fbpx

Sumardagur í Reykjadal

LífiðNike

Það er ekki nógu oft sem við fáum sólríkan sumardag hér á Íslandi en ég reyni að nýta vel þá fáu daga þegar færi gefst.

Ég kom heim frá Ameríku snemma á þriðjudagsmorguninn og sá hvað veðrið var gott. Ég ætlaði aldeilis ekki að eyða sólardeginum sofandi og lagði mig því bara til hádegis. Okkur vinkonunum hefur lengi langað að labba Reykjadal og baða okkur í ánni þar og tókum við okkur því til, gerðum nesti og keyrðum af stað til Hveragerðis.

Veðrið var dásamlegt og gönguleiðin virkilega falleg. Gangan var aðeins lengri en við áttum von á svo ég mæli með að vera í þægilegum skóm. Áin var líka mun heitari en ég hafði ímyndað mér, ábyggilega 40°+, svo það var ótrúlega notalegt að liggja í henni, borða nesti og drekka frískandi drykki, njóta umhverfisins og eiga notalega stund með vinkonunum. Það er ekkert símasamband þarna uppi sem mér finnst mikill kostur.

xx

Ég læt myndirnar tala sínu máli en þessi ganga er klárlega eitthvað sem ég á eftir að gera aftur!

xx

Birgitta Líf
instagram/snapchat: birgittalif

Hotel Workout: Myndband

Skrifa Innlegg