ÍBÚÐARKAUP

DESIGNHEIMAIcelandInspiration of the dayInstagramUncategorized

Hæ&hó, október var ofsalega viðburðarríkur mánuður sem útskýrir hálfpartinn fjarveru mína hér ásamt því að barnaundirbúningsstressið ”kikkaði”verulega inn(deili því kanski með ykkur síðar!). En við hjúin vorum sem sagt að fjárfesta í okkar fyrstu íbúð á Íslandi og síðasta Íslandsheimsóknin mín fór því alfarið í stúss í kringum hana. Við náðum að gera & græja ansi mikið á stuttum tíma og hér er nokkrar skemmtilegar símaminningar.

Fyrsta nóttin í íbúðinni var afar skrautleg á þessari vindsæng. En fyrsti áfangastaðurinn eftir að við lentum á klakanum var Rúmfatalagerinn til þess að fjárfesta í vindsæng sem við ætluðum að sofa á í eina nótt. Við rétt náðum að henda vinsænginni inn í íbúð áður en við þurftum að bruna í þrítugsafmæli og þegar við komum heim um nóttina uppgötvuðum við að þetta var alls ekki rafmagnsloftdýna sem við héldum að við hefðum keypt og engar pumpur fylgdu með henni. Úr varð skemmtileg tilraun til þess að blása í hana og síðan ferð í Hagkaup að kaupa hjólapumpu klukkan að ganga 4:00 um nótt, skemmtileg minning! Annars var Elmar duglegur að koma heim á milli landsliðaæfinga og setti saman allskyns mublur, búið að koma ánægjulega á óvart hvað hann getur verið handlaginn svona þegar hann tekur sig til.

img_6388

img_6386

Ég var líka með yndis meðhjálpara sem hjálpaði mér að velja þetta kúaskinn úr IKEA Borðið & Stólarnir keyptum við í ILVA

Mottur geta gert svo mikið fyrir rýmið en ég er algjör mottuperri, þessi sem við erum með í svefnherberginu er einnig úr IKEA.. En ólétta konan var mjög sátt með sig þegar hún náði að koma mottunni fyrir undir rúminu og hengja upp þessar gardínur ein síns liðs!

img_6395img_6383
Uppgötvaði verslunina Heimili & Hugmyndir og varð yfir mig ástfangin af henni. Fjárfestum í stærri gerðinni af þessari mottu og erum ekkert smá sátt með hana í stofunni.

img_6382img_6381

Krúttheimsókn! Keyptum okkur velour sófa í Habitat eftir miklar vangaveltur og erum rosalega sátt með kaupin.
img_6380
Borð & sjónvarpsskenkur úr Rúmfatalagernum.

Hlakka til að gera ennþá meira fyrir hana og smella kannski almennilegum myndum í næstu Íslandsheimsókn sem verður reyndar ekki alveg í bráð. Næsta verkefnið verður víst að koma einu stykki barni í heiminn!:)

Áhugasamir geta fylgt mér á Instagram undir nafninu Trendpattra
..
Elmar & I bought our first apartment in Iceland recently and here are some sneak peaks of our new home!

PATTRA

MEÐ MÖMMU

HEIMAInspiration of the dayInstagramTraveling

Þessi póstur er búinn að vera í bígerð í næstum 3 daga, eða allt frá því að ég kvaddi mömmu mína eftir að hún var í heimsókn hjá mér hér í DK. Í allan dag hef ég reynt að hnoða saman texta við þetta skemmtilega myndablogg af okkar dögum saman, sem ég var þegar búin að klára í gær. En einhvern veginn náði ég ekki alveg að koma öllu því sem mig langaði að segja út, en við skulum nú samt láta reyna.

