fbpx

KÆRLEIKSKÚLAN & JÓLAÓRÓINN

JÓLUMFJÖLLUN

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, SLF, er mér mjög kært en þar er unnið ómetanlegt starf í þágu fatlaðra. Það er því með glöðu geði og brosi á vör sem ég kaupi jólaóróann og kærleikskúluna. Markmið kærleikskúlunnar og jólaóróans er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þágu SLF

Kærleikskúla ársins er Mandarína eftir Davíð Örn Halldórsson. Líkt og ég fjallaði um fyrir ári síðan hóf Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra útgáfu Kærleikskúlunnar árið 2003 og úr er orðið safn listaverka eftir marga af okkar þekktustu listamönnum. Davíð Örn er í fremstu röð íslenskra listmálara. Kærleikskúlan er munnblásin og er hver kúla einstök.

Allur ágóði af sölu kærleikskúlunnar rennur til starfsemi SLF í Reykjadal. Í Reykjadal dvelja fötluð börn og ungmenni í sumarbúðum og um helgar á veturna. Þar upplifa þau ævintýri og hitta jafnaldra sína.

Processed with VSCOcam with f2 preset  Processed with VSCOcam with f2 preset

Jólaórói ársins er Giljagaur eftir Lindu Björgu Árnadóttur og Bubba Morthens. Giljagaur er níundi óróinn í Jólasveinseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra en fyrsti jólasveinninn sem kom til byggða var Kertasníkir árið 2006. Jólasveinarnir eru alltaf hannaðir af að minnsta kosti tveimur listamönnum, hönnuði og skáldi.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Allur ágóði af sölu jólaóróans rennur til Æfingastöðvarinnar, en þar fer fram umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu. Ég á tvær yndislegar litlar frænkur sem brosa skært á þessari mynd sem tekin var í Æfingastöðinni en þær sækja þangað æfingar reglulega.

Arnheiður og Árdís

Kærleikskúlan og jólaóróinn eru falleg viðbót við jólaskrautið eða í jólapakkann.

Á kaerleikskulan.is og jolaoroinn.is  er að finna vefverslanir og upplýsingar um sölustaði.

Kærleiks- og jólakveðjur

xx

Andrea Röfn

FLOAT - NEW WORK

Skrifa Innlegg