ÍBÚÐARKAUP

DESIGNHEIMAIcelandInspiration of the dayInstagramUncategorized

Hæ&hó, október var ofsalega viðburðarríkur mánuður sem útskýrir hálfpartinn fjarveru mína hér ásamt því að barnaundirbúningsstressið ”kikkaði”verulega inn(deili því kanski með ykkur síðar!). En við hjúin vorum sem sagt að fjárfesta í okkar fyrstu íbúð á Íslandi og síðasta Íslandsheimsóknin mín fór því alfarið í stúss í kringum hana. Við náðum að gera & græja ansi mikið á stuttum tíma og hér er nokkrar skemmtilegar símaminningar.

Fyrsta nóttin í íbúðinni var afar skrautleg á þessari vindsæng. En fyrsti áfangastaðurinn eftir að við lentum á klakanum var Rúmfatalagerinn til þess að fjárfesta í vindsæng sem við ætluðum að sofa á í eina nótt. Við rétt náðum að henda vinsænginni inn í íbúð áður en við þurftum að bruna í þrítugsafmæli og þegar við komum heim um nóttina uppgötvuðum við að þetta var alls ekki rafmagnsloftdýna sem við héldum að við hefðum keypt og engar pumpur fylgdu með henni. Úr varð skemmtileg tilraun til þess að blása í hana og síðan ferð í Hagkaup að kaupa hjólapumpu klukkan að ganga 4:00 um nótt, skemmtileg minning! Annars var Elmar duglegur að koma heim á milli landsliðaæfinga og setti saman allskyns mublur, búið að koma ánægjulega á óvart hvað hann getur verið handlaginn svona þegar hann tekur sig til.

img_6388

img_6386

Ég var líka með yndis meðhjálpara sem hjálpaði mér að velja þetta kúaskinn úr IKEA Borðið & Stólarnir keyptum við í ILVA

Mottur geta gert svo mikið fyrir rýmið en ég er algjör mottuperri, þessi sem við erum með í svefnherberginu er einnig úr IKEA.. En ólétta konan var mjög sátt með sig þegar hún náði að koma mottunni fyrir undir rúminu og hengja upp þessar gardínur ein síns liðs!

img_6395img_6383
Uppgötvaði verslunina Heimili & Hugmyndir og varð yfir mig ástfangin af henni. Fjárfestum í stærri gerðinni af þessari mottu og erum ekkert smá sátt með hana í stofunni.

img_6382img_6381

Krúttheimsókn! Keyptum okkur velour sófa í Habitat eftir miklar vangaveltur og erum rosalega sátt með kaupin.
img_6380
Borð & sjónvarpsskenkur úr Rúmfatalagernum.

Hlakka til að gera ennþá meira fyrir hana og smella kannski almennilegum myndum í næstu Íslandsheimsókn sem verður reyndar ekki alveg í bráð. Næsta verkefnið verður víst að koma einu stykki barni í heiminn!:)

Áhugasamir geta fylgt mér á Instagram undir nafninu Trendpattra
..
Elmar & I bought our first apartment in Iceland recently and here are some sneak peaks of our new home!

PATTRA

MEÐ MÖMMU

HEIMAInspiration of the dayInstagramTraveling

Þessi póstur er búinn að vera í bígerð í næstum 3 daga, eða allt frá því að ég kvaddi mömmu mína eftir að hún var í heimsókn hjá mér hér í DK. Í allan dag hef ég reynt að hnoða saman texta við þetta skemmtilega myndablogg af okkar dögum saman, sem ég var þegar búin að klára í gær. En einhvern veginn náði ég ekki alveg að koma öllu því sem mig langaði að segja út, en við skulum nú samt láta reyna.

Án þess að gera þennan bloggpóst hádramatískan þá hefur sambandið okkar aldrei verið sérstaklega hefbundið í gegnum tíðina þar af leiðandi er ég afar þakklát fyrir allan okkar tíma saman. Þetta er í annað sinn sem hún heimsækir mig eftir að ég flutti frá Íslandi og ég er svo fegin að hafa náð að sannfæra hana um að koma hingað til mín í staðinn fyrir að fara til Íslands saman. Ég var nefnilega ein í kotinu og við náðum því að eiga næstum heila viku bara tvær saman sem hefur ekki gerst síðan ég var unglingur. Bara það eitt og eitthvað jafn einfalt og að geta loksins eldað fyrir mömmu sína gerði mig einstaklega glaða. Sem sagt í stuttu máli þá voru þetta yndislegir dagar með endalausu netflix chilli og nóg af hlátri, dagar sem ég met ótrúlega mikils.

