fbpx

HEIMA: PERSÓNULEG ÍSLENSK-DÖNSK HÖNNUN

HEIMAINTERIOR
Færslan er unnin í samstarfi við HUGG

Við höfum verið búsett erlendis í nokkur ár og í þremur mismunandi löndum. Þrátt fyrir flutninga milli landa á þessum tíma og líklega fleiri á komandi árum finnst okkur ótrúlega mikilvægt að líða eins og heima hjá okkur, að eiga okkar eigin húsgögn og muni. Þegar ég bæti við nýjum hlutum og hönnun inn á heimilið finnst mér alltaf skemmtilegt ef það hefur persónulega merkingu eða tekur mig á heimaslóðir, líkt og íslensk hönnun gerir.

HUGG er glænýtt vörumerki sem fór í sölu fyrir helgi. HUGG selur stjörnumerkjaplaköt með íslenskum lýsingarorðum um hvert stjörnumerki, en hönnunin og hugverkið eru íslensk-dönsk. Vörumerkið leggur áherslu á sjálfbærni með því að gróðursetja eitt tré fyrir hvert selt plakat ásamt því að prenta plakötin innanlands í umhverfisvottaðri prentsmiðju.

HUGG teymið samanstendur af kærustuparinu Sunnevu og Oliver, sem búsett eru í Kaupmannahöfn. Þau skipta með sér verkum á þann hátt að Oliver er lærður multimedia designer og hefur mikinn áhuga á grafískri hönnun, á meðan Sunneva er meira á viðskipta-hliðinni með mastersgráðu frá CBS í strategic market creation. Einhver ykkar hafið örugglega fattað það nú þegar en um ræðir mína bestu vinkonu, sem hefur ósjaldan brugðið fyrir hér á blogginu og á instagram hjá mér. Hún hefur alltaf verið uppátækjasöm og frumleg, og lýsti fyrir mér hugmyndinni á bakvið HUGG:

Oliver hefur alltaf haft frekar mikinn áhuga á stjörnuspeki. Ég byrjaði á því að skissa upp plakat sem mig langaði að gefa honum sjálf í afmælisgjöf. Svo náði ég í Illustrator og fór á Youtube og lék mér eitthvað með þetta, sem á endanum kom svona vel út fannst mér og hann var ekkert smá glaður með gjöfina. Svo við pældum í því hvort þetta væri mögulega eitthvað sem aðrir hefðu líka áhuga á. Í kjölfarið varð þetta í rauninni verkefni hjá okkur tveim og hann gaf plakötunum flottara útlit og náði auðvitað að gera alla hönnunina á þessu mikið betri.

Við Arnór erum komin með okkar merki upp á vegg heima hjá okkur. Ég hef mjög gaman af stjörnuspeki og finnst hvert einasta orð á plakatinu eiga við um mig, vatnsberann, og það sama má segja um nautið hann Arnór. Mér finnst síðan mjög skemmtilegt lúkk að hafa annað plakatið hvítt og hitt svart.

HUGG er fáanlegt í vefversluninni – hér, og einnig í verslunum Epal.

Hér er svo hægt að lesa og hlusta á viðtal við Sunnevu!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

SVEFNVENJUR OG SKRÝTNIR TÍMAR

Skrifa Innlegg