Án þess að gera þennan bloggpóst hádramatískan þá hefur sambandið okkar aldrei verið sérstaklega hefbundið í gegnum tíðina þar af leiðandi er ég afar þakklát fyrir allan okkar tíma saman. Þetta er í annað sinn sem hún heimsækir mig eftir að ég flutti frá Íslandi og ég er svo fegin að hafa náð að sannfæra hana um að koma hingað til mín í staðinn fyrir að fara til Íslands saman. Ég var nefnilega ein í kotinu og við náðum því að eiga næstum heila viku bara tvær saman sem hefur ekki gerst síðan ég var unglingur. Bara það eitt og eitthvað jafn einfalt og að geta loksins eldað fyrir mömmu sína gerði mig einstaklega glaða. Sem sagt í stuttu máli þá voru þetta yndislegir dagar með endalausu netflix chilli og nóg af hlátri, dagar sem ég met ótrúlega mikils.

IMG_5968IMG_5967

Fancý kaffi & Köben kósý // Cosy Copenhagen

IMG_5581IMG_5978

IMG_5979DSCF2711 Góður dagur á Aros safninu, einn af mínum uppáhaldsstöðum í Árósum // One fine day @Aros art Museum, one of my favorite places in Aarhus

Mamma í algjöru dekri, alltof gaman að fá að elda ofan í hana // Mom getting a royal treatment at my place, love cooking for her

IMG_5986
AARHUS

Það er oftast stutt í grínið hjá okkur múttu, einn morgunin kom hún fram í þessu snilldar kattar-outfitti bara til þess að djóka í mér (held ég(og vona)) // Mom being her funny self, came out in this cat-suit one morning just to mess with me

Enn eitt hláturskastið en mamma komst ekki yfir það hvað ég gat blásið mikið út sökum núðlu ofáts, þetta var það svakalegt að ég varð auðvitað að senda grín-snap til nokkra vinkvenna og uppskar fjölmörg sjokk skilaboð í kjölfarið. Léttur djókur í boðinu // We couldn’t stop laughing at how much I could bloat out after nuddle binge eating so I joke-snapchated couple of my girlfriends, got a lot of texts back that night. Just a good old fun

Þessi vildi líka prófa snappið // This one tried out snapchat as well

Papaya salat mömmu er í uppáhaldi, át svo mikið að bumban varð föst og ég komst ekki frá borði // Mom’s papaya sallad is the best, ate so much that I got stuck to the table

IMG_5995

 Girls night out!

IMG_5996

 Japanese treat @ Sticks’n’sushi Tilvoli hotel, CPH

Síðustu nóttina lentum við alveg óvart í eftirpartýi Robert Prisen(kvikmyndaverðlaunin í Danmörku) en það var haldið á sama hóteli og við vorum á í Kaupmannahöfn. Mjög fyndið & skemmtilegt kvöld sem við munum seint gleyma // Accidentally crashed the Danish movie awards on her last night as it was held at the same hotel we were staying at in CPH, such a fun & funny night to remember

IMG_5759DSCF2841DSCF2703

Great days with my lovely mom while she was visiting me in Denmark last week. Some moments that I will cherish forever due to the lack of time we have had together in the past, but I guess it’s never too late to make more effort while you still can!

PATTRA

THAILAND Í GEGNUM INSTA

InstagramTraveling

Sunnudagsmorgun hér í Bangkok borg og við hjúin vorum að skríða framúr. BBC world news í sjónvarpinu með morgunkaffinu og enn ein flugvélin hér í Asíu týnd! Í þetta sinn er það lággjalda&ofurvinsæla flugfélagið AirAsia sem hafa ekki getað náð sambandi við vélina sína(QZ8501) í marga klukkutíma en vélin var á leið frá Surabaya(Indonesia) til Singapore(tveggja tíma flug). Samkvæmt reikningum segja sérfræðingar að flugvélin ætti nú þegar að vera orðin eldsneytislaus sem er auðvitað skelfilegar fréttir, hvar í ósköpunum er hún þá??! Þetta þykir mér hið undarlegasta mál, svo mörg tilfelli á svo stuttum tíma, ekki beint notaleg tilfinning að vera sjálf á leiðinni í flug hér í Asíu eftir nokkra daga. Vona innilega að þetta mál leysist hið snarasta.

