TREND / VESTI

DetailsInspiration of the dayMy closet

Þið hafið áreiðanlega rekið augun í einhvers konar frakka vesti í fatabúðunum upp á síðkastið en sjálf er ég ofsalega hrifin af þessu trendi. Það er hægt að klæðast því á marga vegu, ég hef verið að nota vestin mín tvö yfir yfirhafnir eða peysur í haust en þegar það fer að vora verður svo hægt að nota þau við boli. Já, ég er bara strax farin að hlakka til vorsins!

IMG_6350

IMG_9923

Svarta vestið fékk ég í ZARA í september en sá það nýverið í búðunum hér á landi. Það er gerviloð á því sem hægt er að taka af og því er hægt að nota það á ýmsa vegu.

..

Coat vests are hot at the moment and I’m a fan!

PATTRA

 

MEIRIHÁTTAR AIRWAVES HELGI

DetailsIcelandInspiration of the dayMy closet

Það er engin lygi að tíminn flýgur þegar maður er að hafa gaman! Lokadagur Airwaves er runninn upp og ég hlakka gífulega til að sjá&heyra eina af uppáhalds hljómsveitum mínum, Hot Chip, spila eftir nokkra klukkutíma. Hér eru nokkrar góðar Airwaves’15 minningar

Mæli ekki með því að fara í rúllukraga-ullardressi á sveittum tónleikum!

IMG_0376

BATIDA voru hressandi á Nasa

IMG_0771
Byrjaði laugardaginn á því að taka þátt í skemmtilegri myndatöku, meira frá því síðar!
IMG_0769IMG_0768

Mætti svo beint í gúrmheit á Apótekinu
IMG_0772
Laugardags glimmergalla úr Monki

IMG_0767

Með Ellinor söngdívu frá Bretlandi
IMG_0777
Margrét drottningin mín
IMG_0766IMG_0764

Kiasmos snilld

IMG_0706IMG_0780

Gærkvöldið í hnotskurn!!!

IMG_0762

 ZEN stund á milli tónleika

IMG_0761

Leðurjakkinn minn datt á mjög svo óútskýran hátt niður dularfulla rifu og það var ómögulegt að ná þangað niður. Fékk ekki hjálp við að ná honum aftur fyrren tveimur tónleikum síðar.
Vil hér með þakka security snillingana sem hjálpuðu mér með tilþrifum.

IMG_0757

Hress kona klukkan 3:45

Njótið sunnudagskvöldsins!

..

Some more awesome Airwaves’15 moments.. Last night of the festival and beloved Hot Chip in couple of hours, let’s GO.

PATTRA

BORGIN MÍN AARHUS

DetailsHEIMAMy closet

Góða mánudagskvöldið Pattra heiti ég (fyrrverandi) bloggari hér á Trendnet -JÁ, maður gæti næstum því haldið að ég sé fyrrverandi bloggari miðað við frammistöðuna mína hér á bæ, en betra seint en aldrei ekki satt? Því ég er sko hvergi hætt! Ýmislegt hefur gengið á síðan í maí, það er nefnilega það að síðasta færslan mín var í lok maí -skandall!!
En svona það helsta er kanski það að við hjúin erum flutt með allt okkar hafurtask til Aarhus, sú dásemdar borg sem við þekkjum núorðið ansi vel. Hinn helmingurinn skrifaði undir samning hjá fótboltafélaginu AGF og hér verðum við næstu tvö árin eða svo.. pínu sérstakt að flytja svona svakalega stutt eða u.þ.b. 40 km í burtu. OG hér erum við búin að vera í nákvæmlega tvær vikur, heimilislaus á hóteli, með allt draslið okkar í geymslu. En þessar vikur hafa samt verið frábærar og við hlökkum til komandi ævintýra í þessari sjarmerandi borg! Tvær vikur í myndum..

