HÁTÍÐARKVEÐJA FRÁ AFRÍKU

JÓLPERSÓNULEGTTRAVEL

Gleðileg jól kæru lesendur!

Ég held upp á jólin ásamt fjölskyldunni í Cape Town – Suður Afríku og get ekki beðið eftir að segja ykkur betur frá þessum gullfallega stað!

Þangað til njótið jólanna með ykkar nánustu, hvar sem þið eruð stödd í heiminum. Þetta er yndislegasti tími ársins!

Merry Christmas dear readers!

I’m celebrating Christmas along with my family in Cape Town – South Africa. I can’t wait to tell you more about this beautiful country!

Until then, enjoy the holidays. It’s the most wonderful time of the year!

1236926_10153744489565600_3116453110156845070_n

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_0009

IMG_9968  IMG_0584

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_0538

Processed with VSCOcam with f2 preset

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn

Folloq me on instagram: @andrearofn

xx

Andrea Röfn

FESTIVE SEASON – SHOPPING IDEAS

ANDREA MÆLIR MEÐJÓLSHOP

Í kringum hátíðarnar er alltaf skemmtilegt að klæða sig fínt og taka upp rauðu varalitina. Ég hef tekið eftir því á síðustu bæjarröltum hérna í Rotterdam að pallíettur, perlur og glimmer eru allsráðandi í verslunum bæjarins, mér til mikillar gleði. Ég elska allt sem glitrar og glansar og klæðist því reyndar allan ársins hring. Á þessum tíma árs eru flíkur sem þessar yfirleitt áberandi en ég hef aldrei séð jafn mikið úrval og í ár.

Hér eru nokkrar flíkur sem ég hef rekið augun í;

One of my all time favorite seasons just arrived. Around the holidays it’s always fun to dress up and put on some red lipstick. On my past few strolls through the Rotterdam city center, I’ve noticed that sequins, pearls and glitter are all over the stores. I love everything sparkling and covered in sequins and I usually wear it all year round. This time of the year, there’s always a great selection of festive pieces, but I’ve never noticed a selection like this year.

Here are a few pieces that have caught my eye;

 

7521255922_2_3_1

ZARA

53079029_OR

MANGO

3198252800_1_1_1

ZARA

53030417_85_D1

MANGO

0327078002_21_4

WEEKDAY

53045584_56_R

MANGO

53030188_99_R

MANGO

53079034_PL_D1

MANGO

0334853002_0_2

MONKI

53089034_PL

MANGO

53089041_PL_R

MANGO

0341278002_0_1

MONKI

55059032_99_D1

MANGO

hmprod-3

H&M

51089049_99_D1

MANGO

0327076001_21_0

WEEKDAY

53087614_PL_D2

MANGO

53089012_80_D3

MANGO

7521261800_2_3_1

ZARA

hmprod-1

H&M

0485270015_2_3_1

ZARA

7901241800_2_2_1

ZARA

0317621002_0_1

MONKI

0327080002_21_5

WEEKDAY

3198260830_2_2_1

ZARA

Ég er nú þegar búin að kaupa jólakjólinn og hlakka til að sýna ykkur hann. Og já.. hann glitrar :-)

I already bought my Chritmas dress and look forward to showing you. And yes.. it sparkles :-)

UPDATE!! Fékk comment frá lesandanum Guðrúnu Maríu:

Langaði að benda á að það er ekkert mál að panta af Mango, þegar maður skráir sig inn gegnum Ísland þá koma öll verð með sköttum.

Senda síðan með DHL, frítt ef verslað er fyrir meira en 60 EUR.

Sniðugt! Nú getið þið pantað ykkur eitthvað fínt fyrir jólin en úrvalið í Mango þessa dagana er frábært. Takk Guðrún María.

xx

Andrea Röfn

 

HÁTÍÐARKVEÐJA

JÓL

Gleðileg jól kæru lesendur! Ég vona að þið hafið það ljúft yfir hátíðarnar og njótið í faðmi fjölskyldu og vina.

Ég keypti flestar jólagjafirnar í gær og kláraði jólahreingerninguna rétt í þessu. Stressið er ekki meira en það hér á bæ.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Nú ætla ég að gera mig fína og fara svo í þennan fína jólatopp sem ég keypti í Nostalgíu í vikunni. Ef þið eruð farin að spá í áramótadress þá er allt úti í pallíettum bæði í Nostalgíu og Spútnik þessa dagana!