Annars yfir á aðeins léttari nótur.. Ég er búin að vera ansi öflug á Instagram hér í Thailandi og ef þið viljið fylgjast betur með ferðalaginu okkar þá er ykkur velkomið að fylgja mér á @trendpattra
Haldið áfram að njóta helgarinnar gott fólk.(null)(null) (1)IMG_0466IMG_9566IMG_0729IMG_0837IMG_1630IMG_9362IMG_9155IMG_1033IMG_9767IMG_9016..

Recently woke up in Bangkok city on this lovely sunday morning. Turned on BBC world news and yet another airplane incident here in Asia but an aircraft from the ever so popular airline AirAsia is missing on it’s route from Surabaya to Singapore(2hrs flight). Contact has been lost for several hours now and not much information has been given out at all at this time. Can’t say that I’m too excited to board an airplane in just couple of days.

But over on much more mellow matter.. I’ve been pretty hyper on Instagram lately so if you want to see a little more of our trip in Thailand you’re welcome to follow me @trendpattra
Enjoy your sunday folks!

News UPDATE here.

PATTRA

SEINNI #TRENDAIR VINNINGSHAFINN

Instagram

photo1 (4)

 Þar sem ég glími við valkvíða þá alls ekki létt að velja einungis einn sigurvegara, vildi að ég gæti valið minnst þrjá en þessi mynd fannst mér bara svo skemmtileg og frábrugðin hinum myndunum. Það er gott að geta gantast inn á milli, jafnvel á spítölum eftir erfiðan dag og ég vil meina að Dísa eigi skilið smá glaðning eftir vinnudag sem felst í því að hjálpa fólki.

free-flyknit-site

Til hamingju Dísakr þú hefur unnið par af NIKE free 4.0 Flyknit í boði Nike by AIR verslun í Smáralind. Nú er það bara að velja á milli rauðu eða svörtu en vinsamlegast hafðu samband við trendnet@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

Kærar þakkir fyrir þáttökuna, alltaf ánægjulegt að fá að gleðja og ykkar heimsóknir eru svo sannarlega vel metnar hér á Trendnet!

Góða nótt..

PATTRA

VINNINGSHAFAR DAGSINS #TRENDJOE

Instagram

Ég er fastagestur á JOE & THE JUICE  í Árósum og hafði því mjög gaman af girnilegum #trendjoe myndunum ykkar á Instagram. Kærar þakkir fyrir þáttökuna, eins og venjulega er til mikils að vinna.

6160f0283a6511e3b15622000ae81e3d_7

Til hamingju @thordisbjork  Þessi mynd var í miklu uppáhaldi hjá okkur Trendnet genginu og ég var ekki lengi að gera upp hug minn! Þú hefur unnið 10 skipta djúskort hjá JOE & THE JUICE -Amman bíður örugglega spennt eftir næsta juicy-deiti:)

31dad1be38e611e3821b22000aeb0baa_7

Til hamingju @91viktoria Þú hefur unnið 10 skipta kaffikort hjá JOE & THE JUICE -Haust og kaffi ganga hönd í hönd, eruði ekki sammála? Skólinn að byrja aftur, kólnar í veðri og þá er einstaklega gott að vera með take-away kaffibolla við hönd.

Þið getið nálgast vinningana í JOE & THE JUICE Smáralind gegn því að sýna persónuskilríki og vinningsmyndirnar, njótið vel.

PATTRA

MOVING ON

Instagram

Nokkrar myndir frá mínu Instagram..

Fest um helgina!

Með einum yndislegum í Köben

Party-Hosts of the year

Love at first sight!

Með tengdó í Köben-stuði

Flottustu mæðgin

Germany

Cafe Ulla, Aalborg

Of monsters and men madness

Það er sennilega tímabært að ég gefi upp vonina um að endurheimta gamla Instagram-ið mitt aftur. En Það hefur vonandi ekki farið framhjá of mörgum sem voru að elta mig á mínu gamla að ég er búin að skaffa nýtt account @trendpattra 

Fæ ég einhvern tímann leið á þessu dæmi?!

..

Some pics from my new Instagram account, @trendpattra -I’ve finally made peace with the fact that I am never gonna get my old account back, am I ever getting sick of this thing?!

PATTRA