fbpx

AGNARSMÁTT EN SMART

Heimili

Mér hefur oft þótt erfitt að finna innblástur fyrir litlar íbúðir. Heimilin sem við sjáum í tímaritum ná flest vel yfir 100 fermetrana, en þetta hér að neðan er líklega ekki stærra en 50-60 fermetra en plássið nýtist þó ótrúlega vel. Notkun á hvítum lit og ljósum krossvið í innréttingunum léttir mikið á rýminu og leyfir því að virðast vera nokkrum fermetrum stærra.

wonen: mini studio foto: Lisa Van Damme

wonen: mini studio foto: Lisa Van Damme wonen: mini studio foto: Lisa Van Damme wonen: mini studio foto: Lisa Van Damme wonen: mini studio foto: Lisa Van Damme

Ótrúlega falleg íbúð verð ég að segja.

Ég bý einmitt mjög þröngt núna og myndi drepa fyrir hvítar innréttingar og hvítar hurðar, bara svona til að létta smá á rýminu. Er þó mjög fegin því að vera ekki með Mahony innréttingar og hurðar (svona rauðbrúnar) eins og eru svo algengar í sumum nýbyggingum, -eða dökkbrúnar. Ég er með hálfgert ofnæmi fyrir slíku, sérstaklega í litlum íbúðum. Þetta tekur svo mikla athygli og leyfir oft húsgögnum ekki að njóta sín nógu vel. En það er bara mín skoðun:)

Eigið góðann dag!:)

EIN GÖMUL EN GÓÐ

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Elín Þórhalls

    25. February 2014

    Það munar líka miklu að fá alla þessa birtu inn

  2. LV

    25. February 2014

    Ohhh ég þoli ekki þessar dökku innréttingar !

    – LV

  3. Silja Rós

    25. February 2014

    Vá hvað ég er sammála þér, er klárlega með ofnæmi fyrir þessu líka..var að taka allt í gegn hjá mér og allar innréttingar hvítar og hurðarnar verða hvítar, það má segja að það sé allt hjá mér svart á hvítu, þarf að æfa mig að koma litum hjá mér, á mjög erfitt með það :)

  4. Elva litla lipurtá :o)

    25. February 2014

    Ossalega fín íbúð og ég gæti ekki verið meira sammála um dökkar innréttingar og hurðar! En hvaðan ætli borðlampinn sé? Doyouknow :o)

  5. Margrét

    26. February 2014

    Algjörlega sammála . Mjög flott þetta .

    • Svart á Hvítu

      26. February 2014

      Þetta hvarflaði að mér um daginn!:) Held samt að þetta sé of dýrt ef ég verð svo ekkert svo lengi í þessari íbúð:/ -Erum að leigja.
      -Svana

  6. Kristbjörg Tinna

    1. March 2014

    Mér finnst þetta fljótandi rúm of fallegt!

  7. Pingback: Diy Bookshelf Chipboard – todoityourself.com