IMG_3327DSC01884

Við hjúin höfum verið dugleg að fara í göngutúr á kvöldin, meiriháttar að búa í strandarborg

DSC01853DSC01868DSC01846DSC01817

Sculptur by the Sea sýning við ströndina, skemmtilegt að labba strandarlengjuna endilanga og lista sig rækilega í gang

DSC01844DSC01842DSC01786

Þessi fylgdi bara með því að ég virka c.a. 180cm á henni, sem mér fannst ekki leiðinlegt

DSC01810

..Skroppin aftur saman(er samt ekki svona lítil sko)

IMG_2891

Hótel morgunmaturinn er ágætur(í hófi)

IMG_3133

Það er ekki hlaupið að því að finna híbýli hér í Aarhus, það er nokkuð staðfest

IMG_3614

Uppáhalds gatan mín Jægergårdsgade, líf & fjör og nóg af girnilegum stöðum!

IMG_2932Við þrömmum um borgina eins og enginn sé morgundagurinn, ýmist í leit að kaffi eða íbúðum

IMG_3181

Hádegismatur við Marselisborg höfnina er alltaf góð hugmynd

IMG_3404IMG_3415

Eitt það besta við Aarhus eru öll huggulegu kaffihúsin sem borgin hefur að geyma

IMG_3498

BOB mættur á strandbaren að sóla sig

IMG_3369

Sushi sumarkvöld með frábæru fólki

IMG_3285

Bara frekar sátt með þetta allt saman! Sjáumst fljótt gott fólk.

..

HELLO I’m alive and just moved to the charming city of Aarhus. Have a feeling that this is going to be a good adventure, stay tuned! Meanwhile I hope you enjoy my photo diary from the past two weeks.

x

PATTRA

RÚLLUKRAGA ÆÐI JPG x LINDEX

DetailsMy closet

Síðan ég byrjaði með þetta blessaða blogg mitt hef ég þó nokkuð oft tjáð ást mína á rúllukragapeysum og sú ást hefur alls ekki dvalað í gegnum árin. Þegar ég heimsótti Ísland síðast var ég í Lindex þegar Jean Paul Gaultier línan kom í verslunina, þar keypti ég mér 2 rúllukragapeysur og armband til styrktar brjóstakrabbameins. Peysurnar voru nákvæmlega eins í sitthvorum litnum en ég pældi í þessu vel & vandlega og sé ekki eftir þeim kaupum þar sem þær eru búnar að vera notaðar reglulega, ótrúlega góðar & vandaðar flíkur.

IMG_8646IMG_6301Processed with VSCOcam with s1 presetProcessed with VSCOcam with m6 presetIMG_6309

Þarna sést glitta í rauðu peysuna, ég hélt á henni í örlitla stund.. tvær eru á mörkunum en þrjár væri skandall..?

IMG_8642

Peysan kom sér vel í Reykjavíkurhöfninni á köldum en fallegum degi.

IMG_8639

Ég er akkúrat nýkomin heim af ísköldum fótboltaleik en þessi elska bjargaði mér.

ÁFRAM rúllukragi!

..

Turtleneck for the win! Two favorites of mine from Jean Paul Gaultier x Lindex.

PATTRA

HELGAR BRUNCH

a la PattraDetails

 Enn ein helgin gengin í garð og einungis 6 helgar eftir af 2014, pælum aðeins í því!

Við ætlum reyndar ekki að pæla of mikið enda ekkert hægt að gera í því en ég er hingað komin til þess að ræða helgarbröns. JÁ, það er varla hægt að byrja helginni betur en með heljarinnar bröns í góðum félagskap.

SONY DSCSONY DSC

 Fékk heimsókn frá yndis mæðgum fyrr á árinu, þið kannast kanski við þær? Þá var auðvitað boðið uppá bröns og á borðstólnum var meðal annars mitt uppáhalds bláberja smoothie með hnetusmjöri.

IMG_8456 IMG_8458

 Helgi = MIMOSA ..Hér átti ein nágranna/vinkona afmæli.

 SONY DSC

  Mæli með The Coocoo’s nest um helgar, egg florentine par excellence!

IMG_1211

 Það má fá sér eftirrétt í morgunmat um helgar.. enda skyr í þessu –> UPPSKRIFT

IMG_8460

Gæðastund yfir nýbökuðu brauði.

IMG_8459

Afmælisbrönsinn minn sem yndis nágrannar og vinkonur plönuðu.

IMG_0917

 Eggjahræra með kryddjurtum, spínati og Prima Donna osti.

IMG_8457

 Egg & Avocado er snilldar combo!

