DRAUMUR Á ÁSVALLAGÖTU ♡

HeimiliÍslensk hönnun

Ég á varla til orð yfir þetta glæsilega heimili – en þau gerast varla fallegri en einmitt þetta og ég skoða þessar myndir með fiðring í maganum. Svo litríkt og bjart og uppfullt af fallegri hönnun í blandi við persónulega muni. Ég ræð varla við mig, mig langar til að banka upp á hjá þessu smekkfólki og fá að kíkja í kaffi!

Þetta fallega heimili er til sölu og má finna nánari upplýsingar um það hér hjá Vísi, þvílík gósentíð á íslenskum fasteignasölum. Það hefur aldrei áður gerst að ég birti tvo daga í röð myndir af íslenskum heimilum. Bravó fyrir því ♡

Hér búa alvöru hönnunarsafnarar, Hans J. Wegner, Arne Jacobsen og Eames hjónin eiga nokkra stóla hér inni. Og tala nú ekki um fallegu ljósin, Gubi ljós yfir borðstofuborðinu, Georg Nelson yfir stofuborðinu ásamt nokkrum öðrum glæsilegum lömpum.

Litadýrð ♡

Myndir via Vísir.is

Bleikt flamingó veggfóður, þvílík gleði að vakna alla morgna hér inni. Þetta veggfóður ratar beina leið á minn lífsins óskalista svo fallegt er það.

Verðið þið ekki glöð að skoða svona hressandi og fallegar myndir? Ég gæti hreinlega ekki beðið um betri innblástur fyrir heimilið og kem til með að fletta aftur og aftur í gegnum þessar myndir.

SVONA BÝR RITSTJÓRI ELLE & ELLE DECORATION

Heimili

Það kemur varla annað til greina en að ritstjóri danska Elle og Elle Decoration eigi alveg hrikalega smart heimili en hún Cecilie Ingdal sem ritstýrir tveimur vinsælustu tímaritunum í Danmörku – og Íslandi ef út í það er farið – á eina fallegustu íbúð sem ég hef skoðað, í hjarta Kaupmannahafnar. Áður en fjölskyldan flutti inn var allt rifið út fyrir utan burðarveggi og íbúðinni gjörbreytt með aðstoð arkitekts, þaksvalir voru útbúnar ásamt stærðarinnar opnanlegum glugga sem hleypir birtunni vel inn. Innlitið birtist fyrst hjá Bang & Olufsen en þeir hafa fengið til liðs við sig nokkra danska áhrifavalda til að sýna vörurnar sínar. Mjög góð hugmynd að mínu mati!

dsc2395dsc2281dsc2320 dsc2371 dsc2383dsc2412dsc2355 dsc2424 dsc2464 dsc2527

Myndir Bang & Olufsen 

Hrikalega smart heimili, ekki satt?

svartahvitu-snapp2-1

INNKAUPALISTINN

HeimiliHönnun

Frá því ég byrjaði að búa ( fyrir sjö árum ) hef ég einungis keypt þau húsgögn inn á heimilið sem mig virkilega langar til að eiga og þau sem gleðja augað mitt. Af þeim sökum hef ég t.d aldrei átt sófaborð og ekki heldur náttborð inni í svefnherbergið. Nú hef ég þó loksins fundið náttborðið sem mig langar mest í en það heitir Bowl Bord og er frá Mater. Ég sá borðið fyrst fyrir ári síðan en þá vissi enginn í kringum mig hvað það hét og hvergi sá ég það annarsstaðar en á einni mynd á Pinterest. Í gær komst ég svo loksins að því hvað borðið heitir og hvar það fæst en þetta er að sjálfsögðu dönsk hönnun en ætli sú hönnun höfði ekki hvað mest til mín. Ég hafði hugsað mér að para hátt svart eða brúnt Mater borð saman við Grossman Grashoppa standlampann frá GUBI og hengja svo svartan Andnet spegil á vegginn, sem alveg setur punktinn yfir i-ið. Þetta verður kannski ekki allt keypt á einum degi, en dönsk hönnun er ansi vandfundin hér á Ítalíu. Ég geri því ráð fyrir að þetta muni taka nokkurn tíma, en mér finnst það svo sannarlega biðarinnar virði.

 

 

Sófaborðið verður þó að bíða eitthvað lengur – sjáum svo hvað haustið ber í skauti sér.