145 FERMETRAR AF SMARTHEITUM

Heimili

Föstudagsinnlitið er sérstaklega fallegt í dag – smekklegt heimili í Kaupmannahöfn. Stíllinn á heimilinu er nokkurskonar blanda af skandinavískum og bóhemískum stíl með kvenlegum blæ, fjölskyldan hafði flutt tuttugu sinnum áður en þau fluttu til Danmörku, með stoppi í Marokkó og eru hlutirnir því úr mörgum áttum en á sama tíma er stíllinn minimalískur vegna tíðra flutninga þeirra. Þegar þetta er skrifað hefur fjölskyldan reyndar flutt aftur til L.A. en mikið er ég glöð að Elle Decoration hafi nælt í þetta innlit áður. Kíkjum í heimsókn!

Myndir via Elle Decoration

Smáhlutirnir eru svo mikilvægir og gefa heimilinu persónulegan sjarma og sögu, sjá t.d. á neðstu myndinni sem mér sýnist vera tekin yfir baðið allir litlu hlutirnir sem gera svo mikið fyrir stemminguna.

Ég er annars stödd í Berlín yfir helgina – ég vona að ykkar helgi verði frábær!

DIMMT EN KÓSÝ

Heimili

Dálítið eins og veðrið út, dimmt en kósý. Dökkmáluð heimili njóta vinsælda um þessar mundir og það hefur færst í aukana að sjá dökkt þema sem nær þá yfir öll rými heimilisins en ekki bara t.d. svefnherbergi (eins og í mínu tilfelli…) Hér er stofan í fallegum ljósgráum lit, borðstofan í dökk grágrænum lit og eldhúsið brúnrautt og svart. Upplifunin verður allt önnur en væri hér allt hvítmálað, það verður allt dálítið meira elegant dökkmálað og síðan er sérstaklega smart þegar húsgögnin eru einnig valin út frá sömu litapallettu. Kannski ekki fyrir alla, en fallegt er það!

Myndir via Bolig Magasinet / Bjarni B. Jacobsen

Ég stefni svo á innlit í fallega verslun á Snapchat í vikunni – fylgist með.

SUNNUDAGSINNLIT: HRÁTT & TÖFFARALEGT

Heimili

Það er eitthvað svo heillandi við þá tilhugsun að geta búið sér til heimili á óvenjulegum stöðum, yfirgefnar verksmiðjubyggingar er eitthvað sem nóg virðist vera af í mörgum borgum Evrópu þó svo það sé ansi sjaldgæft hér. Það virðist nefnilega fylgja þessum gömlu iðnaðarhúsnæðum að það sem eftir kemur verður oftast mjög svalt. Hér er gömul leikfangaverksmiðja í Kaupmannahöfn sem þau Anne Staunsager og Michael Regards hafa breytt í fallegt heimili. Uppáhalds rýmið mitt er án efa eldhúsið með allri sinni lofthæð og óvenjulegri eyju sem gerð er úr gamalli skúffueiningu.
Þetta eldhús er ansi skemmtilegt og margt sem kemur á óvart, lofthæðin, eyjan, ljósakrónan og uppröðun á efri skápunum. Útkoman er þó alveg frábær.

Myndir : Line Klein fyrir Elle

Það getur verið vandasamt að útbúa hlýlegt heimili með svona mikilli lofthæð en hér hefur það tekist ágætlega. Stærðarinnar ljósakrónur, mottur á gólfinu, viðarhúsgögn og vintage hlutir með sál er eitthvað sem hjálpar til. Heimilið er að minnsta kosti ansi töffaralegt…