Jólakveðja

xx

Andrea Röfn

KÆRLEIKSKÚLAN & JÓLAÓRÓINN

JÓLUMFJÖLLUN

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, SLF, er mér mjög kært en þar er unnið ómetanlegt starf í þágu fatlaðra. Það er því með glöðu geði og brosi á vör sem ég kaupi jólaóróann og kærleikskúluna. Markmið kærleikskúlunnar og jólaóróans er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þágu SLF

Kærleikskúla ársins er Mandarína eftir Davíð Örn Halldórsson. Líkt og ég fjallaði um fyrir ári síðan hóf Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra útgáfu Kærleikskúlunnar árið 2003 og úr er orðið safn listaverka eftir marga af okkar þekktustu listamönnum. Davíð Örn er í fremstu röð íslenskra listmálara. Kærleikskúlan er munnblásin og er hver kúla einstök.

Allur ágóði af sölu kærleikskúlunnar rennur til starfsemi SLF í Reykjadal. Í Reykjadal dvelja fötluð börn og ungmenni í sumarbúðum og um helgar á veturna. Þar upplifa þau ævintýri og hitta jafnaldra sína.

Processed with VSCOcam with f2 preset  Processed with VSCOcam with f2 preset

Jólaórói ársins er Giljagaur eftir Lindu Björgu Árnadóttur og Bubba Morthens. Giljagaur er níundi óróinn í Jólasveinseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra en fyrsti jólasveinninn sem kom til byggða var Kertasníkir árið 2006. Jólasveinarnir eru alltaf hannaðir af að minnsta kosti tveimur listamönnum, hönnuði og skáldi.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Allur ágóði af sölu jólaóróans rennur til Æfingastöðvarinnar, en þar fer fram umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu. Ég á tvær yndislegar litlar frænkur sem brosa skært á þessari mynd sem tekin var í Æfingastöðinni en þær sækja þangað æfingar reglulega.

Arnheiður og Árdís

Kærleikskúlan og jólaóróinn eru falleg viðbót við jólaskrautið eða í jólapakkann.

Á kaerleikskulan.is og jolaoroinn.is  er að finna vefverslanir og upplýsingar um sölustaði.

Kærleiks- og jólakveðjur

xx

Andrea Röfn

KÆRLEIKSKÚLAN OG REYKJADALUR

JÓLUMFJÖLLUN

Kærleikskúla ársins 2013 er Hugvekja eftir Ragnar Kjartansson. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hóf útgáfu Kærleikskúlunnar árið 2003 og úr er orðið safn listaverka eftir marga af okkar þekktustu listamönnum, til að mynda Erró, Ólaf Elíasson, Gabríelu Friðriksdóttur og Hrafnhildi Arnardóttur /Shoplifter. Að auki er Kærleikskúlan frá 2011 verk Yoko Ono.

Ragnar er með okkar fremstu listamönnum í dag og hefur ferðast víða um heiminn með verk sín. Á jólanótt árið 1998 sat hann og átti spjall við föður sinn þegar hann sagði syni sínum eitthvað það mikilvægasta sem hann myndi nokkurn tíma segja honum – „Það er fallegt en sorlegt að vera manneskja”. Þessi orð prýða Kærleikskúluna í ár.

kærleikskúlan

kærleikskúlan1

Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að bæta líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóðinn til starfssemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Í Reykjadal dvelja fötluð börn og ungmenni í sumarbúðum og um helgar á veturna. Dvalirnar eru börnunum og fjölskyldum þeirra mikilvægar og er mikið upp úr því lagt að börnin hafi gaman og njóti dvalanna þar. Í Reykjadal upplifa börnin ævintýri, hitta jafnaldra og skemmta sér vel.

Kærleikskúlan er munnblásin og gerð í takmörkuðu upplagi, hver kúla er því einstök. Kúlunni er pakkað af starfsmönnum vinnustofunnar Áss. Þær verslanir sem selja Kærleikskúluna gera það án þóknunar og rennur allur ágóði því beint til málefnisisns.

Á www.kærleikskulan.is er vefverslun og upplýsingar um sölustaði.

Við Gulli heimsóttum Reykjadal í sumar og þar hittum við krakkana, spjölluðum og lékum við þau. Við sáum vel gleðina sem skein úr augum barnanna og hversu gott þau hafa það í sumarbúðunum. En það kostar líka sitt að reka sumarbúðir fyrir fatlaða svo að starfsemin haldist gangandi ár eftir ár og krakkarnir geti haft gaman. Sölu Kærleikskúlunnar lýkur á morgun og því hvet ég ykkur til að kaupa hana í dag eða á morgun og styrkja í leiðinni virkilega fallegt framtak.

Falleg viðbót við jólaskrautið eða í jólapakkann.

Kærleikskveðjur

xx

Andrea Röfn