fbpx

ROADTRIP EFTIR VINNU – REYKJADALUR

ÍSLAND

ROADTRIP EFTIR VINNU

Ég fékk allt í einu þessa svakalegu þörf á að fara í náttúrulaug & við erum svo sannarlega heppin að búa hér á Íslandi þar sem ekki er langt að sækja í náttúrulaugar. Við Hera vinkona ákváðum að skella okkur í Reykjadal beint eftir vinnu síðastliðinn þriðjudag.

GÖNGULEIÐIN

Við fengum það góða TIPS frá vinkonu okkar að keyra ekki til Hveragerðis heldur beygja inn á afleggjara á Hellisheiðinni sem mig minnir að heitir Ölkelduháls (best er að vera á bíl sem þolir malaveg). Þið getið séð það þarna efst á myndinni.

Við komum ofan frá að lauginni sem tekur mun styttri tíma en hin leiðin.
Það tók okkur um 20 mínútur að ganga í stað 40 & leiðin var svo falleg!

REYKJADALUR NÁTTÚRULAUG

Hér var NÆS!

PICNIC

Þegar við vorum búnar að liggja eins & skötur í dágóðan tíma þá ákváðum við að fá okkur að borða. Við tókum með okkur kvöldmat & borðuðum úti meðal fjölda flugna … við vorum samt heppnar & ekki bitnar!

ÍSLAND ❣️??

Arna í mosanum biður að heilsa & hvetur ykkur að fara á þennan fallega stað!
Mjög gaman að skella sér í svona roadtrip & það þarf ekkert alltaf að vera heill dagur sem fer í svona.

Peysuna keypti ég í Sputnik fyrir mörgum árum en það er oft til mjög svipaðar hjá þeim.

KNÚS,

VIÐBRÖGÐIN OKKAR TÓMASAR VIÐ ??

Skrifa Innlegg