SVONA BÝR RITSTJÓRI ELLE & ELLE DECORATION

Heimili

Það kemur varla annað til greina en að ritstjóri danska Elle og Elle Decoration eigi alveg hrikalega smart heimili en hún Cecilie Ingdal sem ritstýrir tveimur vinsælustu tímaritunum í Danmörku – og Íslandi ef út í það er farið – á eina fallegustu íbúð sem ég hef skoðað, í hjarta Kaupmannahafnar. Áður en fjölskyldan flutti inn var allt rifið út fyrir utan burðarveggi og íbúðinni gjörbreytt með aðstoð arkitekts, þaksvalir voru útbúnar ásamt stærðarinnar opnanlegum glugga sem hleypir birtunni vel inn. Innlitið birtist fyrst hjá Bang & Olufsen en þeir hafa fengið til liðs við sig nokkra danska áhrifavalda til að sýna vörurnar sínar. Mjög góð hugmynd að mínu mati!

dsc2395dsc2281dsc2320 dsc2371 dsc2383dsc2412dsc2355 dsc2424 dsc2464 dsc2527

Myndir Bang & Olufsen 

Hrikalega smart heimili, ekki satt?

svartahvitu-snapp2-1

BÚIÐ Í GAMALLI ILMVATNSVERKSMIÐJU

Heimili

Hver gæti ekki hugsað sér að búa í gamalli ilmvatns verksmiðju? Ég gæti að minnsta kosti vel hugsað mér að gera upp slíka íbúð, það hlýtur að vera góð lykt þarna:) Hér hefur 5 manna fjölskylda komið sér vel fyrir og gert alla íbúðina upp en það sem einkennir íbúðina eru margar góðar hugmyndir og þvílík kjarakaup. Hér býr Jeanette Rosenberg Daugaard ásamt fjölskyldu sinni en hún segist vera búin að “mastera” dönsku Bland síðuna sem heitir Dba.dk en þar gerir hún flest af sínum kaupum fyrir heimilið enda búin að vera á námsstyrk í mörg ár og þarf því að horfa vel í hverja krónu. Kíkjum á þetta fallega heimili,

01_stuen07_rosa_skab02_koekken06_sort_stol05_smukke_grene11_reoler_Atbo 10_hems_piger_krydsfiner 08_hems_Sofus_vaerelse 3_snup_ideerne_hems_krydsfiner 4_snup_ideerne_designkup04_spisetuen1_snup_ideerne_urter_ved_haanden09_boernevaerelse 5_snup_ideerne_luftig_loesning2_snup_ideerne_badekar

Það er hálf ótrúlegt að Jeanette hafi tekist að versla svona mikið fallegt á vefsíðu fyrir notaða hluti, eða úr útstillingum í verslunum. Til að lesa viðtalið í heild sinni hjá Bolig Liv, kíkið hingað.

P.s. Ég minni á gjafaleikinn þar sem hægt er að næla sér í Bang & Olufsen A2 þráðlausan hátalara, allir geta skráð sig í pottinn!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

VERKSMIÐJUFÍLINGUR!

Heimili

Í mars tölublaði Bo Bedre birtist þetta fallega heimili, ég ætla aðeins að deila með ykkur myndunum í þetta sinn en greinina ásamt því hvaðan hlutirnir eru má sjá -hér. Algjör draumur í dós!

louise_01-SI2JhRVt06rAY3NUmAm0cw louise_02-e9lVo2KpzjEIsRAjHV6qFA louise_11-_KIraMNkxPdideFZlLyvkA louise_16-ZT9t03CwwX2XxG6zhwu3wg louise_22-6AMj5Hc3PtqJ5EO_enQHew

Ljósmyndari: Kristian Septimius Krogh via Bo BedreScreen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

JÓLAINNLIT ÁRSINS

HeimiliJóla

Eru jólin nokkuð alveg búin? Ég verð nefnilega að fá að deila með ykkur þessu fallega jólainnliti sem birtist í Bolig Magasinet, það er líka sérstaklega skemmtilegt hvað íslenska/danska hönnunarmerkið Finnsdóttir er farið að sjást ítrekað í dönsku tímaritunum enda afskaplega fallegt. Á þessu heimili er lögð áhersla á góða hönnun, Pelicana stóll Finn Juhl er þar efstur á lista ásamt Kubus vegghillum og Muuto Stacked hillum svo fátt eitt sé nefnt. Einnig glittir þarna í Panthella gólflampann frá Louis Poulsen en sá lampi er á óskalistanum mínum, ætli stefnan sé ekki sett á lampann fyrir fimmtugt?:) Þetta er annars alveg dásamlega fallegt heimili og jólaskrautið fær toppeinkunn, látlaust en þó jólalegt.

