fbpx

Pattra S.

ÍBÚÐARKAUP

DESIGNHEIMAIcelandInspiration of the dayInstagramUncategorized

Hæ&hó, október var ofsalega viðburðarríkur mánuður sem útskýrir hálfpartinn fjarveru mína hér ásamt því að barnaundirbúningsstressið ”kikkaði”verulega inn(deili því kanski með ykkur síðar!). En við hjúin vorum sem sagt að fjárfesta í okkar fyrstu íbúð á Íslandi og síðasta Íslandsheimsóknin mín fór því alfarið í stúss í kringum hana. Við náðum að gera & græja ansi mikið á stuttum tíma og hér er nokkrar skemmtilegar símaminningar.

Fyrsta nóttin í íbúðinni var afar skrautleg á þessari vindsæng. En fyrsti áfangastaðurinn eftir að við lentum á klakanum var Rúmfatalagerinn til þess að fjárfesta í vindsæng sem við ætluðum að sofa á í eina nótt. Við rétt náðum að henda vinsænginni inn í íbúð áður en við þurftum að bruna í þrítugsafmæli og þegar við komum heim um nóttina uppgötvuðum við að þetta var alls ekki rafmagnsloftdýna sem við héldum að við hefðum keypt og engar pumpur fylgdu með henni. Úr varð skemmtileg tilraun til þess að blása í hana og síðan ferð í Hagkaup að kaupa hjólapumpu klukkan að ganga 4:00 um nótt, skemmtileg minning! Annars var Elmar duglegur að koma heim á milli landsliðaæfinga og setti saman allskyns mublur, búið að koma ánægjulega á óvart hvað hann getur verið handlaginn svona þegar hann tekur sig til.

img_6388

img_6386

Ég var líka með yndis meðhjálpara sem hjálpaði mér að velja þetta kúaskinn úr IKEA Borðið & Stólarnir keyptum við í ILVA

Mottur geta gert svo mikið fyrir rýmið en ég er algjör mottuperri, þessi sem við erum með í svefnherberginu er einnig úr IKEA.. En ólétta konan var mjög sátt með sig þegar hún náði að koma mottunni fyrir undir rúminu og hengja upp þessar gardínur ein síns liðs!

img_6395img_6383
Uppgötvaði verslunina Heimili & Hugmyndir og varð yfir mig ástfangin af henni. Fjárfestum í stærri gerðinni af þessari mottu og erum ekkert smá sátt með hana í stofunni.

img_6382img_6381

Krúttheimsókn! Keyptum okkur velour sófa í Habitat eftir miklar vangaveltur og erum rosalega sátt með kaupin.
img_6380
Borð & sjónvarpsskenkur úr Rúmfatalagernum.

Hlakka til að gera ennþá meira fyrir hana og smella kannski almennilegum myndum í næstu Íslandsheimsókn sem verður reyndar ekki alveg í bráð. Næsta verkefnið verður víst að koma einu stykki barni í heiminn!:)

Áhugasamir geta fylgt mér á Instagram undir nafninu Trendpattra
..
Elmar & I bought our first apartment in Iceland recently and here are some sneak peaks of our new home!

PATTRA

ASOS KIMONO DRESS

My closet

Ég var nýverið í brúðkaupi og birti mynd af mér á Instagram í betri gallanum eins og gengur og gerist. Í kjölfarið fékk ég nokkrar spurningar varðandi kjólinn sem ég klæddist en ég pantaði hann frá ASOS sérstaklega fyrir brúðkaupið og var mjög sátt með kaupin. Hafði ímyndað mér að svona ”wrap” dress myndi henta óléttu dömunni vel en ég á leiðinni aftur í brúðkaup eftir nokkra daga og er búin að kaupa mér annan kjól í svipuðu sniði, sem sagt mjög óléttuvænt snið!

IMG_3328 asoscollegeIMG_3118IMG_3123
Hrakfallabálkurinn lenti auðvitað í hremmingum bókstaflega korter fyrir bryllup sem snapchat vinir mínir höfðu mjög gaman af.. Ég var tilbúin löngu en áætlað var(met!) og ætlaði aðeins að ganga frá áður en ég yfirgaf hótelherbergið, missti ég ekki flösku af farða á óútskýranlegan hátt yfir mig og út um allt gólf. Veggirnir voru útataðir í meik!! Ég sem var búin að eyða 30.min í að strauja en sem betur fer sást ekki mikið á kjólnum en meikið náðist því miður ekki alveg af í hreinsun. Að sjálfsögðu tók ég ekki með mér auka kjól en þetta slapp samt og ég mætti á réttum tíma í kirkjuna í blautum krumpuðum kjól, flottust.

asos

Fór svo í kjólinn yfir samfesting í þrítugsafmæli núna síðasta helgi, hef líka notað hann sem náttslopp -fínasta kaup! Ég er nefnilega áhugakona mikil þegar kemur að því að kaupa ekki þessar týpísku ólettuflíkur á meðgöngunni.

