fbpx

Pattra S.

BORGIN MÍN AARHUS

DetailsHEIMAMy closet

Góða mánudagskvöldið Pattra heiti ég (fyrrverandi) bloggari hér á Trendnet -JÁ, maður gæti næstum því haldið að ég sé fyrrverandi bloggari miðað við frammistöðuna mína hér á bæ, en betra seint en aldrei ekki satt? Því ég er sko hvergi hætt! Ýmislegt hefur gengið á síðan í maí, það er nefnilega það að síðasta færslan mín var í lok maí -skandall!!
En svona það helsta er kanski það að við hjúin erum flutt með allt okkar hafurtask til Aarhus, sú dásemdar borg sem við þekkjum núorðið ansi vel. Hinn helmingurinn skrifaði undir samning hjá fótboltafélaginu AGF og hér verðum við næstu tvö árin eða svo.. pínu sérstakt að flytja svona svakalega stutt eða u.þ.b. 40 km í burtu. OG hér erum við búin að vera í nákvæmlega tvær vikur, heimilislaus á hóteli, með allt draslið okkar í geymslu. En þessar vikur hafa samt verið frábærar og við hlökkum til komandi ævintýra í þessari sjarmerandi borg! Tvær vikur í myndum..

IMG_3327DSC01884

Við hjúin höfum verið dugleg að fara í göngutúr á kvöldin, meiriháttar að búa í strandarborg

DSC01853DSC01868DSC01846DSC01817

Sculptur by the Sea sýning við ströndina, skemmtilegt að labba strandarlengjuna endilanga og lista sig rækilega í gang

DSC01844DSC01842DSC01786

Þessi fylgdi bara með því að ég virka c.a. 180cm á henni, sem mér fannst ekki leiðinlegt

DSC01810

..Skroppin aftur saman(er samt ekki svona lítil sko)

IMG_2891

Hótel morgunmaturinn er ágætur(í hófi)

IMG_3133

Það er ekki hlaupið að því að finna híbýli hér í Aarhus, það er nokkuð staðfest

IMG_3614

Uppáhalds gatan mín Jægergårdsgade, líf & fjör og nóg af girnilegum stöðum!

IMG_2932Við þrömmum um borgina eins og enginn sé morgundagurinn, ýmist í leit að kaffi eða íbúðum

IMG_3181

Hádegismatur við Marselisborg höfnina er alltaf góð hugmynd

IMG_3404IMG_3415

Eitt það besta við Aarhus eru öll huggulegu kaffihúsin sem borgin hefur að geyma

IMG_3498

BOB mættur á strandbaren að sóla sig

IMG_3369

Sushi sumarkvöld með frábæru fólki

IMG_3285

Bara frekar sátt með þetta allt saman! Sjáumst fljótt gott fólk.

..

HELLO I’m alive and just moved to the charming city of Aarhus. Have a feeling that this is going to be a good adventure, stay tuned! Meanwhile I hope you enjoy my photo diary from the past two weeks.

x

PATTRA

HÓTEL GRANVIA BARCELONA

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  7. July 2015

  Uuuuunaðslegt! Njóttu þín í nýju borginni, þetta lúkkar æðislega og snöppin þín eru alltaf jafn skemmtileg;)
  -Svana

  • Pattra S.

   9. July 2015

   Takk fyrir elsku Svana mín, KRAM yfir hafið! :*

 2. Guðrún Ó.

  7. July 2015

  Velkomin til Aarhus! ;)

  • Pattra S.

   9. July 2015

   Kærar þakkir :)

 3. Inga Hrönn

  7. July 2015

  Vá en fallegar myndir, njótið í botn og til hamingju með þetta :*
  Knús frá Köben

  • Pattra S.

   9. July 2015

   Takk elskuleg, sjáumst vonandi sem fyrst! ..vægast sagt kominn tími á reunion á oss ;)

 4. Þóra Hrund

  7. July 2015

  Ó mæ god, hvað þetta er nice!

  • Pattra S.

   9. July 2015

   Heimsókn ASAP ;*

  • Pattra S.

   9. July 2015

   :**

 5. Sigríður Bjarnadóttir

  9. September 2015

  Vonandi verður dvölin í borginni ykkur gjöfull.