juletrae-stue-jul-pynt-inspiration-sQFbcLHm3eJLETyaja7fJAlysekrone-taraxacum-flos-jul-pynt-yPpu2Zd0ZeWo-jcDBniOowkogler-gran-julepynt-inspiration-lejlighed-bryggen-uAnCQe3oTnFY2xKS3ZbW8gborge-mogensen-finn-juhl-og-space-som-spisestuestole-XDNdYWvCBXwG3Q17N3oFWw julekrans-dorkrans-julepynt-inspiration-lejlighed-bryggen-jBj-uBLfmaiDSb8J5MzgUg juletrae-pynt-snurretop-julepynt-inspiration-lejlighed-bryggen-eJmtMGkkzkZpZ1PnHN6IWw   marmor-bord-ox-design-muuto-reol-NvL9PI3ckcDxeOCPiNBo9w sovevaerelse-lamper-flos-MRcHd7hJOcvtoPoKeYZoxA stilleben-gran-julepynt-inspiration-lejlighed-bryggen-F3mmkjXbgwo1fcQdXzjo-Q

Myndir fengnar að láni frá Bolig Magasinet / ljósmyndari: Thomas Dahl

Fallegt, fallegt, fallegt…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

SVÖRT HVÍT JÓL Í KÓNGSINS KÖBEN

HeimiliJóla

Hér er jólainnlit sem hittir beint í mark! Ég rakst á þetta einstaklega fallega jólaskreytta heimili í danska tímaritinu Bo Bedre en hér býr smekkkonan og grafíski hönnuðurinn Rikke Albrechtsen. Rikke elskar svartan og hvítan lit í bland við grafísk mynstur og góða hönnun og þá sérstaklega íslenska hönnun frá Finnsdóttur, það kombó getur seint klikkað og ég er viss um að þið séuð eftir að elska þetta heimili jafn mikið og ég. Sjá viðtal við Rikke á vefsíðu Bo Bedre, hér. 

stribet-tapet-tapet-cafe-julestrompe-ferm-living-AgwTRoGJSE-rhU8AKAjOGw

Svart hvítt og töff veggfóður, svart hvítur jólasokkur frá Ferm Living og Tray stofuborð frá Hay.

juletrae-pinde-trae-filigran-trine-find-bj5za6bPPFY4-ERMq3Fd9g

Gamaldags jólatré heilla, þau voru mjög algeng hér á Íslandi áður fyrr og það er bara tímaspursmál þar til þessi hefð festist aftur í sessi:)

stilleben-lyngbyvaser-vaser-finnsdottir-EF_nLRLMgN2kKvJ5sqnfpQ

Vasar frá Finnsdóttur í bland við Lyngby vasa, hrikalega flott saman. Finnsdóttir fæst í Snúrunni og Lyngby í Epal.

kokken-box-one-spisebordsstole-eames-stole-TzWU5-NYs1n0OJAcnhy26garne-jacobsen-aegget-gra-sort-peoX7uGHpdLEO6rh1FNV8Q

Dökkmálaðir veggir eru að verða enn meira vinsælir.

borddaekning-sort-riflet-tallerken-royal-copenhagen-jul-EsegLmnxmnOraS8KfpZfEw entre-inspiration-knageraekke-eames-Mj0_wDpGV9NMO_WR2WxSrA

Svart hvítur og töff gangur, tveir Hang it all snagar hanga á veggnum en þarna má líka sjá fallegt demantsljós, -fæst í Rökkurrós og enn einn Finnsdóttir vasann.