..

Bought this kimono dress @ ASOS for a wedding in September and have been able to use it for other occasions, as well as a rope, a great buy! If you are pregnant and looking for a nice dress to wear,
go for wrap dresses.

PATTRA

VIKA 27

SÆL veriði. Það er nokkuð ljóst að það hefur aldrei verið jafn erfitt að byrja bloggfærslu. Það eru komnir næstum 7 mánuðir síðan ég skrifaði síðast og í hreinskilni sagt þá var engin sérstök ástæða fyrir því nema ég bara ..hætti. Nei, það er eiginlega ekki hægt að segja að þetta hafi verið einhvers konar bloggpása, svo vandræðalega löng var hún. Svo hér er ég komin aftur, ný byrjun. Ég hef hugsað mig um vel & lengi (augljóslega) hvort ég eigi ekki bara að hætta þessu en komst að þeirri niðurstöðu að ég tími því ekki. Þessi færsla hefur verið erfið fæðing en góðvinkona mín hér á Trendnet (hæ Svana) sagði mér að ofhugsa ekki hlutina og hvatti mig áfram. Síðan líðu þó nokkrar vikur en hér er ég mætt!

Sumarið sem leið var ansi atburðarríkt en helst er þó að frétta að ég mæti hér ekki ein til leiks heldur gengin rúmlega 27 vikur með eldsprækan gutta undir beltinu. Ætli þetta blessaða blogg mitt taki ekki smávægilega stefnubreytingu í kjölfar þess sem gerir þetta svolítið skemmtilegt finnst mér. Annars hef ég verið einstaklega heppin með þessa meðgöngu og liðið frábærlega frá upphafi og hingað til (7-9-13). Það er nefnilega magnað hvað þetta getur verið mismunandi eftir einstaklingum og börnum sem inni þér býr, en þið hafið eflaust tekið eftir því að við erum nokkrar barnshafandi hér á Trendnet og á vægast sagt ólíkan hátt. Næstu vikurnar verða heldur betur spennandi!

Planið var að hafa þessa færslu stutta & laggóða samkvæmt snilldar ráðum en ég ætla að enda hana á því að deila með ykkur þeim ”bumbu”myndum sem hafa verið teknar af mér í gegnum þessar 27 vikur..

vika1616 vikur

vika20vika21

20-21 vikur Þarna fyrst byrjaði kúlan að myndast smátt & smátt

vika23

23 vikur

vika24

24 vikur

vika254

25+ vikur

vika27

Enda þetta svo á nýjustu myndunum frá því á mánudaginn þegar ég var gengin 27 vikur.

KV -Bloggryðgaða.
..

What can I say.. I’M BACK! And I’m not alone. It’s been almost 7 months since my last post and a whole lot has happened. Including the fact that I’m 27.weeks pregnant with a feisty little boy. Stay tuned, it’s going to get really interesting(at least for me!).

PATTRA

SUNNUDAGS FLÍKIN

My closetNew closet member

Þið hafið eflaust tekið eftir endurkomu rússkinsjakkans en maður virðist ekki getað stígið inn í fatabúð án þess að reka augun í einn slíkan. Ég hef reyndar lítið villst inn í fatabúðir síðan lok janúar þegar ég verslaði mér föt síðast en ég gerði ansi góð kaup á lokaútsölu hjá IRO & Saint Laurent í Kaupmannahöfn.

DSCF3332DSCF3307IRO jacket / YSL bag / Morgan turtleneck / Andrea by Andrea trousers / Céline sunglasses

Ég á sennilega eftir að nota þennan jakka mikið með vorinu en það var einmitt vorlykt í loftinu þegar ég klæddi mig fyrir heimsókn á listarsafn í gær og hliðartöskuna hef ég gengið reglulega með síðan hún var keypt. Tímalaus kaup að mínu mati og ekki verra að geta nælt sér í flíkur frá sínum uppáhalds merkjum á lægra verði en ég hrífst langmest af frönskum tískuhúsum. Það er nefnilega margt sem er vert að hafa í huga áður en maður fjárfestir í hlutum, ég mæli með því að þið lesið þessa grein eftir hana Linneu.