IMG_5968IMG_5967

Fancý kaffi & Köben kósý // Cosy Copenhagen

IMG_5581IMG_5978

IMG_5979DSCF2711 Góður dagur á Aros safninu, einn af mínum uppáhaldsstöðum í Árósum // One fine day @Aros art Museum, one of my favorite places in Aarhus

Mamma í algjöru dekri, alltof gaman að fá að elda ofan í hana // Mom getting a royal treatment at my place, love cooking for her

IMG_5986
AARHUS

Það er oftast stutt í grínið hjá okkur múttu, einn morgunin kom hún fram í þessu snilldar kattar-outfitti bara til þess að djóka í mér (held ég(og vona)) // Mom being her funny self, came out in this cat-suit one morning just to mess with me

Enn eitt hláturskastið en mamma komst ekki yfir það hvað ég gat blásið mikið út sökum núðlu ofáts, þetta var það svakalegt að ég varð auðvitað að senda grín-snap til nokkra vinkvenna og uppskar fjölmörg sjokk skilaboð í kjölfarið. Léttur djókur í boðinu // We couldn’t stop laughing at how much I could bloat out after nuddle binge eating so I joke-snapchated couple of my girlfriends, got a lot of texts back that night. Just a good old fun

Þessi vildi líka prófa snappið // This one tried out snapchat as well

Papaya salat mömmu er í uppáhaldi, át svo mikið að bumban varð föst og ég komst ekki frá borði // Mom’s papaya sallad is the best, ate so much that I got stuck to the table

IMG_5995

 Girls night out!

IMG_5996

 Japanese treat @ Sticks’n’sushi Tilvoli hotel, CPH

Síðustu nóttina lentum við alveg óvart í eftirpartýi Robert Prisen(kvikmyndaverðlaunin í Danmörku) en það var haldið á sama hóteli og við vorum á í Kaupmannahöfn. Mjög fyndið & skemmtilegt kvöld sem við munum seint gleyma // Accidentally crashed the Danish movie awards on her last night as it was held at the same hotel we were staying at in CPH, such a fun & funny night to remember

IMG_5759DSCF2841DSCF2703

Great days with my lovely mom while she was visiting me in Denmark last week. Some moments that I will cherish forever due to the lack of time we have had together in the past, but I guess it’s never too late to make more effort while you still can!

PATTRA

BORGIN MÍN AARHUS

DetailsHEIMAMy closet

Góða mánudagskvöldið Pattra heiti ég (fyrrverandi) bloggari hér á Trendnet -JÁ, maður gæti næstum því haldið að ég sé fyrrverandi bloggari miðað við frammistöðuna mína hér á bæ, en betra seint en aldrei ekki satt? Því ég er sko hvergi hætt! Ýmislegt hefur gengið á síðan í maí, það er nefnilega það að síðasta færslan mín var í lok maí -skandall!!
En svona það helsta er kanski það að við hjúin erum flutt með allt okkar hafurtask til Aarhus, sú dásemdar borg sem við þekkjum núorðið ansi vel. Hinn helmingurinn skrifaði undir samning hjá fótboltafélaginu AGF og hér verðum við næstu tvö árin eða svo.. pínu sérstakt að flytja svona svakalega stutt eða u.þ.b. 40 km í burtu. OG hér erum við búin að vera í nákvæmlega tvær vikur, heimilislaus á hóteli, með allt draslið okkar í geymslu. En þessar vikur hafa samt verið frábærar og við hlökkum til komandi ævintýra í þessari sjarmerandi borg! Tvær vikur í myndum..

IMG_3327DSC01884

Við hjúin höfum verið dugleg að fara í göngutúr á kvöldin, meiriháttar að búa í strandarborg

DSC01853DSC01868DSC01846DSC01817

Sculptur by the Sea sýning við ströndina, skemmtilegt að labba strandarlengjuna endilanga og lista sig rækilega í gang

DSC01844DSC01842DSC01786

Þessi fylgdi bara með því að ég virka c.a. 180cm á henni, sem mér fannst ekki leiðinlegt

DSC01810

..Skroppin aftur saman(er samt ekki svona lítil sko)

IMG_2891

Hótel morgunmaturinn er ágætur(í hófi)

IMG_3133

Það er ekki hlaupið að því að finna híbýli hér í Aarhus, það er nokkuð staðfest

IMG_3614

Uppáhalds gatan mín Jægergårdsgade, líf & fjör og nóg af girnilegum stöðum!