flip-around-table-menu-b-o-radio-Y6fYvei1mCFybBdRTgUwZQ

Enn einn Finnsdóttir hluturinn, svarti lampinn frá þeim er algjört æði. Skenkurinn er Besta og er frá Ikea, ég er ítrekað spurð útí þá:)

julepynt-stjerne-by-nord-lSAmwK55xl4aXMBgrzIhbw kokken-box-one-lyngbyvase-hvid-umS2fRi3r-VPbOg3J4W9Xg kontor-inspiration-pendel-nocolette-brunklaus-8-7CNWCqK57aUvlhw0k0Rw

Einstaklega falleg heimaskrifstofa.

sort-lyngby-vase-blomster-jul-LyctjQc9Wdk50ydsbIBfAw

Hér má sjá sjötta Lyngby vasann á heimilinu, jú ég taldi…

sovevaerelse-inspiration-lys-tapet-garderobe-sang-y9PHnB14Z5Vu9safoxYplQbadevaerelse-vipp-lampe-dna-next-nIsGSJ2J1RVYEaml84V_QQ

Það er hugsað um öll smáatriði á þessu heimili.

stilleben-vase-finnsdottir-bonbonniere-georg-jensen-yfEla7duEDEFJTQgjJ7q8gjulekrans-dorkrans-gran-8CCxNc26D9_iALCQwjeKfA

Myndir: Pernille Enoch, sjá grein á vefsíðu Bo Bedre -hér. 

Hversu fallegt er þetta jólaskreytta heimili? ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

JÓLAINNLIT: 5 DAGAR TIL JÓLA

HeimiliJóla

Hér er eitt stykki dásamlegt jólainnlit í tilefni þess að núna eru bara 5 dagar til jóla. Þetta fallega heimili birtist í danska tímaritinu Femina og veitir svo sannarlega innblástur af jólaskreytingum og jólainnpökkun. Skreytingarnar eru ekki mjög íburðarmiklar, könglar á bakka, greinar í vasa og mistilteinn hengdur yfir dyraop, hann er jú tákn jólanna hjá mjög mörgum en þessi hefð virðist ekki hafa náð hingað á klakann. Innlitið birtist á vef Femina 1.desember sem útskýrir mögulega hversu látlaust jólaskrautið er, en ef ég skoða nýrri jólainnlit þá eru þau “all in”… Næsta verður þannig:)

1548-bolig-21548-bolig-1 1548-bolig-3 1548-bolig-5 1548-bolig-6 1548-bolig-7 1548-bolig-8 1548-bolig-9 1548-bolig-10 1548-bolig-11 1548-bolig-12 1544-bolig-4

 Þessi hreindýr sprengja allan krúttskala… hversu sætt jólastofupunt. Svona punt fengi að sjálfsögðu ekki að vera kyrrt í nokkrar mínútur á mínu heimili en það má leyfa sér að dreyma. Ég vona svo sannarlega að þið munið eiga yndislega helgi, mín mun fara í jólagjafakaup og aðra jólagleði, ég er dálítið á síðustu stundu týpa svo ég verð ekki hissa ef mér tekst ekki að klára jólapakkana fyrr en kl. 23 á Þorláksmessukvöld.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

NEW IN – WOOD WOOD

NEW INROTTERDAMSHOP

(ENGLISH BELOW)

Þessi bjúddara derhúfa kom með sendingu frá Íslandi fyrir stuttu og ég hef varla tekið hana af höfðinu síðan. Mamma mín besta valdi hana og keypti fyrir mig í Köben – segið svo að mömmur séu ekki með tískuna á hreinu :-)

Derhúfan er frá danska merkinu Wood Wood, einu af mínum uppáhalds merkjum.

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_7656

Fæst hér

This supercool cap came with the mail from Iceland a short while ago and has been on my head ever since. My mom chose it and bought it for me in Copenhagen – now don’t say moms don’t follow fashion :-)

The cap is from the Danish brand Wood Wood, one of my favorite brands.

Available here

xx

Andrea Röfn