fbpx

EIN GÖMUL EN GÓÐ

PersónulegtVeggspjöld

Ég fann þessa í gömlu mynd í albúmi í tölvunni minni, man ekki hvort ég hafi birt hana áður, en ég bý hinsvegar ekki hér lengur:) En hinsvegar er hún fín áminning að ég þurfi að kaupa nýjann ramma utan um þetta plakat, -glerið er nefnilega brotið í rammanum núna og plakatið falið.

IMAG2371

Þvílík synd að leyfa svona fínu plakati ekki að njóta sín:)

wegner_poster

Þetta er s.s. sýningarplakat sem gert var fyrir sýningu á verkum Hans J. Wegner, -einum af uppáhaldshönnuðunum mínum. Þetta eru s.s. tækniteikningarnar af hans frægustu stólum.

Ég sé fram á Ikea ferð í vikunni í rammaleit!

wegner-vue-1

 Svo ein í lokin af draumastólnum mínum -Flag Halyard hægindarstóll hannaður af meistara Wegner árið 1950.

*Uppfært: Ég fékk þau skilaboð frá Andrési að þetta væri ljótasti stóll sem hann hefur séð eftir að hann kíkti á bloggið svo ég eignast hann líklegast aldrei haha. Það þarf nefnilega að hafa fullt samþykki þegar kemur að húsgögnum með verðmiða sem nær yfir 6 stafa töluna;)

KONUDAGUR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Áslaug

  7. August 2014

  Sælar, hvar fékkst þú plakatið? Það er svo fallegt. Á tvo wegner stóla og er mikill aðdáandi ;)

  • Svart á Hvítu

   7. August 2014

   Hæhæ, ég fékk það í gegnum PP Möbler framleiðandann, sendi þeim bara póst:)

 2. Áslaug

  7. August 2014

  Frábært, takk fyrir :)