IMG_1313

Breakfast in bed á vel við um helgar!

IMG_8455

 Poached eggjaréttur sem ég slumpaði saman nú á dögum.

IMG_1661

 Eggin léttsteikt á pönnu og síðan skellt í nokkrar mínútur í ofninn, mjög sniðugt!

IMG_6408

 Æðislegt að byrja daginn á Kaffihús Vesturbæjar, mæli eindregið með því.

Screen Shot 2014-11-22 at 12.46.53 AM

 Morgunverðurinn extra ljúfur með þessari.

IMG_9052

Elska omelette.

IMG_3119

Pönnsur eru alltaf málið, sérstaklega í helgar brönsinn.

IMG_8461

 SNAPS er einn uppáhalds staðurinn minn á Íslandi, karamellasósan með þessum eplapönnsum er ólýsanlega góð!

SONY DSC

Muna ekki allir eftir þessum dýrindis múffum? –> UPPSKRIFT

Verð einnig að mæla með brönsinu á SATT en þangað fór ég í sunnudags bröns með fjölskyldunni þegar ég var á landinu síðast, frábært & spennandi úrval og vægast sagt gúrmandi gott.

Njótið helgarinnar gott fólk og verði ykkur að góðu, kærar kveðjur frá brönsfíklinum!

..

Wish you all happy weekend which hopefully starts with a delicious brunch!

PATTRA

SNILLDAR KAFFIKERRA

a la PattraDetailsHEIMA

 Í vor fékk ég þá flugu í hausinn að útbúa ”kaffikerru” og fór því beinustu leið í IKEA þar sem ég fann þessa ofursætu kerru. Þegar kerran var komin í hús var ferlið ekki flóknari en svo að Nespresso vélinni okkar var bara skellt á kerruna sem við vorum búin að setja saman með smá ”twisti” en eins og sést þá snýr efsta skúffan öfug. Kaffivélin er reyndar aðeins of stór(mynd 2) en það er aukaatriði, ég er virkilega ánægð með útkomuna og er ekki frá því að það sé örlítið skemmtilegra að bjóða gestum upp á kaffi fyrir vikið. Klárlega uppáhalds hornið okkar hjóna á morgnanna!

IMG_7252IMG_7257IMG_7254  Svolítið sætt ekki satt? Ég er dugleg að færa hlutina til á þessari blessuðu kerru, neðst er te-safnið mitt en ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega byrjandi í kaffidrykkjunni og er miklu meira te manneskja.

..

Our favorite spot in the morning! Made this coffee cart last spring but I wanted to have a nice coffee station and found this blue cutie in IKEA. Much more fun having guests over for a cup of coffee or tea.

   PATTRA

SÓLRÍK REYKJAVÍK

DetailsIcelandMy closetTraveling

 Mikið ofsalega þótti mér vænt um viðbrögðin sem ég fékk á mínum síðasta pósti, það er nokkuð ljóst að þessi ”mannlegi” liður sé kominn til þess að vera hjá undirrituðu! Trúið mér, ég á vægast sagt nóg af skemmtilegum & fyndnum mómentum sem ég get deilt með ykkur enda líður mér ansi oft eins og ég sé stödd í Truman show.

Annars er ég nýkomin hjem frá Íslandinu góða og haldiði að ég hafi ekki bara fengið bongó blíðu alla vikuna sem ég var í heimsókn, aldrei þessu vant. Fallega gluggaveðrið var klárlega kærkomið og sólgleraugun fengu að vera á nefinu á þessum ”outfit” augnablikum.

IMG_6345

 Jakki –  ZOUL / Nýjir uppáhalds haust skór – Monki
Jacket – ZOUL / New fave fall booties at the moment – Monki

IMG_6568

Rúllukragi – JPG x Lindex / Cape – Corner, Smáralind / Skór – Topshop
Turtleneck – JPG x Lindex / Cape – Corner, Smáralind(mall) / Shoes – Topshop

IMG_6420

 Kápa – Karen Millen / Bolur – Moss CPH / Leðurbuxur – Gestuz / Sólgleraugu – Stella McCartney
Coat – Karen Millen / Top – Moss CPH / Leather pants – Gestuz / Sunnies – Stella McCartney

 Æ, Reykjavík er nátturulega bara best á svona dögum!

