fbpx

Pattra S.

HÓTEL GRANVIA BARCELONA

Traveling

Ég hef verið á miklu flandri síðustu vikur og er nýkomin heim úr stuttri vinkonuferð til Barcelona með yndis Juliu minni. Þið munið kanski eftir þessari mynd úr Sardiníu frá því í fyrrasumar? Sú snilldarferð var einnig með Juliu sem er snillingur með meiru, alls staðar gaman með henni! Annars vildi ég bara aðallega minna á þetta stórskemmtilega kódakmóment, mikið er ég viss um að finna eina slíka þegar ég er búin að fara í gegnum Barce myndirnar, stay tuned.

Þessi póstur er samt tileinkaður Hotel Granvia en ég á til með að tipsa ykkur um þetta frábæra hótel í Barcelona. Það getur verið vandasamt verk að finna hótel í stórborgum sem uppfyllir öll skilyrði en okkur fannst það bæði sanngjarnt í verði og staðsetningin hefði varla getað verið betri. Þótt að hótelið sé frekar ofarlega á Tripadvisor þá var það á lægri kanntinum hvað varðar verð á Booking, mæli með að þið tékkið á því ef þið eruð á leið til Barcelona. Það er reyndar enginn sundlaug sem kanski útskýrir verðið en við stöllurnar söknuðum þess lítið í svona stuttri borgarferð.

IMG_9619

IMG_9621 IMG_9641 DSC01663DSC01311DSC01316DSC01319IMG_9796DSC01329DSC01359

Enda þetta á smá pósu í garðinum þar sem við áttum ljúfar morgunstundir, allt voða ferskt og snyrtilegt þarna og stórskemmtilegar myndir á ganginum!

..

I’ve got to tip you about this great value hotel with a top location in Barcelona, make sure to check out Hotel Granvia if you are planning a trip to this fantastic city, loving the interior! But I guess anywhere is a blast with my wonderful friend Julia, remember last year in Sardinia?

PATTRA

GRÁR MÁNUDAGUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Rakel

  19. July 2015

  Sæl og blessuð Pattra :) Hvernig myndavél notaru ?

  • Pattra S.

   7. August 2015

   Sæl Rakel :)
   Ég er tiltölulega nýbúin að festa kaup á þessa vél Sony a5000 en verð samt að segja að ég er ekki alveg 1000% ánægð með hana! Getur verið að ég sé ekki orðin nógu flink á henni en finnst hún taka oft óskýrar myndir.. Þarf allavegana að læra aðeins betur á hana!