að sjálfsögðu aldrei. Skemmtileg tilviljun að ég las yfir nýjustu færsluna hjá Pöttru áður en ég birti þessa og sá þar fína brúna kúaskinnið sem hún fjárfesti nýlega í. Svona skinn eru mjög slitsterk og á að vera auðvelt að hreinsa þau og því henta þau ágætlega undir borðstofuborð eða stofuborð. Ég var jafnvel komin á það að flytja inn eitt skinn frá USA en ákvað að það væri jú töluvert hagkvæmara fyrir að versla slíkt innanlands. Ég skal leyfa ykkur að fylgjast með ef ég finn draumaskinnið…

svart2

 

Þessir svörtu hlutir eiga það sameiginlegt að vera ekki bara fallegir heldur líka töff. Ef þið viljið sjá alsvart eldhús þá mæli ég með því að kíkja á þetta hér fyrir hugmyndir, sumir fara jú alla leið með svarta litinn. Það styttist í að ég byrji að taka saman jólagjafahugmyndir en á þessum lista má að sjálfsögðu finna ýmislegt hentugt í pakkann:) Takið eftir að ég linka yfir í vefverslanir á allar vörurnar í upptalningunni hér að neðan.

// 1. EM 77 Reverse hitakanna frá Stelton, í möttu svörtu ólík hinum hefðbundnu, Kokka.  // 2. Svart marmarahliðarborð frá Zuiver, Línan. // 3. Brass blómapottar frá Hübsch, Línan. // 4. Mjög fallegt og smá dramatískt matarstell frá Mr. Bitz, Snúran. // 5. Teketil fyrir nýju hollu mig frá Stelton, Kokka. // 6. Lítill blómavasi frá Hübsch, Línan. // 7. Stór blómavasi frá Finnsdottir, Snúran. ( Til miðnættis er 20% afsláttur af öllu á Snúran.is í tilefni 11.11) // 8. Lífrænt viskastykki, Kokka. // 9. Vipp ruslatunna, Kokka & Epal. // 10. Pepples frá Normann Copenhagen, væntanlegt í Epal. // 11. Geggjuð tímaritahilla frá Hübsch, Línan. // 

skrift2

Annað dress: All Black

Annað DressVero Moda

Suma daga er maður bara í þannig skapi að alklæðnaðurinn verður svartur… Ég átti þannig móment í morgun þegar ég vaknaði eldsnemma til að taka mig til fyrir förðunarfyrirlestur inní Versló. Mig langaði endilega að deila með ykkur dressi dagsins sem kemur svona vel út í fallega vetrarumhverfinu í 104.

black

Skyrta: Vero Moda, já skyrtuóða manneskjan hefur bætt nýrri við í safnið. Þessi er nú svo klassísk að það er ekkert hægt að vera of mikið á móti því. Svo er hún líka á svo góðu verði og var þess vegna valin sem vara vikunnar hjá Vero Moda. Þessa verður auðvelt að dressa, flott við buxur og þá í hlýrabol innanundir, ég gæti líka séð fyrir mér að fara í rúllukragabol innan undir svo væri hægt að vera í undirkjól og skella á hann belti til að móta aðeins lögun hans – já það eru hellings möguleikar og ég er rosalega góð að réttlæta kaup eins og þið getið lesið á skrifum mínum…

Buxur: Seven Coated frá Vero Moda, virkilega fallegar buxur með fallegri glansáferð. Seven er ákveðið snið af buxum frá Vero Moda og er svakalega þægilegt. Þetta eru fyrstu Seven buxurnar mínar og ég er að fýla þær vel, þær sitja vel á líkamanum og áferðin er alveg æðislega flott. Það sem þarf þó að passa með þessar er að taka þær nógu þröngar því þær gefa vel eftir en það gildir svo sem um flestar svona buxur. Þessar klárast alltaf mjög hratt hjá okkur svo ég ákvað nú að ég yrði að fara að prófa þær til að skilja vinsældirnar – ég skildi vinsældirnar um leið og ég fór í buxurnar…!

Skór: Bianco, áttuð þið von á einhverju öðru… ;) Skórnir sjást því miður ekki nógu vel og ég gleymdi að plata Aðalstein til að taka nærmynd… En þetta eru þeir sömu og ég sýndi ykkur HÉR og ég skellti mér að sjálfsögðu í glimmersokka innanundir!

black3

Jakki: Vero Moda, þessi fíni og fallegi PU jakki er búinn að vera stjarnan í fataskápnum mínum síðan í september! Hann er svo fallegur og snilld að klæðast yfir svona léttar skyrtur en hann er nú ekki hlýr en samt alveg þannig að ég get nú verið svona útí búð að vinna í honum og svo hendi ég mér bara í úlpu yfir eða pels þegar ég fer út. Hann er nefninlega það þunnur að það er ekkert mál. En ég fæ mikið af spurningum um jakkann og hann er nú kominn aftur inní Vero Moda og það er enn eitthvað til af honum :) Jakkann sjáið þið líka HÉR.