..

I spent last week in sunny Reykjavik.

PATTRA

NIKE HIS&HERS

DetailsNew closet member

 Fyrr í vikunni splæstum við hjúin í sitthvort parið af sumarskóm en hvítir strigaskór eru búnir að vera á óskalistanum mínum þó nokkur sumur í röð. NIKE varð fyrir valinu eins og oft áður en að þessu sinni var það týpan Nike Air sem við féllum bæði fyrir. Er nokkuð eitthvað að því að vera smá í stíl í sumar?! Held nú ekki.

SONY DSCSONY DSCIMG_1354Processed with VSCOcam with f1 presetIMG_1403IMG_1355IMG_1475

Annars óska ég ykkur gleðilegt sumar gott fólk, ánægjulegt að heyra af sólinni á Íslandinu. Við Elmar ásamt tengdamömmu pössum okkur að nýta dönsku sólina vel þessa dagana, extra gaman að taka á móti gesti með svona dýrindis veðri.
Heyrumst X

..

NIKE Air summerkicks for us lovebirds, finally a proud owner of white sneakers. HELLO summer!

PATTRA

 

NÆRMYND – MULBERRY DEL REY OAK

DESIGNDetailsMy closet

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCLana-Del-Rey-Mulberry

Þessi færsla er búin að vera á leiðinni inn ansi lengi. En hér er nærmyndin af Mulberry töskunni sem ég minntist á fyrir nokkru síðan í litnum oak, fín er hún og passleg í stærðinni og því er notunargildið mikið. Leðrið er þó fremur viðkvæmt og sést vel á því en ég þarf að fara bera á hana sem fyrst. Gæti ekki verið ánægðari með þennan grip sem ég fékk frá manninum mínum í árs brúðkaupsafmæli í desember en í dag eigum við nefnilega 5 ára sambandsafmæli og erum því þotin í smá prógramm. Lengi lífi ástin!

..

Isn’t she pretty, my Mulberry Del Rey oak..  the first wedding anniversary gift from my other half last december. Today we have another anniversary but it’s been 5 years since we started dating. Love rules!

PATTRA

I’M BACK !!

DetailsHEIMAMy closet

 HÆ (!) Ég vona innilega að þið hafið saknað mín því að ég hef saknað ykkar, vægast sagt. Satt best að segja er ég búin að vera kvíðin fyrir fyrsta blogginu eftir svona langa og í raun tilgangslausa bloggpásu, 2 heilar vikur án bloggpósts.. klárlega met síðan ég byrjaði fyrir næstum 4 árum. Hef nokkrum sinnum byrjað á bloggi og hætt svo við undanfarna daga, einhver sýki í gangi. Get ekki annað en skammast mín og vonað að séuð ekki alveg búin að gefast upp á mér og haldið áfram að lesa.

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

 Þar sem ég var að vonast eftir því að þið hafið saknað mín pínu þá starta ég þessu með outfit pósti. Ég fékk mér þessa fallegu&töffaralegu kápu í síðustu Íslandsferð frá merkinu Noisy May úr Vero Moda og hún hefur verið límd við mig síðustu daga, það kom mér nefnilega skemmtilega á óvart hversu hlý hún er. Leðurbuxurnar sem ég klæðist var ég búin að leita verulega lengi að og var svo heppin að fá þær -20% í Magasin, frá merkinu Selected Femme, elska sniðið. Skór – H&M / Húfa – & Other Stories / Sólgleraugu – Stella McCartney / Rúllakragapeysa – Envii 

Ég ætla að að pósta skemmtilegum Tælandsmyndum í næsta bloggi til þess að bæta ykkur þetta upp því að ég veit að þið hafið gaman af því og sömuleiðis ég. Það er nefnilega nákvæmlega 1 ár síðan við vorum þar og á föstudaginn á ég árs brúðkaupsafmæli. Að hugsa sér !!

..

HEY guys. I surely hope you’ve missed me like I’ve missed you! Where to begin.. whole 2 weeks without blogging, that’s definitely a new record since I started blogging for almost 4 years ago. I really hope that y’all haven’t forgot about me just yet and some of you are still reading. Stay tuned for the next post because I know you like them Thailand pics..

X

PATTRA