TOPP 10 LISTINN MINN ÚR PENNANUM

HönnunÓskalistinnVerslað

Í gærkvöldi fór ég á ótrúlega vel heppnað konukvöld í Pennanum Skeifunni, mér brá reyndar smá að sjá mörg hundruð konur mættar til að freista gæfunnar í happdrætti og svo voru vissulega líka mjög góð tilboð og skemmtiatriði sem trekktu að. Ég vann ekki (!) en kom heim með áritaða bók sem mig hafði langað í ásamt Vitra snúningsbakkanum sem var á hlægilega góðu verði svo “ég varð” að kaupa mér einn. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kíkti aftur til þeirra í dag að tilboðin sem í boði voru á konukvöldinu verða í gildi út mánudaginn næsta svo þið getið enn nælt ykkur í hönnun á góðum afslætti. Í samstarfi við Pennann þá tók ég saman nokkrar uppáhalds vörur úr búðinni, flestar þeirra eru einmitt núna á afslætti fram yfir helgina, þar á meðal uppáhalds hillan mín Uten Silo sem ég einmitt keypti mér sjálf fyrir nokkrum árum síðan í Pennanum og nota á hverjum degi.

Ef þið smellið á vörurnar hér að neðan þá farið þið yfir í vefverslun Pennans. 

1. Uten Silo hillan frá Vitra er frábær undir smáhlutina sem eiga hvergi heima, okkar hillar er í anddyrinu og er minni týpan í hvítu. // 2. Artek Beehive ljósið er svo glæsilegt. // 3. Draumastóllinn minn í mjög langan tíma er Wire chair frá Vitra sem ég held að muni fullkomna stólasafnið mitt góða þegar ég eignast hann. // 4. Eames elephant eru sætir í barnaherbergið. // 5. Sunflower veggklukkan frá Vitra er með þeim allra glæsilegustu. // 6. Eames Hang it all þekkið þið líklega flest, ótrúlega klassískir og fallegir hankar sem til eru í nokkrum útgáfum. // 7. Lítill og sætur gylltur kertastjaki frá Vitra. // 8. Eames House bird í hvítu er sérstaklega flottur og mætti gjarnan eiga heima hjá mér. // 9. Rotary tray frá Vitra hannaður af Jasper Morrisson. // 10. Síðast en ekki síst er bókin Hönnun frábær í safnið fyrir hönnunaráhugasama.

Ein í lokin sem tekin var af okkur Þórunni Ívars á konukvöldinu í gær haha… mjög sáttar með kaupin okkar, snúningsbakka og bækur ♡

DRAUMUR Á ÁSVALLAGÖTU ♡

HeimiliÍslensk hönnun

Ég á varla til orð yfir þetta glæsilega heimili – en þau gerast varla fallegri en einmitt þetta og ég skoða þessar myndir með fiðring í maganum. Svo litríkt og bjart og uppfullt af fallegri hönnun í blandi við persónulega muni. Ég ræð varla við mig, mig langar til að banka upp á hjá þessu smekkfólki og fá að kíkja í kaffi!

Þetta fallega heimili er til sölu og má finna nánari upplýsingar um það hér hjá Vísi, þvílík gósentíð á íslenskum fasteignasölum. Það hefur aldrei áður gerst að ég birti tvo daga í röð myndir af íslenskum heimilum. Bravó fyrir því ♡

Hér búa alvöru hönnunarsafnarar, Hans J. Wegner, Arne Jacobsen og Eames hjónin eiga nokkra stóla hér inni. Og tala nú ekki um fallegu ljósin, Gubi ljós yfir borðstofuborðinu, Georg Nelson yfir stofuborðinu ásamt nokkrum öðrum glæsilegum lömpum.

Litadýrð ♡

Myndir via Vísir.is

Bleikt flamingó veggfóður, þvílík gleði að vakna alla morgna hér inni. Þetta veggfóður ratar beina leið á minn lífsins óskalista svo fallegt er það.

Verðið þið ekki glöð að skoða svona hressandi og fallegar myndir? Ég gæti hreinlega ekki beðið um betri innblástur fyrir heimilið og kem til með að fletta aftur og aftur í gegnum þessar myndir.

GLÆSILEGT HEIMILI Í GAMALLI VERKSMIÐJU

Heimili

Hversu gaman væri það nú að komast yfir gamla verksmiðju og breyta í fallegt heimili? Hér virðist dæmið hafa gengið alveg fullkomlega upp og er útkoman hin glæsilegasta. Gamalt trégólf sem þótti ekki nægilega öruggt var rifið upp og spýturnar nýttar í hillur og borð sem núna skreyta heimilið, skemmtileg tenging við sögu hússins og um að gera að nýta það sem hægt er. Til að hólfa rýmið aðeins niður var settur upp flottur svartur veggur með gluggum á sem smellpassar við þetta hráa iðnaðarlúkk, og á öðrum stað einfaldlega notaðar gólfsíðar gardínur til að mynda smá vegg.

