fbpx

SVONA BÝR RITSTJÓRI ELLE & ELLE DECORATION

Heimili

Það kemur varla annað til greina en að ritstjóri danska Elle og Elle Decoration eigi alveg hrikalega smart heimili en hún Cecilie Ingdal sem ritstýrir tveimur vinsælustu tímaritunum í Danmörku – og Íslandi ef út í það er farið – á eina fallegustu íbúð sem ég hef skoðað, í hjarta Kaupmannahafnar. Áður en fjölskyldan flutti inn var allt rifið út fyrir utan burðarveggi og íbúðinni gjörbreytt með aðstoð arkitekts, þaksvalir voru útbúnar ásamt stærðarinnar opnanlegum glugga sem hleypir birtunni vel inn. Innlitið birtist fyrst hjá Bang & Olufsen en þeir hafa fengið til liðs við sig nokkra danska áhrifavalda til að sýna vörurnar sínar. Mjög góð hugmynd að mínu mati!

dsc2395dsc2281dsc2320 dsc2371 dsc2383dsc2412dsc2355 dsc2424 dsc2464 dsc2527

Myndir Bang & Olufsen 

Hrikalega smart heimili, ekki satt?

svartahvitu-snapp2-1

NÝTT: ROYAL COPENHAGEN

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

 1. Hanna

  31. January 2017

  Hefur þú einhverjar upplýsingar um lampann yfir matarborðinu?

 2. Alexandra

  1. February 2017

  veistu hvað sama týpa af stólum (með bleika áklæðinu) kosta í epal? :)

  • Svart á Hvítu

   1. February 2017

   Hæææ nei ekki hugmynd, því miður! Prófaðu bara að hringja:)
   En fallegir eru þeir!

   • Alexandra

    1. February 2017

    já æ var búin að hringja en var sett á hold svo lengi að ég gafst upp – og senda póst en hef ekki fengið svar! þess vegna datt mér í hug að spyrja :) en ég renni við hjá þeim við tækifæri :)

    takk!

    • Svart á Hvítu

     2. February 2017

     Æj það er glatað… en ég veit amk að Gubi húsgögn eru mjög dýr, prófaði að googla og hann kostar um 90 þús í UK, og mögulega dýrari með gull fótunum!
     -Svana:)

 3. Gunnhildur

  2. February 2017

  Hæ, veistu hvaðan stærra sofaborðið kemur??
  Takk

  • Svart á Hvítu

   2. February 2017

   Þekki það því miður ekki – og búin að prófa að leita.
   Miðað við smekkinn hennar þá er það pottþétt eitthvað exclusive og dýrt:)
   -Svana

 4. Linda

  6. March 2017

  Elsku Svava, ekki veistu hvað vasinn á borðstofuborðinu heitir? Mig minnir að það hafi verið færsla um hann á trendnet fyrir einhverjum tveim árum en ég finn hana ekki núna.
  Bkv. Linda

  • Svart á Hvítu

   7. March 2017

   Þetta er Dagg vasinn frá Svenskt Tenn, ó svo fallegur en alveg hrikalega dýr!
   -Svana:)