..

Suede jackets are having a big comeback this season and I manage to get my hands on a pretty darn nice one from IRO on sale back in January. Got the Saint Laurent crossbody bag at the same time, final sales in Copenhagen were really hard to resist this year! Timeless buy is a good buy though.

PATTRA

NIKE ÍSLAND ATHLETE SERIES

Inspiration of the day

   NIKE er eitt flottasta vörumerkið á Íslandi um þessar mundir að mínu mati, ég tek sterklega fram að þetta er mitt persónulega mat og þessi bloggfærsla er að sjálfsögðu líkt og allar mínar færslur ókostuð á alla vegu. Hins vegar er ég kanski ekki alveg hlutlaus þar sem ein besta vinkona mín er markaðsstjóri hjá Nike á Íslandi og stendur sig þar með einstakri prýði þar af leiðandi fæ ég oft fyrstu ”skúb” þegar eitthvað nýtt & spennandi er í gangi hjá merkinu.

Athele series er splúnkunýr & glæsilegur myndaþáttur hjá NIKE teyminu, þar sitja fyrir nokkur af fremstu íþróttafólki landsins en þau hafa öll það sameiginlegt að vera í toppklassa á sínu sviði. Verandi í sambúð með atvinnu íþróttamanni veit ég hversu mikil vinna og fórnir eru á bakvið hvern einasta feril og hef því mjög gaman af þessum myndum sem eru meira þeirra til heiðurs og fókusinn minna á flíkunum sjálfum. Ég veit ekki með ykkur en ég ætla að taka þennan hvetjandi myndaþátt til fyrirmyndar og skella mér annan daginn í röð í ræktina en jafnframt bara í annað sinn á þessu ári, einhvers staðar verður maður að byrja.HopmyndArna Fanndis2 Haukur 3 Haukur Helena 2 Helena Hilmar Arnarson 2 Hjordis 2 Hjordis Holmbert Holmbert2 Kolbeinn Oliver

 

Icelandic athletes doing it NIKE style.

PATTRA

NYC x FUJIFILM X30

Traveling

Síðan ég birti Hvalfjarðar myndirnar í janúar hef ég fengið þó nokkrar fyrirspurnir varðandi myndavélina sem ég er að nota en við keyptum okkur Fujifilm X30 vél í vetur og erum ekki vonsvikin. Ég og myndavélar höfum átt hrikalega samleið í gegnum tíðina, hef oftar en einu sinni ætlað að kaupa mér ákveðna vél en labbað svo út með allt aðra því að hún var á svakalegu tilboði. Var ansi hrædd um að við værum að endurtaka vitleysuna þegar við gengum út með þessa eftir að sölumaður dauðans náði að sannfæra okkur um að hún væri töluvert betri en Canon G7X vélin sem við ætluðum upphaflega að fjárfesta í. Þær voru reyndar á nákvæmlega sama verði og retro lúkkið á henni var mjög heillandi þannig að við ákváðum að hlusta á fagaðila í þetta sinn og erum mjög sátt með þessi kaup.

Nokkrar yfirgengilega mainstream túristamyndir frá því í New York rétt fyrir jólin.. DSCF1603DSCF1700DSCF1704DSCF1635DSCF1761DSCF1877DSCF1900DSCF1857DSCF1766DSCF1830

Couple of overly touristy snapshots from NYC with our new Fujifilm X30. Check it out if you are in search of a good & handy camera.

PATTRA

MEÐ MÖMMU

HEIMAInspiration of the dayInstagramTraveling

Þessi póstur er búinn að vera í bígerð í næstum 3 daga, eða allt frá því að ég kvaddi mömmu mína eftir að hún var í heimsókn hjá mér hér í DK. Í allan dag hef ég reynt að hnoða saman texta við þetta skemmtilega myndablogg af okkar dögum saman, sem ég var þegar búin að klára í gær. En einhvern veginn náði ég ekki alveg að koma öllu því sem mig langaði að segja út, en við skulum nú samt láta reyna.