IMG_2932Við þrömmum um borgina eins og enginn sé morgundagurinn, ýmist í leit að kaffi eða íbúðum

IMG_3181

Hádegismatur við Marselisborg höfnina er alltaf góð hugmynd

IMG_3404IMG_3415

Eitt það besta við Aarhus eru öll huggulegu kaffihúsin sem borgin hefur að geyma

IMG_3498

BOB mættur á strandbaren að sóla sig

IMG_3369

Sushi sumarkvöld með frábæru fólki

IMG_3285

Bara frekar sátt með þetta allt saman! Sjáumst fljótt gott fólk.

..

HELLO I’m alive and just moved to the charming city of Aarhus. Have a feeling that this is going to be a good adventure, stay tuned! Meanwhile I hope you enjoy my photo diary from the past two weeks.

x

PATTRA

SNILLDAR KAFFIKERRA

a la PattraDetailsHEIMA

 Í vor fékk ég þá flugu í hausinn að útbúa ”kaffikerru” og fór því beinustu leið í IKEA þar sem ég fann þessa ofursætu kerru. Þegar kerran var komin í hús var ferlið ekki flóknari en svo að Nespresso vélinni okkar var bara skellt á kerruna sem við vorum búin að setja saman með smá ”twisti” en eins og sést þá snýr efsta skúffan öfug. Kaffivélin er reyndar aðeins of stór(mynd 2) en það er aukaatriði, ég er virkilega ánægð með útkomuna og er ekki frá því að það sé örlítið skemmtilegra að bjóða gestum upp á kaffi fyrir vikið. Klárlega uppáhalds hornið okkar hjóna á morgnanna!

IMG_7252IMG_7257IMG_7254  Svolítið sætt ekki satt? Ég er dugleg að færa hlutina til á þessari blessuðu kerru, neðst er te-safnið mitt en ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega byrjandi í kaffidrykkjunni og er miklu meira te manneskja.

..

Our favorite spot in the morning! Made this coffee cart last spring but I wanted to have a nice coffee station and found this blue cutie in IKEA. Much more fun having guests over for a cup of coffee or tea.

   PATTRA

VELKOMIN Í HEIMSÓKN

DESIGNHEIMAInspiration of the dayMicasaScandinavian

Processed with VSCOcam with k2 presetIMG_2483Processed with VSCOcam with s2 presetSONY DSCProcessed with VSCOcam with s2 preset

Mig langar að sýna ykkur smá ”sneak peek” af heimilinu okkar en við fengum skemmtilega heimsókn nú á dögum sem ég segi ykkur betur frá við tækifæri. Að flytja frá snilldar Gautaborg til sveitarinnar Randers í Jótlandi var kanski ekki gríðarlega spennandi en við Elmar erum sammála um það að þetta sé án efa okkar uppáhalds ”heimili”. Flakkaralífið getur stundum tekið á jafnvel fyrir svona spontant fólki eins og við, að flytja í nýtt land með svo lítið sem viku fyrirvara er sérstök upplifun. En við ævintýrafólkið erum afar þakklát og hlökkum til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, ég hefði samt ekkert á móti því að geta tekið þetta hús með okkur á næsta áfangastað, hvenær sem það verður.

..

A little sneak peak of our humble abode, there’s no place like home. -Aint that the truth!! Moving from a big city to a small town was quite something but this house have a special place in our heart because we never felt like we had a ”home” before. Definitely gonna miss this place when the time comes to move forward. The football life can be challenging at times and it’s not easy to move to another country with as little as one week notice but we are alway grateful and excited to see what the future holds!

PATTRA

JÁKVÆÐNI Í JANÚAR..

HEIMAInspiration of the dayMæli Með

Mikið svakalega líður þessi tími óhugnanlega hratt, allt í einu er febrúar genginn í garð.. hvað næst, elliheimilið?! Ég tók saman örfáir & lauflétta punkta sem einkenndi minn janúar mánuður, allt saman á jákvæðu nótunum.

..