Hálsmen: Petit, þetta dásamlega fallega hálsmen er ég með á hverjum degi, þetta hálsmen er með tveimur T-um á sem stendur að sjálfsögðu fyrir Tinni og Tumi. Synir mínir gáfu mér það í jólagjöf og mér þykir svo óendanlega vænt um það og gaman að eiga svona klassískt hálsmen sem gengur við allt sem er manni svona kært. Sérstaklega þegar maður er eins og ég sem þoli ekki að vera með of mikið glingur á mér.

Screen Shot 2016-02-03 at 3.13.19 PM

Í morgun fékk ég að farða þessa fallegu snót með vörum frá Maybelline og Real Techniques burstunum. Eins og þið kannist kannski við þá fer ég inní Verzlunarskóla Íslands á hverju ári og er með smá förðunarsýnikennslu. Í ár var engin undantekning og hátt í 300 stelpur sóttu fyrirlesturinn ef svo má kalla. Svo í lokinn gladdi ég nokkrar heppnar með glaðning og restina með góðum díl á spennandi vörum. Alveg svakalega skemmtilegt!

Myndin hér að ofan birtist inná Instagrami Vero Moda á Íslandi í morgun en ég sé um aðganginn þessa dagana og deili þar myndum úr lífi og starfi og að sjálfsögðu fullt af dressmyndum. Endilega fylgist með á @veromodaiceland.

black2

Í morgun þegar ég var að fara út þá var ég með smá samviskubit yfir því hvað ég var eitthvað dökkklædd en svo ákvað ég bara að hrista það af mér. Stundum þarf maður ekkert að vera litaglaður – svartur alklæðnaður er bara ansi töffaralegur í þessu veðri ;)

Erna Hrund

INNBLÁSTUR: SVARTIR VEGGIR

Fyrir heimiliðHugmyndir

Svartir veggir virðast ætla að verða einn af þessum endalausu höfuðverkjum mínum, á ég að þora? Ég er alveg heilluð af þessum stíl, útkoman getur nefnilega verið mjög hlýleg eins og þið sjáið á myndunum hér að neðan, en það skiptir máli að velja réttan lit því svartur er ekki það sama og svartur! Sumir ganga svo langt og mála svarta veggi í barnaherbergi en ég þyrfti nú að byrja á saklausara rými eins og ganginum eða svefnherberginu. Heimilið mitt grátbiður mig þessa dagana um smá make-over, það er orðið þreytt á tilbreytingarleysi húsráðandans enda er ég mjög vanaföst kona og hlutir oft óhreyfðir í marga mánuði í senn. Ég dáist að konum sem nenna að vera stanslaust að breyta heimilinu sínu og prófa nýjar uppraðanir (vá hvað það hljómar óspennandi að lesa “og prófa nýjar uppraðanir” haha) Og ég dáist líka að þeim sem þora að mála dökkt á veggi heimilisins. Því er ekki að neita að þetta er töff, en það þarf að byrja á því að þora…

Myndir via Svart á hvítu Pinterest 

Myndir þú þora?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

Nú er það svart!

MACmakeupMakeup ArtistSnyrtibuddan mínTrendVarir

Ég var ein af þeim heppnu sem nældi í svarta matta varalitinn sem kom með Punk Couture línunni frá MAC fyrir stuttu síðan. Á örstuttum tíma í kringum það þegar línan kom langaði allt í einu öllum ótrúlega mikið í svartan varalit og það sást vel á örtröðinni sem myndaðist fyrir utan MAC í Kringlunni þegar línan kom í sölu og varaliturinn seldist upp samstundis.

Ég hafði þó ekki enn haft tíma til að prófa litinn almennilega fyr en í gærkvöldi en ég er alveg að fýla hann í botn þó ég muni kannski ekki mæta með hann í vinnuna á morgun. Ég held ég muni sjaldan mæta með hann út meðal almennings en mér fannst ég bara nauðsynlega verða að eiga hann ef ske kynni að ég þyrfti á honum að halda í framtíðinni – þetta var sumsé fjárfesting fyrir framtíðina! Já ég veit ég er skrítin…

En varaliturinn kemur bara svona ágtlega út – hann er örlítið þynnri en ég bjóst við og næst set ég ábyggilega bara svartan eyeliner undir litinn til að þétta varalitinn.

svart svart2 svart3Varalitur: Hautecore – MAC

Þessi verður fulkominn líka þegar ég fer að fikta aftur í því að gera vamp varir og svo er ég sannfærð um að hann verði æðislegur í kringum augun með smá smoky áferð.

Hvað finnst ykkur?

EH