Án þess að gera þennan bloggpóst hádramatískan þá hefur sambandið okkar aldrei verið sérstaklega hefbundið í gegnum tíðina þar af leiðandi er ég afar þakklát fyrir allan okkar tíma saman. Þetta er í annað sinn sem hún heimsækir mig eftir að ég flutti frá Íslandi og ég er svo fegin að hafa náð að sannfæra hana um að koma hingað til mín í staðinn fyrir að fara til Íslands saman. Ég var nefnilega ein í kotinu og við náðum því að eiga næstum heila viku bara tvær saman sem hefur ekki gerst síðan ég var unglingur. Bara það eitt og eitthvað jafn einfalt og að geta loksins eldað fyrir mömmu sína gerði mig einstaklega glaða. Sem sagt í stuttu máli þá voru þetta yndislegir dagar með endalausu netflix chilli og nóg af hlátri, dagar sem ég met ótrúlega mikils.

IMG_5968IMG_5967

Fancý kaffi & Köben kósý // Cosy Copenhagen

IMG_5581IMG_5978

IMG_5979DSCF2711 Góður dagur á Aros safninu, einn af mínum uppáhaldsstöðum í Árósum // One fine day @Aros art Museum, one of my favorite places in Aarhus

Mamma í algjöru dekri, alltof gaman að fá að elda ofan í hana // Mom getting a royal treatment at my place, love cooking for her

IMG_5986
AARHUS

Það er oftast stutt í grínið hjá okkur múttu, einn morgunin kom hún fram í þessu snilldar kattar-outfitti bara til þess að djóka í mér (held ég(og vona)) // Mom being her funny self, came out in this cat-suit one morning just to mess with me

Enn eitt hláturskastið en mamma komst ekki yfir það hvað ég gat blásið mikið út sökum núðlu ofáts, þetta var það svakalegt að ég varð auðvitað að senda grín-snap til nokkra vinkvenna og uppskar fjölmörg sjokk skilaboð í kjölfarið. Léttur djókur í boðinu // We couldn’t stop laughing at how much I could bloat out after nuddle binge eating so I joke-snapchated couple of my girlfriends, got a lot of texts back that night. Just a good old fun

Þessi vildi líka prófa snappið // This one tried out snapchat as well

Papaya salat mömmu er í uppáhaldi, át svo mikið að bumban varð föst og ég komst ekki frá borði // Mom’s papaya sallad is the best, ate so much that I got stuck to the table

IMG_5995

 Girls night out!

IMG_5996

 Japanese treat @ Sticks’n’sushi Tilvoli hotel, CPH

Síðustu nóttina lentum við alveg óvart í eftirpartýi Robert Prisen(kvikmyndaverðlaunin í Danmörku) en það var haldið á sama hóteli og við vorum á í Kaupmannahöfn. Mjög fyndið & skemmtilegt kvöld sem við munum seint gleyma // Accidentally crashed the Danish movie awards on her last night as it was held at the same hotel we were staying at in CPH, such a fun & funny night to remember

IMG_5759DSCF2841DSCF2703

Great days with my lovely mom while she was visiting me in Denmark last week. Some moments that I will cherish forever due to the lack of time we have had together in the past, but I guess it’s never too late to make more effort while you still can!

PATTRA

SUNNUDAGS BRUNCH

IcelandInspiration of the day

Fyrir nokkrum sunnudögum síðan náðum við nokkrir Trendnet meðlimir að hittast í sunnudags kósýheit á Slippbarnum þar sem við spjölluðum um heima & geima meðan við gæddum okkur á dýrindis bröns. Við vorum því miður örfá í þetta sinn, ég tók ekki upp myndavélina(sökum blaðurs) fyrren Hildur var farin á brott en náði þó nokkrum af okkur Andreu Röfn & Svönu á þessum fallega degi. Myndirnar eru teknar með FUJIFILM X30 sem ég er enn að læra handtökin á en ég held svei mér þá að ég hafi aldrei verið jafn sátt með myndavélakaup.

DSCF2542DSCF2545SlippbarDSCF2539DSCF2535DSCF2534

Alltaf yndislegt að hitta þessar elskur!

Annars mæli ég eindregið með helgarbröns á Slippbarnum, frábær matur & stórgott úrval.

..

Few of us bloggers here at TRENDNET met up some Sundays ago over a delicious brunch @ Slippbarinn and some catching up. The weather was beautiful and few shots were taken with my new FUJIFILM X30 I think it might be my favorite camera to date!