4c52f58ce108503769cac09b8e3e9f6f8178788d91ec564f94b79c4c679f185a

Ég strengi aldrei áramótaheit en í ár er markmiðið mitt að drekka meira vatn, mun meira. Ég er ein af þeim sem gleymi allt of oft að fá mér vatn eins heimskulega og það hljómar. Mjög raunhæft markmið og jafnframt nauðsynlegt – Í janúar var klárlega persónulegt met í vantsdrykkju sem og klósettferðum!dbcf4709dbe76600ee8a221e42355967

..Undirrituð með aqua-to-go :))

IMG_1170

Líkamsrækt, JÁ ég og ræktin höfum aldrei átt samleið, ekki síðan ég hætti í handbolta fyrir um áratug síðan. Síðan þá hef ég mætt sorglega sjaldan í ræktina og þar er ég eins og hauslaus hæna sem gerir það að verkum að mér finnst hundleiðinlegt og þar af leiðandi mæti ég aldrei. Þó hef ég fundið mig í yoga og var ansi dugleg á tímabili þegar ég bjó í Gautaborg, þarf að koma mér aftur í yoga gírinn! En janúar mánuðurinn var einnig met í líkamsrækt en ég mætti samtals 4 sinnum sem er kanski dapurlegt fyrir suma en ég get sagt ykkur það að fyrir mig var það oftar en allt árið 2013.  Stefni allavega í rétta átt því hreyfing er lífsnauðsynleg og mig langar mjög mikið að lifa!

SONY DSCSONY DSC

Einn morguninn í síðustu viku tók þetta fallega útsýni á móti mér þegar ég opnaði augun, sólarupprás fyrir 8:30 og þar sem ég er ekki búin að sjá sólarupprás eða svo mikið sem sólina í allan janúar þá varð ég yfirgengilega glöð og jákvæð. Gott mótefni fyrir vetrarþunglyndinu en ég er komin með meira en nóg af gráleikanum, snjónum og síðast en ekki síst, kuldanum! Nú má vorið bara fara að kíkja í heimsókn.

Góða helgi gott fólk og verum jákvæð í Febrúar.

..

February already.. if the time keeps on flying by like this I will end up in a nursing home soon enough, scary stuff. But I wanted to share with you couple of positive things I’m taking with me from the first month of the year.. I never had a New Year’s resolution before but this year I plan to drink more water, a lot more! I’m one of those who tends to forget to hydrate, stupid. So this january I had a personal record of drinking water and visiting the bathroom. Another personal record this past month was visiting the gym, went 4 times which is probably sad for most people but for me it was more than whole last year. Yes sir, I plan to live a long life and it starts now. Another positive thing happen last week was when I saw a sunrise for the first time in Denmark this year. Haven’t seen any sun lately let along a sunrise so I was glad when I woke up to this wonderful view, a good anti(winter)depressant.. I’m waiting for you, spring! Have a lovely weekend and lets stay positive in February.

PATTRA

I’M BACK !!

DetailsHEIMAMy closet

 HÆ (!) Ég vona innilega að þið hafið saknað mín því að ég hef saknað ykkar, vægast sagt. Satt best að segja er ég búin að vera kvíðin fyrir fyrsta blogginu eftir svona langa og í raun tilgangslausa bloggpásu, 2 heilar vikur án bloggpósts.. klárlega met síðan ég byrjaði fyrir næstum 4 árum. Hef nokkrum sinnum byrjað á bloggi og hætt svo við undanfarna daga, einhver sýki í gangi. Get ekki annað en skammast mín og vonað að séuð ekki alveg búin að gefast upp á mér og haldið áfram að lesa.

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

 Þar sem ég var að vonast eftir því að þið hafið saknað mín pínu þá starta ég þessu með outfit pósti. Ég fékk mér þessa fallegu&töffaralegu kápu í síðustu Íslandsferð frá merkinu Noisy May úr Vero Moda og hún hefur verið límd við mig síðustu daga, það kom mér nefnilega skemmtilega á óvart hversu hlý hún er. Leðurbuxurnar sem ég klæðist var ég búin að leita verulega lengi að og var svo heppin að fá þær -20% í Magasin, frá merkinu Selected Femme, elska sniðið. Skór – H&M / Húfa – & Other Stories / Sólgleraugu – Stella McCartney / Rúllakragapeysa – Envii 

Ég ætla að að pósta skemmtilegum Tælandsmyndum í næsta bloggi til þess að bæta ykkur þetta upp því að ég veit að þið hafið gaman af því og sömuleiðis ég. Það er nefnilega nákvæmlega 1 ár síðan við vorum þar og á föstudaginn á ég árs brúðkaupsafmæli. Að hugsa sér !!

