Sumardagur í Reykjadal

LífiðNike

Það er ekki nógu oft sem við fáum sólríkan sumardag hér á Íslandi en ég reyni að nýta vel þá fáu daga þegar færi gefst.

Ég kom heim frá Ameríku snemma á þriðjudagsmorguninn og sá hvað veðrið var gott. Ég ætlaði aldeilis ekki að eyða sólardeginum sofandi og lagði mig því bara til hádegis. Okkur vinkonunum hefur lengi langað að labba Reykjadal og baða okkur í ánni þar og tókum við okkur því til, gerðum nesti og keyrðum af stað til Hveragerðis.

Veðrið var dásamlegt og gönguleiðin virkilega falleg. Gangan var aðeins lengri en við áttum von á svo ég mæli með að vera í þægilegum skóm. Áin var líka mun heitari en ég hafði ímyndað mér, ábyggilega 40°+, svo það var ótrúlega notalegt að liggja í henni, borða nesti og drekka frískandi drykki, njóta umhverfisins og eiga notalega stund með vinkonunum. Það er ekkert símasamband þarna uppi sem mér finnst mikill kostur.

xx

Ég læt myndirnar tala sínu máli en þessi ganga er klárlega eitthvað sem ég á eftir að gera aftur!

xx

Birgitta Líf
instagram/snapchat: birgittalif

REYKJADALUR

AROUND THE WORLD

IMG_3063 IMG_3062 IMG_3061 IMG_3060 IMG_3064 IMG_2988 2 IMG_3057 IMG_3084

 

This place is wonderful. Loved it very much and I will go back to it many times, hopefully! It’s not even that far from Reykjavik, about 40min driving and then 3km walking. It’s a perfect day trip and you also get a great exercise, perfect! So nice to just chill out in the hot spring after a walk in the mountains. We had some picnic with us and the weather was on top, so cosy. And our Knútur enjoyed it too. But he was so tired when we came home, he is not used to running in the mountains haha.

Love
xx
Jennifer

INSTAGRAM: Jenniferbergp & Cookitwithjen

KÆRLEIKSKÚLAN & JÓLAÓRÓINN

JÓLUMFJÖLLUN

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, SLF, er mér mjög kært en þar er unnið ómetanlegt starf í þágu fatlaðra. Það er því með glöðu geði og brosi á vör sem ég kaupi jólaóróann og kærleikskúluna. Markmið kærleikskúlunnar og jólaóróans er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þágu SLF

Kærleikskúla ársins er Mandarína eftir Davíð Örn Halldórsson. Líkt og ég fjallaði um fyrir ári síðan hóf Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra útgáfu Kærleikskúlunnar árið 2003 og úr er orðið safn listaverka eftir marga af okkar þekktustu listamönnum. Davíð Örn er í fremstu röð íslenskra listmálara. Kærleikskúlan er munnblásin og er hver kúla einstök.

Allur ágóði af sölu kærleikskúlunnar rennur til starfsemi SLF í Reykjadal. Í Reykjadal dvelja fötluð börn og ungmenni í sumarbúðum og um helgar á veturna. Þar upplifa þau ævintýri og hitta jafnaldra sína.

Processed with VSCOcam with f2 preset  Processed with VSCOcam with f2 preset

Jólaórói ársins er Giljagaur eftir Lindu Björgu Árnadóttur og Bubba Morthens. Giljagaur er níundi óróinn í Jólasveinseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra en fyrsti jólasveinninn sem kom til byggða var Kertasníkir árið 2006. Jólasveinarnir eru alltaf hannaðir af að minnsta kosti tveimur listamönnum, hönnuði og skáldi.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Allur ágóði af sölu jólaóróans rennur til Æfingastöðvarinnar, en þar fer fram umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu. Ég á tvær yndislegar litlar frænkur sem brosa skært á þessari mynd sem tekin var í Æfingastöðinni en þær sækja þangað æfingar reglulega.

Arnheiður og Árdís

Kærleikskúlan og jólaóróinn eru falleg viðbót við jólaskrautið eða í jólapakkann.

Á kaerleikskulan.is og jolaoroinn.is  er að finna vefverslanir og upplýsingar um sölustaði.

Kærleiks- og jólakveðjur

xx

Andrea Röfn

KÆRLEIKSKÚLAN OG REYKJADALUR

JÓLUMFJÖLLUN

Kærleikskúla ársins 2013 er Hugvekja eftir Ragnar Kjartansson. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hóf útgáfu Kærleikskúlunnar árið 2003 og úr er orðið safn listaverka eftir marga af okkar þekktustu listamönnum, til að mynda Erró, Ólaf Elíasson, Gabríelu Friðriksdóttur og Hrafnhildi Arnardóttur /Shoplifter. Að auki er Kærleikskúlan frá 2011 verk Yoko Ono.

Ragnar er með okkar fremstu listamönnum í dag og hefur ferðast víða um heiminn með verk sín. Á jólanótt árið 1998 sat hann og átti spjall við föður sinn þegar hann sagði syni sínum eitthvað það mikilvægasta sem hann myndi nokkurn tíma segja honum – „Það er fallegt en sorlegt að vera manneskja”. Þessi orð prýða Kærleikskúluna í ár.

kærleikskúlan

kærleikskúlan1

Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að bæta líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóðinn til starfssemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Í Reykjadal dvelja fötluð börn og ungmenni í sumarbúðum og um helgar á veturna. Dvalirnar eru börnunum og fjölskyldum þeirra mikilvægar og er mikið upp úr því lagt að börnin hafi gaman og njóti dvalanna þar. Í Reykjadal upplifa börnin ævintýri, hitta jafnaldra og skemmta sér vel.

Kærleikskúlan er munnblásin og gerð í takmörkuðu upplagi, hver kúla er því einstök. Kúlunni er pakkað af starfsmönnum vinnustofunnar Áss. Þær verslanir sem selja Kærleikskúluna gera það án þóknunar og rennur allur ágóði því beint til málefnisisns.

Á www.kærleikskulan.is er vefverslun og upplýsingar um sölustaði.

Við Gulli heimsóttum Reykjadal í sumar og þar hittum við krakkana, spjölluðum og lékum við þau. Við sáum vel gleðina sem skein úr augum barnanna og hversu gott þau hafa það í sumarbúðunum. En það kostar líka sitt að reka sumarbúðir fyrir fatlaða svo að starfsemin haldist gangandi ár eftir ár og krakkarnir geti haft gaman. Sölu Kærleikskúlunnar lýkur á morgun og því hvet ég ykkur til að kaupa hana í dag eða á morgun og styrkja í leiðinni virkilega fallegt framtak.

Falleg viðbót við jólaskrautið eða í jólapakkann.

Kærleikskveðjur

xx

Andrea Röfn