Hér býr ljósmyndarinn Petra Reger ásamt fjölskyldunni sinni í Bavaria, Þýskaland – kíkjum í heimsókn!

wertvollfotografie-18(1)wertvollfotografie-26(1)wertvollfotografie-9(1) wertvollfotografie-15(1) wertvollfotografie-19(1) wertvollfotografie-20(1)Myndir Petra Reger

Litapallettan er í frekar hlutlausum litum, svart, hvítt og grátt ásamt við og leðri. Það sem gerir stílinn svo skemmtilegann er þessi blanda af gömlum tréhúsgögnum á móti nýrri hönnunarvörum en það sem stendur uppúr hjá mér er Zettels ljós Ingo Maurer sem smellpassar við þennan stíl!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

HEILLANDI HEIMILI Í HOLLANDI

Heimili

Það er orðið dálítið síðan að ég fann heimili sem veitti mér innblástur og þessa “aaaahhh hvað þetta er fallegt” tilfinningu. Sænsku fasteignaheimilin virtust hafa hertekið fréttaveituna mína þar sem ég fylgist með öllum bloggunum mínum og allt í einu fannst mér allir búa eins, sem er svo sannarlega ekki rétt. En þegar sömu húsgögnin, sömu plönturnar og sömu rúmteppin voru farin að birtast á fleiri en 10 heimilum þá er þetta komið gott. Ekki misskilja mig, ég elska sænsk heimili og þessi skandinavíski stíll heillar mig upp úr skónum en núna langar mig að sjá meira af heimilum þar sem fólk býr en ekki allar fasteignamyndirnar þó þær geti verið að hrikalega smart oft á tíðum. Hér er eitt hollenskt heimili sem er ólíkt flestum sem ég birti en vá hvað mér þykir það vera fallegt. Stíllinn er svo ofsalega persónulegur og er svo sannarlega heillandi með öllum þessum sérstöku munum sem er erfitt að átta sig á hvaðan eru. Hjónin Ina og Matt sem þarna búa eru reyndar bæði menntuð sem innanhússhönnuðir og reka saman hönnunarstofuna Ina+Matt þar sem þau hanna saman m.a. hótel, heimili og verslanir svo þau vita hvað þau syngja þegar kemur að innanhússhönnun.

inamatt_0003-uxrO7TvER2PWjpPMl3NNgw

inamatt_0001-HxZhLLHEu-TnDm8Ai7wlOw

inamatt_0006-n53CpugklhiJ9ZrYobnmYg

inamatt_0012-L1ihekeRhq4A9wQUjavQYw
inamatt_0014-4xKxDAv8y55YR0i9D7cY4g

inamatt_0021-8sGXnSGVV4J-xACj3dvWog

inamatt-QAXJZo6FggqvXCXO-YuBPg

Myndir: Morten Holtum / Bo Bedre.

Diamond stóllinn eftir Harry Bertoia er draumaeign flestra hönnunarunnenda ásamt Walnut kollinum eftir Eames hjónin en báðir prýða stofuna. Heimilið tóku hjónin alveg í nefið en þetta er gömul hlaða sem þau rákust á í vinnuferð og ákváðu að gera að sumarhúsinu sínu, þó voru þau ekki lengi að ákveða að selja heimilið sitt í Amsterdam og flytja í sveitina. Það er draumur hjá mér að fá einn daginn að taka í gegn mitt eigið hús, vá hvað ég held að það sé skemmtilegt verkefni.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

BJART & FALLEGT Í SVÍALANDI

Heimili

Það er dálítill vorfílingur yfir þessari sænsku íbúð, túlípanar í vasa, fölbleikur Hay púði í sófanum og dagsbirtan flæðir inn um gluggana:)

48AAQMS7GVCLP7BA

Þessi íbúð er til sölu fyrir áhugasama.. en hlutirnir fylgja þó eflaust ekki með, því miður. Það er smekkmanneskja sem býr (bjó) þarna og er hún einnig með gott auga fyrir fallegri hönnun. Krossteppi Piu Wallen liggur á sófanum, Eames stólar í öllum stærðum og gerðum má finna í flestum rýmum, Hans Wegner borðstofustólar og ýmsir fallegir skrautmunir svosem Bynord rúmföt sem eru æðisleg.

48AAQMI96VCLP77M

48AAQMG0EVCLP76U

48AAQM62UVCLP736

48AAQM80AVCLP73U

48AAQLFA2VCLP6RL

48AAQL6Q8VCLP6OK

48AAQLHMSVCLP6SD

48AAQL4TAVCLP6NS

48AAQKPIIVCLP6K4

48AAQLDB8VCLP6QT

48AAQO8IIVCLP7PA

48AAQO7LUVCLP7OI

48AAQODBOVCLP7T6

Fleiri myndir má sjá hér. 

Ég myndi gefa mikið fyrir svona svalir í sumar og útsýnið aaaaahhh.

Hver vill flytja inn með mér?

:)

AGNARSMÁTT EN SMART

Heimili

Mér hefur oft þótt erfitt að finna innblástur fyrir litlar íbúðir. Heimilin sem við sjáum í tímaritum ná flest vel yfir 100 fermetrana, en þetta hér að neðan er líklega ekki stærra en 50-60 fermetra en plássið nýtist þó ótrúlega vel. Notkun á hvítum lit og ljósum krossvið í innréttingunum léttir mikið á rýminu og leyfir því að virðast vera nokkrum fermetrum stærra.

wonen: mini studio foto: Lisa Van Damme

wonen: mini studio foto: Lisa Van Damme wonen: mini studio foto: Lisa Van Damme wonen: mini studio foto: Lisa Van Damme wonen: mini studio foto: Lisa Van Damme

Ótrúlega falleg íbúð verð ég að segja.

Ég bý einmitt mjög þröngt núna og myndi drepa fyrir hvítar innréttingar og hvítar hurðar, bara svona til að létta smá á rýminu. Er þó mjög fegin því að vera ekki með Mahony innréttingar og hurðar (svona rauðbrúnar) eins og eru svo algengar í sumum nýbyggingum, -eða dökkbrúnar. Ég er með hálfgert ofnæmi fyrir slíku, sérstaklega í litlum íbúðum. Þetta tekur svo mikla athygli og leyfir oft húsgögnum ekki að njóta sín nógu vel. En það er bara mín skoðun:)

Eigið góðann dag!:)