..

HEY guys. I surely hope you’ve missed me like I’ve missed you! Where to begin.. whole 2 weeks without blogging, that’s definitely a new record since I started blogging for almost 4 years ago. I really hope that y’all haven’t forgot about me just yet and some of you are still reading. Stay tuned for the next post because I know you like them Thailand pics..

X

PATTRA

Blómamyndir @HEIMA

DetailsHEIMA

 Hér koma nokkrar svipmyndir af heimilinu okkar en ég fæ ekki nóg af blómum/plöntum eins og sést.

SONY DSCSONY DSC

 Forstofan, gamalt Voluspa kerti notað undir blóm / Entrance old Voluspa candle used as a vase

SONY DSCSONY DSCSONY DSC

Eldhúsið / The kitchen

SONY DSCSONY DSC

 Stofan / Living room & Coffee table

SONY DSC

Það þarf greinilega að vökva hér.. / Need water!

SONY DSC

 Kaktus í svefnherberginu / Kaktus in the bedroom

Blóm & plöntur gera heimilið svo hlýlegt og fallegt -sammála ?

..

Our home is filled with flowers/plants these days, just can’t get enough.

PATTRA

GÖTEBORG / MYNDIR&TIPS

HEIMAMy closetScandinavianTraveling

 Gautaborg mun alltaf eiga sérstakan stað í mínu hjarta og ég hefði alls ekki á móti því flytja aftur ”heim” einn daginn..

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

 ELSKU uppáhalds Magasinsgatan okkar en á þessari snilldargötu bjuggum við, nr.11 -beint fyrir ofan þetta krúttaða kaffihús og búð. Ég var reyndar hrikalega óheppin því að þarna á horninu þar sem Espresso house er núna var McDonalds áður fyrr. Svo í þann mund sem við vorum að flytja þá kom þetta fína og flotta kaffihús sem ég dýrka en hins vegar var maðurinn minn frekar sáttur með McD. Ég neita því samt ekki að allir Mc flurry sem ég slátraði voru frekar ljúffengir.

Ég mæli sterklega með göngutúr á þessari götu, svo sannarlega margt skemmtilegt að sjá, svo sem Acne verslun og bjútífúl Artilleriet! Þar að auki brakandi gott kaffi á Da Matteo.

..

Our beloved street and old home , Magasinsgatan 11  -Our apartment was right above this cute coffee house and boutique. You should definitely visit this wonderful street and take a stroll if ever in Gothenburg.

SONY DSC

 KENZO

SONY DSCSONY DSCFALL in the city

massiSæti&Skemmtilegi vinur minn á Espresso House. Góð sítróna!

SONY DSC

SONY DSCSONY DSCPicMonkey Collage5

Moon Thai Kitchen er veitingarstaður sem er vert að heimsækja! Einn af okkar uppáhalds stöðum í borginni en hann er engum líkur, manni hreinlega líður eins og maður sé virkilega staddur í Taílandi. Algjör stemmarapleis, upplagt á laugardagskvöldi í góðra vina hópi (eins og í okkar tilviki) en mikilvægt að bóka borð vegna þessa að það er nánast alltaf pakkað út að dyrum.

..

Moon Thai Kitchen is a restaurant worth visiting, one of our favorite spot in the city! The atmosphere is amazing, you feel like you are literally in Thailand. Perfect for a saturday night out with a group of good friends but make sure to book a table because it’s always packed.

I would love to call this wonderful city our home again one day.

PATTRA

KÄHLER, LOVE SONG VASI

DESIGNHEIMAMicasaScandinavian

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

 Við ákváðum að skipta út pastakrukkunni úr Ikea sem hefur verið notuð sem blómavasi í rúmt ár fyrir aðeins ”fínni” vasa.

LOVE SONG  vasinn frá Kähler varð fyrir valinu, mér finnst hann skemmtilega öðruvísi og tekur hann sig vel út í stofunni hjá okkur. Krukkan hefur mér samt alltaf fundist ótrúlega fín, einföld&góð lausn. Nú væri gaman að heyra frá ykkur, fyrir eða eftir?..

IT HAD TO BE YOU

..

We decided to get a new and ”finer” vase since we’ve been using this pasta jar from Ikea as a vase for more than a year now. Went with this LOVE SONG vase from Kähler  fun&different, and looking quite good in our living room. Although I’ve always loved the jar, quick fix! But it’s fun to change things around and what do ya reckon.. before or after?

PATTRA