fbpx

GLÆSILEGT HEIMILI MEÐ SVART & SEXÝ ELDHÚS

BarnaherbergiEldhús

Hér er á ferð afskaplega elegant og íburðarmikið heimili sem staðsett er í Gautaborg. Glæsilegt eldhúsið vakti sérstaklega athygli mína og vandlega hannaðar innréttingar og svo er borðplatan hrikalega flott. Hér má finna úrval af þekktri hönnun og nýtur Gubi vinsælda á þessu heimili en bæði borðstofu og eldhússtólarnir eru Gubi ásamt eldhúsljósinu. Flos loftljós og gólflampi skreyta borðstofuna ásamt Montana Wire hillum sem voru í takmörkuðu upplagi. Barnaherbergið er þó skemmtilegasta herbergið að mínu mati og sérlega vel heppnað.

Kíkjum í heimsókn –

Sjáið hvað bleika mottan gerir mikið fyrir borðstofuna –

Elska þetta barnaherbergi –

Eldhúsið er hrikalega smart – borðplatan er svo lifandi og falleg og tónar vel við gyllta litinn og svartar innréttingarnar.

VÁ!

Það er sjaldgæft að forstofa sé svona stór en þá er tilvalið að hafa mottu í miðju rýminu og borð með blómavasa eða fallegri skál og gerir rýmið notalegra.

Myndir : Bjurfors

Hvað finnst ykkur um þetta heimili? Of mikið af því góða eða hittir beint í mark? ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

INNANHÚSSHÖNNUN // SUMARBÚSTAÐANÁMSKEIÐ MEÐ HÖLLU BÁRU

Skrifa Innlegg