PATTRA

BLOGGÁRIÐ 2016

IcelandInspiration of the dayTraveling

GLEÐILEGT nýtt, tveggja vikna gamalt ár kæru lesendur og takk kærlega fyrir að kíkja hingað í heimsókn árið 2015. Það hefur eflaust ekki verið sérstaklega gaman að fylgjast með blogginu mínu í fyrra, langt í frá! Ég hef verið arfaslök við þetta, bloggrútínan gjörsamlega flaug út um gluggann og lengi vel var ég ekki svo viss um ég gæti tekið upp þráðinn aftur. En nú þýðir ekkert annað en að gera þetta almennilega eða hreinlega leggja þetta niður fyrir fullt og allt. Það er akkúrat 6 ár síðan ég startaði þessu bloggi og ég er handviss um að ég myndi sjá eftir því að leggja bloggskóna á hilluna á svona óeftirminnilegan hátt. JÁ, ég á sko nóg inni!

Ég og Elmar byrjuðum nýja árið á að taka spontant road trip í Hvalfjörðinn, ótrúlegt að svona ævintýralegur staður sé einungis 40min í burtu frá Reykjavík. Við tókum nokkrar skemmtilegar myndir sem mér fannst tilvalið að deila mér ykkur í fyrstu færslu ársins.

DSCF2233DSCF2190

Hversu fallegir

DSCF2235DSCF2207DSCF2196DSCF2231

Þessar hestamyndir og þetta umhverfi er í miklu uppáhaldi

DSCF2245DSCF2243DSCF2250

Eins og málverk/Elmar fínn í Alexander Wang jakkanum sínum sem hann fékk frá mér í jólagjöf

DSCF2260DSCF2483DSCF2297DSCF2495DSCF2463DSCF2409

Ég er svo skotin í NIKE settinu mínu

DSCF2444DSCF2410DSCF2461

Ég vona að þið fylgið mér inn í 2016

..

New year, brand new blog! Thank you for following me all these years, I know my blogging was a complete let down in 2015 but now I’m determined to give this thing a 110% go! Let’s start this blog year by admiring the beautiful Icelandic nature, nothing else quite like it. Picture taken on a spontaneous road trip to Hvalfjordur, 40min outside of Reykjavik, isn’t it something?!

Kær kveðja -PATTRA

LAST MINUTE BALMAIN x H&M

New closet member

Fyrir u.þ.b. ári síðan tók ég þátt í Alexander Wang x H&M brjálæðinu og hef sjaldan upplifað aðra eins vitleysu og hugsaði með mér að það yrði sennilega mín síðasta þáttaka í þessu rugli. Ég var því hálffegin að komast ekki í H&M þegar BALMAIN línan kom í búðirnar með tilþrifum, get bara rétt ímyndað mér ástandið sem var sennilega margfalt verra en í fyrra þó vissulega voru nokkrar flíkur sem ég varð hrifin af úr línunni. Mér finnst þetta bara persónulega einum of yfirdrifið og almennt hef ég verið að minnka fatakaupin alverulega vegna ýmissa ástæða en það er ef til vill efni í sér bloggpóst.

En tveimur vikum eftir að línan mok seldist upp kíkti ég í H&M og rakst á eitt stk bakpoka og veski úr línunni sem ég ákvað svo að kaupa en ég hef verið í leit að bakpoka fyrir manninn minn í þó nokkurn tíma núna. Veskið kostaði 249,-dkk sem mér finnst mjög gott verð fyrir leðurveski, var einmitt að leita að veski í þessari stærð

BalmainBackpackIMG_1880IMG_1881BalmainxHMIMG_1877IMG_1875

Við höfum bæði náð að nota bakpokann nokkuð oft í þessa rúma viku sem við höfum átt hann.
Hann kemur sér nefnilega voðalega vel þegar við förum að versla í matinn og ég segi ”við” því að það er mjög hentugt að geta sjálf stolist í hann af og til.

..

After the Alexander Wang x H&M madness last year I thought to myself that I would never participate in that kind of ”nonesense” again. So this year I was kinda relieved that I couldn’t make it to the launch of Balmain x H&M which was probably 100 times worst than last year even though there were some items from the collection that I really liked. Two weeks after the launch I visited H&M and stumbled up on the backpack and wallet from the collection at the store here in Aarhus and since I’ve been searching for a backpack for my other half for a while now I decided to buy them. The bag has been used frequently for grocery shopping and it’s nice to be able to use it myself from time to time!

PATTRA